Vikan - 05.02.1981, Side 19
Framhaldssaga
Ég breiddi úr uppdrættinum á skrif-
borðinu.
„Hér er inngangurinn í bankann.
Ljósnemar stjórna tvöföldum dyrum.
Þeir eru einstakir að gerð og ekki hægt
að gera þá óvirka nema með tæki sem
engir hafa aðrir en ég, Manson og aðal-
gjaldkerinn. Það er hættulaust. Þó að
einhver kæmist yfir þetta tæki kæmist
hann ekki lengra en inn i anddyri bank-
ans. Hann kæmist ekki í fjárhirsluna eða
upp á aðra hæð, þar sem starfsliðið er.
Með tækinu komast menn þínir inn í
anddyrið. Það þarf að tímasetja inn-
gönguna nákvæmlega þegar vörðurinn
er í eftirlitsferð. Dymar renna frá. menn
þínir þjóta inn og dyrnar lokast sjálf-
krafa á eftir þeim. Það ætti ekki að taka
þá lengri tíma en þrjátíu sekúndur. Þeir
þurfa að hafa meðferðis lítið logsuðu-
tæki svo þeir komist í geymsluhólfin.
Það á ekki að valda neinum erfiðleikum
að brenna sundur lásana. Það tekur
kannski tíma en ætti að vera hægt með
logsuðutæki. Vandamálið er auðvitað
fyrst og fremst að komast inn i hvelfing-
una.” Ég benti á uppdráttinn. „Hér er
skrifstofa Mansons. Þarna fylgjast þrír
leitarar með anddyrinu. Þeir eiga allir að
taka myndir ef ljósgeislinn rofnar. Hér
er geislinn. „Ég strikaði með blýanti yfir
anddyrið. „Ef menn þínir skriða á
fjórum fótum komast þeir að lyftunni án
þess að setja leitarana af stað. Ef þeir
þeita öðru tæki geta þeir stýrt lyftunni
og komist í skrifstofu Mansons á annarri
hæðinni.” Ég sýndi honum tækið sem ég
hafði gert. „Það er rauður simi á skrif-
borði Mansons. Það þarf að rjúfa leiðsl
una og tengja þessa tvo víra þar við.” og
ég sýndi honum lausu vírana tvo á
tækinu. „Síðan verður að snúa fjórum
tölum á skífunni á rauða símanum.
Tölurnar eru 24-6-8. Þær tölur opna
þrjá af lásum hvelfingarinnar. Síðan
opnar kassettan með rödd Mansons hina
þrjá lásana og þá opnast dyr hvelfingar-
innar. Kassettan er i lokuðu hólfi fyrir
aftan skrifborð Mansons. Það er undir
mönnum þínum sjálfum komið hversu
snöggir þeir eru að opna geymsluhólfin.
Ef við gerum ráð fyrir því að þeir fari
inn í bankann um tvöleytið á laugar-
dagsnótt ættu þeir að vera búnir að
hreinsa úr hólfunum undir kvöldið.” Ég
þagnaði og leit á Klaus. „Eru einhverjar
spurningar?”
Klaus leit á Harry sem hristi höfuðið.
„Þið Harry talið ykkur saman um
smáatriðin síðar,” sagði Klaus. „Segðu
mér nú hvernig ég kemst burt með
peningana.”
„Eyrst í stað virtist mér það vera
mesti vandinn en ég sá við honum. Það
eru eitthvað um fjögur hundruð
geymsluhólf í bankanum. Þau eru ekki
öll í notkun en menn þínir verða að opna
þau öll til að vera vissir í sinni sök. i
hólfunum sem eru í notkun eru
peningar, skartgripir, verðbréf og skjöl.
Þið verðið að hafa pappakassa til að
flytja þýfið i. Vörðurinn er nálega þrjár
mínútur að fara hringinn sinn um bank-
ann áður en hann fer aftur i varðmanna-
skýlið við innganginn. Menn þínir þurfa
því að hlaupa inn og ekki bara með Iog-
suðutæki heldur líka marga saman-
brotna pappakassa. Varðmannaskiptin
eru á sunnudagsmorgnum klukkan átta.
Þá þarf að flytja þýfið. Það er ekki ýkja
mikil áhætta því það eru fáir á ferli á
götunum og verðirnir rabba saman fyrir
framan bankann. Klukkan stundvíslega
7.55 kemur brynvárinn bíll að bakhlið
bankans. Brynvarðir bílar koma á hverj-
um mánudagsmorgni klukkan átta með
varasjóð, fé til launagreiðslna og svo
framvegis. Allir Sharnville-búar hafa
einhvern tima séð þennan bíl. Það mætti
orða það svo að hann sé kunnuglegt
kennileiti.” Ég benti með blýanti á upp-
dráttinn. „Bíllinn kemur hér að bank-
anum og ekur niður þessa braut í kjallar-
ann. Þegar hann er kominn inn lokast
dyrnar inn i kjallarann sjálfkrafa. Öku-
maðurinn er með tæki sem opnar
kjallaradyrnar. Þegar hann er kominn
inn bíður hann þangað til starfsmaður
opnar stáldyr sem liggja beint inn í
hvelfinguna. Sá starfsmaður opnar ekki
fyrr en bílstjórinn er búinn aðgera grein
fyrir þvi hver hann er. Ég get opnað
kjallaradyrnar og stáldyrnar inn í bank-
ann, en bara innanfrá. Þú verður að sjá
um að útvega sams konar bíl og tvo
menn í búningi öryggisvarða. Þið setjið
kassana í bílinn og akið burt. Svo
framarlega sem menn þínir gera engin
mistök kemst ekkert upp fyrr en bankinn
opnar á rhánudagsmorgni og þeir ættu
auðveldlega að geta komist undan.”
Klaus Ieit á Harry.
„Geturðu útvegað bil og einkennis-
búninga?”
„Auðvitað. Ég þarf að fá mynd af
bílnum og einkennisbúningunum. Ég
þekki náunga sem getur reddað þvi.
Ekkert mál.”
Klaus sneri sér að mér og sagði:
„Heldurðu að þessi áætlun þin geti
heppnast?”
„Ef hún ekki heppnast þá heppnast
engin önnur.” Ég benti á tækið og
uppdráttinn. „Ég hef gert þetta eins
öruggt og mér var unnt. Nú er komið að
þínum mönnum.”
„Nei, herra Lucas, þetta er undir þér
komið. Þú verður í för með þeim:” Hann
hallaði sér fram og starði á mig og það
glampaði á augu hans. „Ef eitthvað mis-
tekst verður þú skotinn. Benny drap
Marsh og hann drap Thomson. Hann
hefur þau fyrirmæli að skjóta þig ef
aðgerðimar mistakast eða ef hann
heldur að þú sért að leika á þá. Mundu
það.’’ Andlit hans afmyndaðist í grettu.
„Og annað ættirðu líka að leggja á
minnið. Ég skýt konuna þína með eigin
hendi, herra Lucas! Þessi aðgerð verður
að heppnast!”
FERÐAVIÐTÆKI í MIKLU
Verð
kr.
1.290,-
TRK-5404 E Radio-Recorder
TRK-7300 E stereo-Radio-Recorder
Verð
kr.
1.975,-
<Séhitachi
TRK-SIOO E Stereo-Radio-Recorder
Verð
kr.
2.465,-
0HITACHI
1" \' / ——ll
—o TOHI
Jgj 9 a L^jD ■
TRK-8180 E Stereo-Radio-Recorder
Verð
kr.
4.160,-
Vilberg & Þorsteinn
Laugavegi 80 — Sími 10259
». tbl. Vlkan 19