Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 24

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 24
Takið karl og konu, bætið við svöngum hundi, kryddið vel með rómantík og þá er komin Leiðin að hjarta mannsins Eftir Christina Green ^ 4 Kate Browning gat ekki munað ná- kvæmlega eftir á hvernig þetta hafði byrjað. En það hlaut að hafa verið í veislunni... Derek hafði hringt í hana á skrifstofuna um eftirmiðdaginn, heitan og langan. „Catherine? Ah, þarna ertu þá — komstu seint úr hádegismat? Ég hringdi áðan...” Vanþóknunin í rödd hans kom henni til að skammast sín og finnast hún þurfa að afsaka sig. „Ó, elskan, fyrirgefðu! Ég varð að standa í biðröð til að ná í grænmeti á markaðnum. Þeir voru með mjög ódýrt og gott blómkál. Og ég fékk ábergínur líka.” Sú er slæg, sagði hún hörkulega við sjálfa sig. Þú veist hvað hann elskar að borða — og reynir að fara í kringum hann þannig. En það hafði hrifið svo vel að hún fyrirgaf sér það um leið. „Ábergínur? Frábært! Nú geturðu búið til moussaka, elskan. Verst að ég verð að fara á fund í kvöld. Sjáum til, það voru T-bein steikurnar, er það ekki? Jæja, kannski á morgun ...” Venjulega hefði Kate kinkað kolli með hógværð og beygt sig undir karl- mannleg yfirráð hans og græðgi, en allt i einu mundi hún hve miklu hún hafði eytt í nýja og yndislega kjólinn. Hvað sem öðru leið voru veislurnar hjá Penny alltaf þess virði og hún hafði það á tilfinningunni að hún mætti ekki missa af þessari. „. . . en veislan hjá Penny er í kvöld, Derek, ég var búinn að segja þér frá henni, þú manst.” Undarlegt hljóð kom úr símanum. Hné Kate titruðu kvíðafull undir skrifborðinu. „f alvöru, elskan, ég gerði það!” „Auðvitað gerðirðu þaðekki! Þú veist það fullvel að þú gerðir það ekki, Catherine. Ég hugsa að ég hefði varla ákveðið að hitta þennan Armstrong varðandi tryggingarnar hans ef þú hefðir sagt mér, heldurðu það?" Þetta var líkt og þegar hundur geltir — langar, geltandi setningarnar sem enduðu snögglega og með ógnandi þögn. Kate andvarpaði — kunnuglegt samþykki. „Jæja, kannski gerði ég það ekki. En ég er næstum viss ...” Aftur hinn hressilegi hávaði. Kate breytti stlfum andlitssvipnum I lítið bros og tók til við að tína upp afgangana af splundruðum taugunum. „Derek, elskan, fyrirgefðu, ég hlýt að hafa gleymt því.” Hana langaði til að klæðast kjólnum. Hann flaug mjúklega um í huga hennar; ermalaus, úr besta bómullarefni, hand- bróderaður. Og litirnir . . . hvað hafði sölustúlkan kallað þá? Saffrongulur, gulbrúnn... Kate hafði tekið ákvörðun fagnandi. Með Derek eða án Dereks, hún varð að fara í veisluna til Pennyjar I nýja kjólnum. Derek urraði og gelti í simann en lét að lokum nauðugur undan. „Jæja þá. En ég get alls ekki komist fyrr en í fyrsta lagi klukkan tiu.” Hlý ólga einhvers sem var eins og léttir kom Kate til að brosa þakklát. Þá gerði hún sér grein fyrir hve hræðilegt það var að hafa þannig tilfinningu til mannsins sem hún bjóst við að giftast, mannsins sem augsýnilega bjóst við að hún giftist honum. Furðuleg hugmynd kom I huga hennar og hún svaraði ekki þegar Derek sagði stuttlega; „Bless, elskan, sé þig F kvöld, og hugsaðu um að hafa moussaka á morgun. Við látum steikurnar bíða.” Símanum var skellt á og Kate tók mikilvægustu ákvörðun lífs síns. Hún varð að hætta við Derek. Langur og heitur eftirmiðdagurinn leið hægt áfram en Kate, sem glamraði kröftuglega á ritvélina, var upptekin af eigin hugsunum. Seinna um kvöldið dró hún nýja kjólinn yfir nýþvegið hárið og hún leit í spegilinn, á hina frelsuðu Catherine Browning. „Hann verður að fara,” sagði hún ákveðin við sjálfa sig án þess að fella tár. „Það eina sem hann gerir er að nota þig. Gerir ekkert nema að tala um næstu máltíð. Hvenær hefur hann svo sem boðist til að þvo upp? Eða hjálpa til við að bera matvörurnar upp?” Kate klappaði hugsandi fölar kinnarn- ar, sem glóðu undan fingrum hennar, heitar og rjóðar, og fóru vel við nýjan kjólinn um leið og hún lagði af stað í veisluna. Seinna, þegar hún var búin að tæma úr tveimur glösum, trúði hún Penny fyrir; „Þetta er ekki nógu gott, Pen. Ég á við að ég er aðeins ólaunuð eldhús- stúlka. Ég held meira að segja að hann hafi aldrei ætlað að biðja min.” Reiðileg í fasi lét Kate fylla glas sitt í þriðja sinn og varð óljóst vör við eitthvað sem sat við hliðina á henni á mjúkum sófanum. „Húrra, loksins vaknaðirðu, Kate!” sagði Penny. „Hvernig gastu látið þetta ganga svona lengi? Ég á við að maðurinn er kvikindi — alls ekki þín manngerð. Og allt of strangur.” Hún veifaði til einhvers sem gekk framhjá og fór í burtu hlæjandi. Kate saup á og leit laumulega á sessunaut sinn sem fékk sér lika sopa og gaut augunum í átt til hennar. „Eh — hæ,” sagði þægileg rödd. Ekkert gelt eða urr, hugsaði Kate. Dökkbrún augu litu auðmjúklega í augu hennar. Kate hugsaði, undrandi, ja hérna, þarna er nú eitthvað... „Ertu svangur?” spurði Kate formála- laust. Þægilegi ungi maðurinn roðnaði lítillega og sagði: „Ja — ég — hm —” Kate stóð upp, eilitið óstöðug. „Ég vissi það,” tilkynnti hún, setti glasið frá sér og gekk til dyra. „Það leynir sér ekki að þú þarft að fá góðan mat. Komdu bara með mér...” Stofan sveiflaðist dálitið, en kyrrðist og vaggaði sér elskulega í kveðjuskyni um leið og Kate gekk á undan út í myrkrið. „Heyrðu annars, hvað heitirðu?” Hún stansaði snögglega og þægilegi, svangi, ungi maðurinn gekk aftan á hana. „Eh — Pete — eiginlega.” „Ég heiti Kate.” Rödd hennar var dimm af geðshræringu og þriðja glasinu. Hún var byrjuð að finna til undrunar. Hvað hafði komið henni til að haga sér svona undarlega? Hvar var hún? Og hvaða bíll...? „Ég veit,” sagði Pete Hógvær, mjög nálægt henni. „Ég spurði Penny hver þú værir. Ég sá þig strax þegar þú komst og ég hef verið að horfa á þig I allt kvöld. Ég bað hana að kynna okkur en þú gast ekki hætt að tala um þennan kærasta þinn — Derek, er það ekki?” „Derek!" Þetta var eins og kjaftshögg og Kate kom til sjálfrar sin. Hún greip I fyrstu bilhurðina sem hún sá. Hún opnaði og renndi sér frekar 24 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.