Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 45

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 45
Myndlist annarri bernskuminningu upp í hug- ann. Hann þverneitaði að fara til rakarans. Palli frændi hafði sagt honum, að rakarar klipptu hausinn af óþekkum strákum. Hann var óþekkur strákur. Eldri systur gættu hans og þeim tókst, með fullum poka af sælgæti, að lokka hann inn á rakarastofu í miðbænum. Næstur á undan honum i stólinn var strákur á hans aldri. Rakarinn setti fjöl á stólarmana og strákinn á fjölina. Síðan setti rakarinn hvítt lak yfir strákinn nema hvað hausinn stóð upp úr. Þá var honum nóg boðið og flýði sem fætur toguðu. Hann gleymdi þó ekki sælgætis- pokanum, át úr honum á heimleiðinni, og ekkert varð úr klippingu í það sinn. 1 Langholtinu fjölgaði fólki óðum. Strákarnir léku fótbolta, dag út og dag inn. í fyrstu var ekki um annan skóla að ræða en Laugarnesskólann. Krakkarnir úr holtinu fóru í og úr skólanum með skólabíl. Kennarinn hans hét Jónas, ágætur karl, en strangur. Hann hafði átt að teikna skip Eitt sinn var hann rekinn heim. Ástæðan var sú, að Jónas sagði nemend- unum að teikna skip. Hann hafði séð skipin úr Langholtinu. Þaðan að sjá voru þau örsmá á stóru hafinu. Hann þakti þvi pappirinn með öldum og teiknaði síðan örlítið skip í öldurnar. Hann var rekinn heim. Hann hafði átt Skúringakarlinn. mannholinu. Sýningar Guðmundar Ármanns Sýning á Mokkakaffi í Reykjavik 1961. Samsýningin „Ungir myndlistarmenn" i Laugardalshöll 1966. Samsýningar nemenda Vailandsskólans á námstimabilinu. Þátttaka í Ungdomsbiennal i Osló, ásamt Arthúri Ólafssyni, en þar sýndu þeir félagar sem fulltrúar Svíþjóðar. Þátttaka i þrem alþjóðlegum grafiksýningum á meginlandinu. Þátttaka i alþjóðlegri teiknisýningu á Italiu. Þátttaka i stórri samsýningu sœnskra myndlistarmanna í Gauta- borg, en þar fókk Guðmundur þá dóma, að myndir hans væru hvað athyglisverðastar á sýningunni. Einkasýning í Gallery Súm í Reykjavik. Þátttaka i fjölda annarra samsýninga, heima og erlendis. 7. febrúar 1981 opnar Guðmundur sýningu að Kjarvalsstöðum, en þar sýnir hann ásamt Sigurði Þóri Sigurðssyni. að teikna skip. Þetta var í eina skiptið sem hann var rekinn úr tíma. Hann skildi ekki hvers vegna og það var mjög langt að labba heim. Þessari sáru reynslu hefur hann ekki gleymt. Hann var ekki nema einn vetur í Laugarnesskólanum. annað barnaskólanám stundaði hann i Langholtsskólanum. Hann var 10 ára þegar hann var fyrst sendur í sveit. Það var að Björnskoti á Skeiðum, en þar var hann fjögur sumur við kúasmölun og flórmokstur. Honum er það minnisstætt hve stór fjósaskóflan var. Þetta eru í stórum dráttum bernsku- minningar Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar, listmálara á Akureyri. Seldi mynd á 500 krónur En hver voru fyrstu kynni þín af myndlist, Guðmundur? Þau voru í föðurgarði. Pabbi var Fæddur í gamla Doktorshúsinu Hann er Reykvíkingur, af skaftfellsk- um ættum, fæddur að Ránargötu 13, eða nánar tiltekið í gamla Doktorshús- inu. 3. janúar 1944. Þess vegna átti hann danskan kóng í nokkra mánuði. En hann var ekki lengi vestur- bæingur. Samt lengur en hann átti kóng. 1949 eða '50 flutti hann á Langholtsveg 104. en þar höfðu foreldrar hans reist eitt af svonefndum sænskum húsum. Það þótti ansi gott að búa á Langholts- veginum í þann tíð. Þetta var hálfvegis uppi i sveit. Einstaka hús stóð i Laugar- ásnum, en byggðin náði ekki nema að Teigunum. Síðan byggðust Vogarnir. Þetta voru merkilegir tímar fyrir hann, þaðan eru fyrstu heillegu bernsku- minningarnar. Einn atburður er honum minnis- stæður af Ránargötunni, en það var þegar hann missti framan af litlafingri vinstri handar. Lítill, danskur prakkari fékk hann til að halda um læsingu á hliði. Síðan skellti sá danski hliðinu aftur. Við nánari umhugsun skýtur Guflmundur Ármann vinnur afl mál- verki af Króksstöflum í Eyjafirfli. Akureyri í baksýn. Ljósm. Hildur Pedersen. Guðmundur vinnur afl þrykkingu grafikmynda frá innbænum á Akureyri. Ljósm. Hiidur Pedersen. 6. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.