Vikan - 16.04.1981, Qupperneq 3
Hann syngur kántrí-lög frá
sjávarsíðunni
LS
wiajv
í þessari Viku
16. tbl. 43. árg. 16. apríl 1981. Verö 18. kr.
,,Ég syng alíslenska kántrí-tón-
list,” sagði Hallbjörn Hjartar-
son þegar hann leit inn á rit-
stjórn Vikunnar fyrir
skemmstu með nýbakaða plötu
undir hendinni.
Svo sannarlega er það
íslenskt kántrí, því hvergi
annars staðar í heiminum gæti
hreinræktuð kántrítónlist verið
sungin um örlög sjómanna og
söng lóunnar sem boðar vorið.
Vorstemmningin er sannar-
lega viðeigandi þegar menn eru
orðnir langþreyttir eftir
veturinn.
Hallbjörn er verslunarmaður
frá Skagaströnd en hefur
sungið lengi. ,,Allt frá því ég
var innan við fermingu söng ég
og spilaði gamanvísur á kvöld-
vökum.” Hann hefur numið
söng hjá ýmsum góðum
mönnum og síðastliðin tvö
sumur hefur hann einnig verið
við enskunám á suðurströnd
Englands.”
Hallbjörn hefur verið með
eigin búð á Skagaströnd í sex ár
og var áður verslunarstjóri hjá
kaupfélaginu í fimm ár. Hann
verslar líka með listmuni og
blóm, ,,. . . blómin bara á
sumrin, því það eru erfiðar
samgöngur á veturna,” segir
hann.
Hallbjörn sótti konuna sína,
Amy, til Færeyja og hún og
krakkarnir þrír eru öll hrifin af
músikinni sem Hallbjörn
syngur og ánægð með
framtakið.
Hallbjörn gefur plötuna
sjálfur út og þetta er önnur
platan hans. Hann hefur
sannarlega í nógu að snúast,
því plötuna á að kynna i sjálfri
vöggu kántrí-tónlistarinnar,
Bandaríkjunum, og heima á
Skagaströnd er hann bíóstjóri,
í kirkjukórnum og leikfélaginu,
auk verslunarrekstursins.
Oðruvísi skotasögur
Hefurðu heyrt um Aberdeenbúann
sem var að bvo gluggana á risibúðinni
sinni? Hann niissti fimmtíu eyring og
var svo fljótur niður stigana að hann
fékk peninginn í hausinn.
Tveir Aberdeenbúar veðjuðu tikalli
um hvor þeirra gæti lengur verið í kafi.
Báðir drukknuðu.
Kona kom í kirkjugarð að heimsækja
gröf eiginmannsins.
..Hvað hét hann? spurði kirkjugarðs-
vörðurinn.
— Angus McSporran. sagði ekkian.
— Því ntiður. svaraði vörðurinn. —
það er bara Jessie McSporran hér. ekki
Angus McSporran.
— Það er hann. sagði ekkjan. —
Hann setti alltaf allt á mitt nafn.
Þetta var hræðilegur vetur —
þriggja mánaða stöðugir stormar.
Enginn i þorpinu hafði séð McTavish í
tnargar vikur svo björgunarsveit frá
Rauða krossinum braust alla leið að
afskekktu hreysi hans. Það var alveg
grafið i fönn, allt nema skorsteinninn.
— McTavish. kölluðu þeir niður
strompinn. — Ertu þarna?
— Hvað var það? var svarið.
— Rauði krossinn. kölluðu þeir.
— Burtu. kallaði McTavish. — ég
kaupi ekki merki.
Aðdáendur Celtic rugluðu öllu kerfi
flugfélaganna þegar þeir voru á leið
heim eftir Evrópubikarmeistaramót í
Mílanó.
Gripið var til þess ráðs að koma
mönnum í vélarnar eftir því í hvað röð
þeir komu á flugvöllinn. Einn fannst sof-
andi á flugstöðinni og hann var borinn
um borð i eina af fyrstu vélunum.
Hann varð ekki eins þakklátur og
menn ætluðu þegar hann vaknaði við
það að vélin hringsólaði yfir Glasgow.
Hann hafði nefnilega ekið alla leið til
Milanó á bílnum sínum.
Óánægður launþegi: Hér hef ég verið i
fimm ár og unnið þriggja manna starf á
eins manns kaupi. Þaðer kominn tími til
að ég fái kauphækkun.
Vinnuveitandi: Hana skaltu fá ef þú
bara segir mér hvað hinir tveir heita svo
ég geti rekið þá.
Maður frá Aberdeen kom auga á penny
á Piccadilly. Hann hljóp út á torgið og
nældi i það en varð fyrir strætisvagni í
sömu andrá.
Dánarorsök var skráð: Eðlileg.
VIÐTÖL OG GREINAR:
4 Guinness — Bjórveldi á bökkum Liffey. Athyglisverö grein eftir Jón Baldvin Halldórsson.
10 Teiknimyndir — eldri rætur en kvikmyndir.
16 Kominn á toppinn. Grein Jónasar Kristjánssonar um Blómasalinn.
18 Unglingar og eiturlyf, Guðfinna Eydal skrifar um fjöl- skyldumál.
28 Passíusálmarnir eru ekki upplestrarljóð — þeir eru söng- textar. Viðtal við Smára Ölason um gömul lög við Passíu- sálmana og varðveislu þeirra.
60 Landakynning Vikunnar: Þýskaland.
SÖGUR:
20 Eitri blandin ást — hin spennandi framhaldssaga eftir Margit Sandemo, 7. hluti.
26 Könnun geimsins — Willy Breinholst.
ÝMISLEGT:
2 Margt smátt.
14 Páskaíöndur í faðmi fjölskyldunnar. — Einfalt páskaskraut.
64 Eldhús Vikunnar og Klúbbs matreiðslumeistara. Innbökuð páskakæfa.
67 Drauinar.
78 Póstur.
VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Blaðanienn: Anna Qlafsdóttir
Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson, Þórey Einarsdóttir. Útlitsteiknari
Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÓRN í SIÐUMÚLA 23, sími
27022. AUGLÝSINGAR: Birna Kristjánsdóttir, sími 85320.
AFGREIÐSLA OG DREIFING i Þverholti 11, simi 27022. Pósthólf 533. Verð i lausasölu 18,00 nýkr.
Áskriftarverð 60,00 nýkr. á mánuði, 180,00 nýkr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 360,00 nýkr.
fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar nóvember, febrúar, mai og
ágúst. Áskrift i Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega.
Um málefni neytenda er fjallað í samráði við Neytendasamtökin.
Forsíða
Egg og ungar eru veraldleg tákn
páskanna. Þetta eru áhrif frá
fornum sið þegar páskarnir voru
frjósemis- og fagnaðarhátið. Litlu
krilin sem prýða páskaforsiðuna
höfðu aðeins lifað einn sólarhring
þegar Ragnar Th. tók af þeim
myndina. Ungarnir eru ættaðir frá
fuglakynbótabúinu á Reykjum.
16. tbl. Vikan 3