Vikan


Vikan - 16.04.1981, Page 9

Vikan - 16.04.1981, Page 9
Vikan í brugghúsi iiaawg Aðalhlið Guinness bjórgerðarinnar í St. James's Gate. Þaö er þó ekki jafngamalt bjórgeróinni sjólfri. „Visitors Centre'' er rótt v»Ó hlióió á vinstri hönd. en bjórnum er tappað á tunnur eða flöskur þarf hann að bíða í mánuð hið minnsta. Á þeim tíma er hann marg- prófaður og hreinsaður og fjalla þar um nærfæmir fulltrúar rannsóknar- stofunnar. Út á markaðinn fer hann ekki fyrr en þeir eru ánægðir. En það er allt í lagi. þetta er endalaust færiband sem stöðugt skilar af sér svo aldrei verður skortur. Heimurinn liggur fyrir fótum Guinness. „Visitors Centre" Sem sendimanni íslenska stórblaðsins Vikunnar tókst mér að fá að sjá sjálfa Guinness-bjórgerðina í St. James's Gate. Það er nokkuð sem hinn almenni ferðlangur getur ekki lengur. Allt fram til 1975 voru farnar skoðunarferðir urn allt svæðið með ferðamenn og undir leiðsögn. Slíkar ferðir voru auðvitað of | vinsælar til að þær gengju til lengdar og mikill troðningur i verksmiðjunni. Þvi var komið á fót svokölluðu „Visitors Centre” sem er rétt við aðalhliðið. Þar koma nú um 100 þúsund manns árlega. 1 „Visitors Centre” er minjagripasala, allt með Guinness-nafninu á vel að merkja, peysur, pennar, blöð og bækur. Sýnd er stutt mynd um bjórgerðina með írska útvarpsmanninn Mike Murphy i aðalhlutverki. Sú mynd er glæný og er ætlaður langur ferill á hvíta tjaldinu. Myndin heitir einfaldlega Guinness. Það væri lítið gaman að koma í heimsókn i bjórgerð og fara þurrbrjósta út. Þetta vita þeir vel I „Visitors Centre” og gera vel við gesti sina. Á barnum er veittur Guinness eins og hver getur í sig látið. Dvölin þar vill því verða með lengra móti hjá sumum. En hvað liggur á? Irum liggur i það minnsta sjaldnast á. Guinness getur vel átt sinn þátt í því. En í „Visitors Centre” skyldu menn fara væru þeir í Dublin. Það er ómaksins vert. Guinness er allt og alls staðar Áður fyrr var Guinness fluttur innan lands og milli landa í flöskum og ámum. Að verulegu leyti er það enn, þó flutningatæknin hafi breyst mikið. Allt hefur stækkað og eflst. Nú eru til dæniis tvö stór tankskip i daglegum ferðum milli Dublinar og Liverpool til að sinna breska markaðinum. Þó er Guinness- bjórgerð i nágrenni London. Hún var sett á fót árið 1930 og var sú fyrsta utan Dublinar. Síðan hafa risið Guinness- bjórgerðir í yfir 20 löndum víða um heim og fer stöðugt fjölgandi. í Nigeríu einni eru þrjár verksmiðjur! Þessum miklu umsvifum hefur fylgt vöxtur á öðruni sviðunt en í bjór gerðinni. Guinness leggur áherslu á að framleiða fyrir eigin þarfir og þar mcð hefur plastiðnaður og stáliðnaður þotið upp. Sömuleiðis rekur Guinness víðtæka verkfræðiþjónustu, lyfsölur og ritfanga verslanir. Og ekki má gleyma bókaúl gáfunni í London sem meðal annars gefur út hina frægu Hcimsmetabók Guinness. Loks má nefna mikinn flota fljótabáta og skemmtisnekkja sem Guinness leigir út i 5 löndum. írlandi. Italíu, Bretlandi, Frakklandi og Banda rikjunum. Þessi ferðamáti nýtur vaxandi vinsælda og veitir mikla möguleika. Með 26 þúsund á launaskrá En þrátt fyrir öll umsvifin er Guinness-nafnið og verður nátengt Irlandi, þó forystumennirnir séu i London. Bjórinn er hornslcinn stórveldisins. Á írlandi ræðui „stout” 60% af bjórmarkaðinum cn Guinness sem fvrirtæki vfir 90%.. Ástæðan er sú að Guinness á hinar og þessar bjórverksmiðjur að einhverju eða öllu leyti og framleiðir „Harp lager”, „Macardles” og „Smithwicks”, allt vinsælan bjór. Óáfenga drykki framleiðir Guinness sömuleiðis fjölmarga. Hjá Guinness á Írlandi vinna nú 6500 manns en óbeint er talið að fyrirtækið veiti 50 þúsund atvinnu. Á heildarlauna skrá eru 26 þúsund í 6 heimsálfum og á tímum verðbólgu og kreppu fjölgar þeini frekaren hitt. Það er líklega óþarfi að taka fram að Guinness er langstærsta útflutnings- fyrirtæki Íra og skilar drjúgum fjár hæðum í irska rikiskassann á ári hverju. Allt er það samkvæml heimspekinni áðurnefndu! „A pint, please!" Já, svona var það þá! Arthur Guinness fór af stað með 100 pund í vasanum. Hann kunni að búa til drykk sem mönnum féll i geð og þetta cr árangurinn. Það skiptir engu þó biða þurfi eftir Guinness. Hann krefsl þolin mæði viðskiptavinarins þvi tvær atlögur þarf að gera til að fylla pintuna. Fyrst er hún fyllt að 3/4. síðan bið. þá fvllt að börmum og loks önnur bið eftir því að ólgan færist upp. Þegar glasið er orðið svarl og komið með hvita froðuhöfuðið er loksins hægt að njóta þess að Itafa fengið pintu af Guinness stout. Dublinargullinu góða. 16. tbl. Vtkan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.