Vikan


Vikan - 16.04.1981, Síða 15

Vikan - 16.04.1981, Síða 15
Páskaföndur * Einfalt og skrautlegt Oft vilja þau minnstu verða óróleg þegar fullorðna fólkið hefur mikið að gera. Hér eru einfaldar og sniðugar páskahænur sem ættu að geta stytt þeim stundir á erfiðum tímum. Það sem til þarf er þykkt pappírsspjald (karton), skæri, lím og litríkur pappír. Ef ykkur finnst pappírinn ekki nógu skrautlegur má bæta úr því með tússlitum eða vatnslitum. Brjótið pappaspjaldið þannig að það verði tvöfalt og teiknið eftir sniðteikningunni hænu, hana og kjúklinga. Límið gjafapappírinn eða það sem til fellur á pappann og gjarnan má klippa út gulan nebba og rauðan kamb. Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa báðar hliðarnar eins. Klippið síðan myndirnar út. Stélið á hananum er tvöfalt og því er stungið á milli pappaspjaldanna. Límið síðan helmingana saman, en ekki fótinn því hann á að brettast sundur svo hænufjölskyldan geti staðið. Þessi hani er einnig klipptur út úr gjafapappír. Hann er síöan límdur á stórt pappaspjald sem hengt er upp á vegg. 16. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.