Vikan


Vikan - 16.04.1981, Síða 17

Vikan - 16.04.1981, Síða 17
Við víkingaskipið í Blómasalnum: Framreiðslumennirnir Bjarni Vilhjálmsson og ísleifur Jónsson og Soffía Pétursdóttir veitingastjóri. Fyllt smálúðuflök með humarsósu og sveppum voru á fastaseðlinum. Þau voru of þurr. en það hvarf í skugga hinnar frábæru sósu. Þess má líka geta, að hvítu kartöflurnar voru lítið soðnar og þess vegna hæfilega stinnar. Hrásalatið, sem fylgdi aðalréttum Blómasalar var að þessu sinni einfalt og gott. Það var ekkert annað en ísberg og tvær tómatskifur með bandariskri „dressingu”. Hrásalöt hafa sem beturfer sigraðá íslenskum veitingamarkaði. Minnti á andakjöt Bökuð lambabuffsteik i smjördeigi, fyllt rjómasoðnum fjallagrösum og borin fram með rauðvínssósu, olli vonbrigðum að þessu sinni, ekki sist vegna þess að hún hafði veriðsvofrábæráriðáður. Réttir sem þessi eru ákaflega viðkvæmir i matreiðslu. Það kom líka í ljós, að lambakjötið var allt of steikt. bragðlaust og innan í allt of mikilli deig- húð. Satt að segja minnti það á þurra önd, hvernig sem á því stendur. Glóðarsteiktur turnbauti með béarnaisesósu og rauðvínssósu var alveg ágætur, svona eins og maður á að geta búist við, þegar svo dýr réttur er pantaður. Og rauðvínssósan var ágæt tilbreytni frá hinni hefðbundnu béarnaisesósu. Ísar eftirréttaseðilsins voru góðir cins og yfirleitt gerist hér á landi. Ostabakkinn var hins vegar ekki merkilegur. enda hráefnin ekki i lagi og þar að auki beint úr ísskáp. Kiwi og ferskur ananas á bakkanum björguðu málum. Verðið hefur lækkað Hinn fjögurra rétta sjávarseðill kostaði aðeins 105 krónur og eru það góð kaup. Miðjuverð forrétta á fasta seðli var 45 krónur, súpa 23 krónur, fisk rétta 69 krónur, kjötrétta 107 krónur. sæturétta 26 krónurogostsál króna. Þriggja rétta máltið af faslaseðli með hálfri flösku af ódýru víni, kaffi og fata gjaldi ætti að kosta að meðaltali 195 krónur i Blómasal. Það er svipað og á Hliðarenda og orðiðaðeins ódýrara en i Nausti, Grilli og Holti. Matareinkunn Blómasalar Loftleiða var að þessu sinni átta, vínlistaeinkunn tíu, þjónustueinkunn níu og umhverfis einkunn sjö. Ef matareinkunnin er margfölduð með fimm, þjónustu- og um hverfiseinkunnirnar með tveimur. koma út 82 stig af 100 mögulegum. Vegin heildareinkunn Blómasalar er þvi átta. , _ Jónas Kristjánsson I________A 16. tbl. Vikati 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.