Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 24
Framhaldssaga
brugðið skjótt við. Og nú var hun á hans
valdi.
Loksins mátti hann um frjálst höíuð
strjúka.
Arild Lange hafði verið hans stærsta
yfirsjón um dagana. Hann hafði ræki
lega villt á sér heimildir, og Surtur var
ekki sá eini, sem farið hafði flatt á því.
Enginn hafði þó orðið að liða meira en
Linda Ingesvik fyrir að láta blekkjast af
fagurgala hans og sannfæringarkrafti.
Það gladdi hans vonda hjarta.
Hann gróf upp sleggju, sem hann
hafði falið í sandhrúgu.
— Hvað ertu að gera? kveinaði
Linda. — Ég sé ekki neitt. Hvaða dynkir
eru þetta?
Það hlakkaði í honum.
— Ég er að brjóta niður brúna hérna
megin, hrópaði hann sigri hrósandi, —
svo að þú komist ekki yfir, litla óhræsið.
— Nei! Þú getur ekki verið slikur
óþokki. Þú stofnar líka sjálfum þér í
hættu, þú veist ekki, hvaðer hér undir.
— Víst veit ég það. Surtur gerir aldrei
neitt að óathuguðu máli. Og óþokki er
hann ekki. Þetta er aðeins sjálfsvörn.
Allt saman útreiknað og þaulhugsað.
Þannig vinnur Surtur, og þess vegna er
hann það, sem hann er.
Hann talaði um sjálfan sig I þriðju
persónu, eins og síngjarnir menn gera
oft.
— Ég hef notað hverja mínútu þessa
daga hér við Mývatn, ferðast um og
kannað landið, beðið og skipulagt, hróp-
aði hann hlakkandi. — Ég fann þennan
stað og skipulagði þennan litla lystitúr
okkar upp á mínútu. Duftið, sem þú
fékkst framan i þig, er pipar blandaður
fínmöluðum hraunsalla. Því pipar
veldur skjótum óþægindum, sem hverfa
fljótt, en þannig er það ekki með hraun-
sallann. Hann nuggast og nýst og ertir
augnhimnuna. Er þaðekki notalegt?
— í guðanna bænum . . .
— Reyndu ekki að hræra mig til
meðaumkunar, sagði hann hryssings-
lega. — Hvers lags textíllistakona ertu
eiginlega? Trúðirðu virkilega þessari
lygasögu um blágræna litinn? Það var
sannarlega ekki erfitt að narra þig.
Svona! Nú er útséð um, að þú komist til
baka. Og reyndu bara að halda áfrant
yfir brúna. Reyndu það bara! æpti hann
og hló svo illkvittnislega, að hún var
EITRI
BLANDIN
AST
ekki í vafa um, að þar biði hennar ekkert
annað en bráður bani.
Hún heyrði það. Smellina i sjóðbull-
andi leðjunni.
Surtur gróf sleggjuna niður á nýjan
leik. Svo lagði hann af stað aftur til
baka. Linda stóð ein eftir yfirkomin af
sársauka og vonleysi í fúlum gufumekk-
inum.
TÍMINN leið og varð að klukkustund-
um. Með erfiðismunum og ýtrustu var-
færni hafði henni tekist að finna nægi-
lega breiða syllu á steinbrúnni, þar sem
hún vogaði að leggjast niður á magann.
En þá var heldur ekki millimetra breidd
út að brún hvorum megin. Og undir
brúna rann sjóðheitt vatnið. Svoiitil
Góð
kjör
Gæðavara á góðu verði
Eigum til m.a. þessi glæsilegu sett
í fjórum gerðum.
Sendum ípóstkröfu um allt land SjÓn er SÖgU TÍkari
INNBÚ
HAFNARGÖTU 32, 2. HÆÐ Optfð 9-18 virka daga
IfCCI AMÍU Laugardaga kl. 10-18.
KtrLAVIK Sunnudaga kl. 13—18.
SÍMI 92-3588 Gunnlaugur Hilmarsson
læna rann einnig yfir brúna undir fótum
hennar, en ef hún hvíldi á tám, komst
hún hjá að brenna sig.
Hún gat ekki opnað augun. Hún
hafði reynt að hreinsa kornin undan
augnlokunum, en það hafði aðeins gert
illt verra. Ef hún aðeins renndi augun-
um til, stundi hún af sársauka.
— Öðru hverju hafði hún hrópað á
hjálp, heyrt rödd sína drukkna í hvæsinu
frá gufustrókunum og dynkjunum í
sjóðbullandi hverapyttunum. Enda var
þýðingarlaust að hrópa, henni var vel
Ijóst. hversu langt frá alfaraleið þessi
staður var.
Föt hennar voru orðin gegnvot. Hárið
klistraðist að höfði hennar, og brenni-
steinsfýlan erti lungu hennar og olli
henni ógleði.
Hún minntist þess. sem hún hafði
heyrt um fegrunarmátt brennisteinsins."
Nú verð ég þó að minnsta kosti falleg.
hugsaði hún hæðnislega. En fyrir hvern?
Hún hvíldi höfuðið á höndum sér. og
kvíðinn og skelfingin nöguðu hana inn-
an.
Hún velti fyrir sér, hversu marga daga
hún gæti haldið þetta út.
Var annars nokkur tilgangur með
þessu lífi? Hafði hún eitthvað að lifa
fyrir? Hverjum stóð ekki á sama? Eng-
inn kærði sig um hana, enginn elskaði
hana.
Ást! Ástin var Lindu lngesvik óþekkt
stærð, ogsvo; ntundi verða um eilifð.
AÐ lokum gafst Linda upp á þvi að
hrópa á hjálp. Hún megnaði það ekki
lengur. Hún reyndi að stytta sér stundir
með því að reyna að muna, hvort hún
hefði einhvern tima lesið eitthvað um
áhrif brennisteinsgufu á innri líffæri
manna. En hún mundi ekki einu sinni,
að hún hefði nokkurn tíma heyrt, hvort
hún væri hættuleg eða ekki.
Aftur og aftur skaut upp í huga
hennar mynd frá hverasvæði á Suður-
landi. Þar hafði þeim verið sýnt, hvernig
reynt hafði verið að beisla gufuaflið og
leiða það gegnum rör. En menn höfðu
orðið að gefast upp, höfðu ekki ráðið við
verkefnið vegna of fjölbreyttra málm-
efna. Hún sá fyrir sér sundurtært rörið
og hryllti við. En efnainnihaldið og hita-
stigið var ekki alls staðar eins, svo að
hún varð bara að vona það besta.
Enn var henni ómögulegt að opna
augun, án þess aðfinna til skerandi sárs-
auka Henni leið æ verr og átti orðið
erfitt meðandardrátt.
Stundu síðar lá Linda Ingesvik hreyf-
ingarlaus á steinbrúnni. Hún megnaði
vart lengur að halda handleggjunum frá
sjóðheitu vatninu. Tærnar voru orðnar
dofnar, fæturnir sigu án afláts niður í
lænuna.
Framh. í nœsta blaði.
24 Vikan 16. tbl.