Vikan - 16.04.1981, Side 55
Viðtal Vikunnar
legur sómi sýndur. Hvernig er ástandið i
[jeim efnum?
„Ástandið er i einu orði sagt
hörmulegt. Ómetanlegar upptökur á
segulböndum liggja undir stór-
skemmdum. Sumar eru jafnvel \xgar
skemmdar. Sumar upptökurnar eru allt
að þrjátiu ára gamlar. þetta er allt á
upprunalegum þöndum og líftími þeirra
banda sem tekið er upp á er i rnörgum
tilfellum nijög stuttur. Það sem ég hef
farið í gegnum er að litlu leyti skemmt
en þaðliggur undirstórskemmdum."
Það er mikið verk að afrita allt efnið. í
verkahring hverra skyldi það vera?
„Enginn vill gangast við því. Fyrir
tveimur áruni var — loksins — sett á fót
nefnd sem átti að kanna þetta mál. I
henni voru tveir menn frá Árnastofnun,
einn frá Þjóðminjasafninu og einn frá
tæknideild Ríkisútvarpsins. Á þessum
slöðum eru böndin varðveitt."
Meðalgræjur fyrir
popphljómsveit
„Nefndin skilaði nijög greinargóðri
skýrslu og hún var send til fjárveitingar-
nefndar Alþingis. í henni var farið fram
á að fá að kaupa tækjaútbúnað sem
nauðsynlegur væri til að geta komið
málunum í viðunandi horf. Skýrslunni
var visað frá með þeirri yfirskrift að
leysa mætti málið i hljóðritunarstúdiói,
sem bendir til þess að fjárveitingarmenn
hafi alls ekki lesið skýrsluna.
Það sárgrætilega er að tækin sem til
þarf kosta ekki meira en meðalgræjur
fyrir popphljómsveit.
Tækin ein og sér duga auðvitað engan
veginn. Það þarf lika að skapa aðstöðu
til að vinna úr þessum heimildum.
Það sem vantar er stofnun. eða deild í
stofnun. sem vinnur að þjóðháttalegri
rannsókn á islenskri tónlist, í samstarfi
við aðrar þjóðháttastofnanir.
Skilningur fólks á því að hljóðbönd
séu skjöl — dokúment — er ákaflega
lítill.
Þetta eru dýrmætar frumheimildir og
ef einu sinni strokast út af bandi verður
sá skaði ekki bættur, nokkurn tima.
Þess vegna verður að geyma frurn-
gögnin vel varin og vinna eftir afritum.
Og það verður að varðveita allt — það
er ekki i verkahring eins eða neins að
velja eða hafna — þetta á að geyma —
þessu má henda. Það sem mönnum yfir
sést nú getur verið ómetanleg heimild
seinna, um málfar og ýmislegt annað."
Liggur undir skemmdum
„Eins og málum er háttað nú má i
stórum dráttum segja að þau gögn sem
geymd eru á Handritastofnuninni séu
vel geymd, að þvi er geymsluna sjálfa
varðar. Þar er allt sent Hallfreður Örn
hefur tekið upp og nokkuð af öðrum
upptökum. Frágangur á böndunum er
hins vegar fyrir neðan allar hellur. Þessi
bönd hef ég fengið aðafrita.
Það sem geymt er á Þjóðminja
safninu. en þar er til dæntis allt safn
Þórðar Tómassonar. liggur undir
skemmdum. Því hefur verið hent inn i eld-
traustan peningaskáp og þar er það ranglega
geymt á allan hátt. við allt of mikinn hita.
böndin liggja, þau eru of laust
spóluð og svo framvegis. Af þessum
upptökum hef ég mestar áhyggjur en ég
er hræddur um að hluti þeirra sé þegar
skemmdur. Við þessi bönd hef ég ekkert
átt. Það veður ekki bara hver sem er í
þetta efni. Þetta eru frumheimildir og ég
arnir eru
ekki upp-
lestrarljóð -
þeir eru
söngtextar"
hef engan veginn þá aðstöðu að ég geti
átt eitthvað við þær.
1 þriðja lagi eru upptökurnar i Ríkis
útvarpinu. Meira en fjögur ár eru siðan
ég bað fyrst um að fá afrit af þessum
upptökum en enn hefur þaðekki gengið.
í fyrstu var mér fálega tekið, seinna
fékk ég betri undirtektir en engar efndir.
Ég hef skrifað niður og notað allt það
efni sem ég hef komist yfir i rannsóknir
minar, en hér stranda ég þar sem ég hef
ekki fengið aðgang að stórum hluta þess
efnissem tiler.
Ég sætti mig ekki við þær röksemdir
að þetta sé bara aðstöðuleysi."
Skilningur fólks að vakna —
vonandi ekki of seint
„Ég er nú þeirrar skoðunar að
hljóðritunarmál Rikisútvarpsins séu
ekki rétt upp byggð I grundvallar-
atriðum.
Síðan 1968 hefur hljóðskjalavarsla i
Rikisútvarpinu veriði nokkuðgóðu lagi.
Stór hluti af markverðu útvörpuðu efni
siðan þá er varðveitt á geymsluböndum,
fyrir gott framtak Knúts R. Magnús-
sonar.
En eldra efni. bönd og plötur. liggur á
tveimur stöðum úti i bæ og tvennt ógnar
því helst. Annars vegar það. að
dagskrárgerðarntenn og fleiri geta
gengið í frumritin og notað eins og þeir
vilja, en óhöpp geta gerst meðan svo er.
Hins vegar er þaðgeymsluaðstaðan.
Hljóðritanasafn Ríkisútvarpsins er i
Edduhúsinu við Lindargötu. í sama
húsi er prentsmiðja og þar leggur um
húsið alls konar eim, til dæmis af While
Spirit og öðrum leysiefnum. Það segir
mér enginn að þessi efni geti ekki haft
áhrif á böndin. sérstaklega gömlu
„acetat"-böndin, sent ekki hafa verið
afrituð á varanleg geymslubönd. Meiri
hlutinn af öllu því sem þar fyrirfinnst er
í herbergjum með gluggum á móti suðri.
við breytilegt hitastig sem er mjög slæmt
fyrir segulbönd.
Listaverk á opnum svæðum eriendis
hafa skemmst meira á siðastliðnum 40
árum en 400 árin þar á undan vegna
ýmissa efna sem fylgja andrúmslofti
nútímans. Skilningur fólks er að vakna á
þessum málum en það má ekki verða ol'
seint, þegar allt er eyðilagl. Á fyrstu 20
árum útvarpsins var allt efni tekið upp á
stálþráð. Tækin, sem notuð voru til þess,
eru gjörsamlega glötuð og eins og
stendur eru þetta þvi algjörlega glataðar
heimildir. Ég hef þó góða von um að ég
geti komist í samband við aðila sem
gætu leyst þetta vandamál."
„Sorglega lítið sem ég get
gert''
Hvaðer svo til ráða?
„Það þarf að koma upp aðstöðu fyrir
þessa hluti hér á landi. Það er hneisa að
lslendingar skuli ekki sinna þessum
menningarverðmætum. Erlendis eru til
hljóðskjalasöfn og þau hafa með sér
heimssamband. Ég er í nánu sambandi
við það elsta þeirra. Phonograph arkiv i
Vín. Þeir vilja allt gera til þess að
aðstoða okkur við það að koma þessum
málum hérá landi í lag.
Ég ætlaði á ráðstefnu heims-
sambandsins síðasta sumar og leitaði
eftir styrk til fararinnar hjá.ýmsum
aðilum. en fékk engar undirtektir.
Það var skaði að ég komst ekki þvi
likur eru á að hægt hefði verið að koma
ýmsum málum I lag i þeirri för.
Ég byrjaði að huga að þessum
rannsóknum minum 1972-73, en það
er sorglega litið sem mér hefur íekist að
gera á þessum árum.
Það litla sem ég hef gert er bara spónn
i askinn. Eins og ástandið er i dag er
ekkert hægt að gera vegna aðstöðuleysis
fyrst og fremst og vegna þess að það er
ekki til sú stofnun hér á landi sem
beinlinis vinnur að þjóðfræðilegum
efnum og öðru sliku. Það eru hér
nokkrir þjóðháttafræðingar sem hafa
allt of mikið að gera i því sem þeir eru og
hafa hvorki aðstöðu né fjármagn til að
fullnægja þvi sem þeir þurfa sjálfir að
gera, svo það er ekki von að þeir geti
aðstoðað mann mikið i því sem maður er
að gera.
Það er lenska hér á landi að sé
eitthvað nýtt sem þarf að konta á þá
fæst hvorki fjárveiting né leyfi. Það er
forðast i lengstu lög að hafast nokkuð
að."
Sömu
pótentátarnir
„Lýsing Bjarna Þorsteinssonar á þvi
hvernig hann harðist við skilningsleysi
og annað slíkt minnir mig oft á þá
baráttu sem ntaður stendur í núna. Og
þaðeru alveg sömu pótentátarnir i ráða
stöðum nú eins og þá. Min skoðun á ráð
herrum er sú að þeir séu nú þarna
beinlinis til að bremsa allt af en ekki til
að koma hlutum sern eru nauðsynlegir i
framkvæmd.
Þess vegna myndi ég frekar vilja kalla
þá ráðhemla.
Allir hafa ógurlegan skilning á þcssu.
Öllum finnsl þetta bráðnauðsynlegt en
það er sama hver það er. enginn gerir
neitt til að koma neinu í framkvæmd.
Ég hef unnið allt mitt starf I sjálfboða
vinnu og notað hluta af þvi sem próf
verkefni. Niðurstöður niínar á þeirri
þróun sern orðið hefur á þessum gömlu
lögum vöktu mikla athygli í tónlistar
rannsóknardeildinni í Vin. En það er
ekki endalaust hægt að vinna þetta
svona.
Meðan ég var i námi nýlti ég öll
sumur og öll fri i rannsóknirnar en síðan
ég kom heim hcf ég varla getað sinnt
þessu neitt. Það fer allt i brauðstritið og
skuldir.”
Hvaða niðurstöður eru þaðsem vöktu
þessa athygli?
„Prófessorununt þótti merkilegasl að
sjá þá þróun sem ég sýndi fram á i
samanburðartöflu að hefði átt sér stað
eftir að lögin koniu til Islands i lok 16.
aldar. Ég vil meina að sönghefð okkar —
sem er forsómuð hér heima — sé ein
elsta arfleifð sent til er af sönghætti i
Evrópu.
' Hún stendur á merg frá þvi fyrir 1200
og varðveitist frant á þessa öld. Ég
skrifaði vísindaritgerð 1974-75 sem var
gefin úl i sambandi við ráðstefnu unt
svokallaða „bordún"-tónlist, sent einnig
hefur verið til á islandi. Sú tegund
bordún-tónlistar sem Islendingar þekkja
best til nú er sekkjapiputónlistin i Skot
landi en slík tónlist á sér einnig sterkar
ræturá Balkanskaga."
Leynilögregluvinnubrögð
„Bordún-tónlist hefur sannanlega
einnig verið til á Íslandi. 1 danskvæði
sem skráð er 1699 er til dæmis hending
sem endar svo: „Bordúna ei bragna
16. tbl. Vikan 55