Vikan


Vikan - 16.04.1981, Side 62

Vikan - 16.04.1981, Side 62
Fyrir austan, í Þýska alþýðu- lýðveldinu, hefur mikil áhersla verið lögð á endurbyggingu gamalla bygginga. Þýska óperan í Berlín hefur þannig verið algjörlega endurbyggð og þar eru auðvitað fiuttar óperur. Frá Köln Kölnarborg hæfir líkast til best sem upphafsstaður ferða um Rinarlönd. Þar kynnist maður því raunsæi og þeirri rómantík sem einkenna nágranna- byggðirnar. Köln er höfuðsetur Rinarhéraðs, í menningarlegu, efnahagslegu og sögu- legu tilliti. Markús Vipsanius Agrippa stofnsetti borgina árið 38 f. Kr. og 86 árum síðar setti Júlía eiginkona hins fræga Kládiusar borgina undir rómverskan rétt. Hlaut borgin nafnið Kólónía Kládía Ara Agrippinensis og hófst þar með uppbygging Kölnarborgar. Köln var nær því jöfnuð við jörðu i síðari heimsstyrjöldinni, en nú hafa flestar minjar stríðsins verið máðar á brott. Ein af fáum byggingum sem uppi stóðu eftir þann hildarleik er dómkirkjan i Köln. Hún stendur í miðborginni og í næstu götum umhverfis hana er nú að finna þessa skemmtilegu fjölbreytni sern glæðir stórborgir lífi. Ferðist maður með lest eða áætlunar vagni um Rinardalinn hentar að líkindum best að byrja i Köln og fara um Bonn í átt til Koblenz. Síðan gæti verið skemmtilegt aðfara meðfram Moselánni i átt til Trier-borgar. Á leiðinni til baka til Koblenz má svipast um sveitahéruðin norðan eða sunnan Mosel-árinnar. Bindindismenn hafa væntanlega engan áhuga á vinframleiðslu þessara landsvæða, en hinir ættu að láta eftir sér skoðunarferð um einhvern vínbúgarð- inn. Bestu hvítvín í heimi eru brugguð úr vínberjunum sem vaxa við Rín og við Mosel. Grænar flöskur geyma Mosel- vínin en brúnar Rinar-vín. Að lokinni ferðinni um Mosel-dalinn heldur maður aftur til Koblenz-borgar, sem er mótum Mosel og Rinar, og þaðan í austurátt eftir Rínardalnum til borg- anna Mainz og Wiesbaden. Síðan er stefna tekin í suðurátt meðfram Rín allt til Heidelberg. Háskólinn, sem starfað hefur frá 1386, á ekki minnstan þátt í því að Heidelberg er ein skemmtilegasta borg Þýskalands. Skólamenn hafa alltaf drukkið mikið þarna, öðru hvoru hefur slegið í brýnu og menn barist i einvigjum. En skólamenn I Heidelberg hafa líka afkastað gífurlega miklu á visindasviðinu þegar þess hefur verið þörf. Byggingum frá síðustu 500 árum ægir saman i Heidelberg. Umhverfis markaðstorgið i miðborginni ríkir enn nokkurs konar átjándu aldar andrúms- loft, og það er ekki síst að þakka þvi að engin bílaumferð er leyfð þar. Frá Heidelberg gæti maður haldið aftur norður á bóginn til Worms-borgar. Þrenns konar trúarstefnur marka sögu Þýskalands og i Worms mætast þær allar I miklum byggingum sem reistar voru í nafni viðkomandi trúarbragða. Þar stendur ein mesta kaþólska kirkja í Rinarhéraðinu, bænahús gyðinga sent reist var fyrir nær 10 öldum, og það var I Katz-kastalinn var byggður á 15. öld á vegum Jóhanns von Katzenelnbogen í því skyni að tryggja greifanum tollheimtu af þeim sem sigldu eftir Rín. tnáM mestu verið gert við stríðs- skemmdirnar. Svo getur maður slappað af frá öllu veraldaramstri og rennt fyrir silung. Hinum megin við ána sést hvernig vínviðarekrurnar teygja sig upp fjallshlíðina. 6* Vlkan 16. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.