Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 67
Draumar
Allt varð ad
klettum
Kæri draumráðandi.
Ég hef aldrei skrifað þér
áðursvo ég vona að bréfið
lendi ekki í ruslakörfunni. Mig
hefur dreymt tvo drauma sem
mig langar til að fá ráðna.
Éyrri drauminn dreymdi mig í
vetur en hinn seinni partinn í
sumar.
Mér fannst sem ég, pabbi
(hann er dáinn), systir mín og
X værum að fara austur yfir
heiði. Það voru logandi
sígarettur á veginum. Svo
vorum við að fara upp brekku
en þá breyttist allt umhverfð
og það varð að klettum. Ég sá
hús uppi á einum klettinum og
vildi fara þangað svo við fórum
öll. Systir mín sá eitthvað á
stalli og sagðist ætla þangað en
við hin héldum áfram upp. Ég
varð fyrst inn í húsið og eina
sem var inni í húsinu var
skápur. Ég opnaði skápinn og
tók út nagla, skrúfur og alls
konar rusl, hvítan haldlausan
bolla og hring sem stóð J á. Þá
vaknaði ég.
Seinni draumurinn: Mamma
kom og náði í mig og sagði að
ég ætti að koma heim og sjá
hvað hún væri búin að breyta I
herberginu mínu. Ég fór með
henni en þegar ég leit inn í
herbergið mitt var allt fullt af
bljóðfærum og hátölurum. Ég
labbaði alveg inn og þá kom
bróðir minn inn og spurði mig
hvort herbergið væri ekki orðið
flott. Rétt á eftir kom pabbi
inn og ég var alveg æðislega
fegin þegar ég sá hann. Ég
hljóp upp um hálsinn á honum
og þá sagði pabbi að hann vœri
kominn til að kveðja mig. Þá
spurði ég hvert hann væri að
fara og hann sagði: Þú veist
alveg að ég er að fara. Þá fór
ég að gráta og hljóp aftur upp
um hálsinn á honum. Þá tók
pabbi í höndina á mér og lagði
hlut í lófa minn og lokaði
honum aftur. Ég fann að þetta
var giftingarhringurinn hans.
Þá vaknaði ég.
S.L.Þ.
Allt bendir til þess að betri tímar
séu í nánd hvað sjálfa þig varðar
og ýmislegt gerist sem þig hefur
varla einu sinni dreymt um.
Heilbrigði, heimilislán og
vinsældir eru aðaltákn draum-
anna beggja og líklega ekki langt
í það að þú festir ráð þitt.
Draumarnir hafa reyndar báðir
svo til nákvæmlega sömu
merkingu — að gleðilegir
atburðir setji svip sinn á
tilveruna.
Tveir barnavagnar
Kæri draumráðandi.
Mig langar til að vita hvort
þessi stutti draumur táknar
eitthvað. Mér fannst ég vera
hjá vinkonu minni sem við
skulum kalla O. Mér fannst O
vera búin að eignast barn
(sveinbarn). Það var í gömlum
vagni á engum hjólum.
Vagninn var dökkgrænn með
rósum á hliðunum. Þegar ég
leit ofan í vagninn þá lá
drengurinn og horfði á mig,
hann var með stór brún augu
með grænum doppum í. (Ég
get ekki almennilega lýst þeim,
ég hef aldrei séð svo einkenni-
leg augu fyrr.) Barnið var rauð-
flekkótt í framan, sennilega
með hitabólur. Ég sagði við O
að ég gœti reddað henni um
vagn ef hún vildi (mér fannst
endilega að ég ætti 2 vagna).
„Þá getur þú haft þennan vagn
fyrir vöggu, ” sagði ég, en 0
vildi það ekki. Þá fór ég að
þrátta við hana og sagði hennl ' ■?
að hún yrði að fá annan
vagninn, þeir væru svo æðis-;
lega fallegir og ekki gæti hún v- -
farið með barnið út í þessum T
vagni sem engin hjól vœru
undir. En þá vaknaði ég við • • • *
klukkuna. Ég ætla að taka það >
fram að vagnarnir sem mér
fannst ég eiga eru vagnar sem t ■
ég hef séð og oft keyrt og þeir
eru báðir í notkun núna. Með
fyrirfram þökk. v *’
D.K.BJ.
Táknin í þessum draumi eru 4
fremur ruglingsleg en flest
bendir til þess að um einhver
veikindi verði að ræða á heimili'
ykkar vinkvennanna. Varla*
verður of varlega farið I
viðskiptum ykkar við hitt kynið
ef taka á mark á öðrum táknum
þessa draums. Fátt virðist þó
með öllu afgerandi í þeim
málum og því ekki ástæða til að
hafa þungar áhyggjur af
framtíðinni.
Skop
16. tbl. Vikan 67 ,