Vikan


Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 29

Vikan - 01.03.1984, Blaðsíða 29
okkar félaganna og verður það aldrei. Hugsunin er að hafa þarna ódýra bjórkrá og veitingastað. Maturinn verður að standa fyrir sínu. Hérna þarf mikið og gott eld- hús til aö fá rekstrarleyfi fyrir slíkum stað og borgar sig ekki að láta þaö standa ónotað. En við vildum samt ekki vera með þenn- an klassíska veitingahúsamat og höfum verið heppin með kokka — einn franskan og hinir eru íslenskir. Þar eru á ferðinni menn sem þora að nota hráefnið á nýstárlegan máta. Eigandinn seldi lopa- peysur I Berlín vorum viö í rúm sex ár og komum heim smituð af þýskri knæpumenningu. Þar var ein knæpa sem allir Islendingar komu á — Witwe Bolte — eða ekkjan Bolte í þýskri þjóðsögu. Á máli íslendinganna hét það að fara á Boltann, hérna er það núna að fara á Gaukinn. Þetta var enginn gamall íslendingastaður en við bjuggum þar nokkuð nærri og urðum vinir eigendanna, hittumst þar með íslensku blööin og sumir okkar gerðu upp staðinn, máluðu hann og þess háttar. I lokin var eigandinn farinn að selja ís- lenskar lopapeysur. Síöan tíndust við heim um svipað leyti og eftir heimkomuna voru allir skyndilega hættir að hittast. Við vorum óvön diskó- menningunni og vildum geta sest niður, fengið okkur í glas, borðað góðan mat og þess háttar. Eins og að leyfa hass Hér áður var algengt að á ís- lenskum kaffihúsum væru menn með brúna poka að hella út í kaffið sitt og kókið. Kannski er Tröð gott dæmi um stað sem fór illa vegna þessa. Síðan farið var að losa um höftin er þetta liðin tíö. Það er mitt áht að menn drekki sig ekki eins illa fulla af bjórnum, verði ekki jafnslæmir með víni. Maður, sem drekkur bjór, þarf að innibyrða geysilegt magn til þess að verða illa fullur. Enginn er að tala um að leyfa hann til sölu í öllum matvörubúðum en engin rök mæla heldur með því að selja sterka drykki en banna bjór, — þarna er verið að gera það sama og að leyfa hass en banna asperín. Reynslan af Gauknum hefur veriö góð. Fyrst var þetta eins og um væri að ræða síðustu bjórkrús- ina í landinu. Við áttum ekki von á þessari miklu aðsókn og urðum að ráða dyravörð, eins aö setja þær reglur að ekki er selt vín án þess að matur fylgi, nema eftir níu á kvöldin. Smám saman breyttist þetta og núna koma menn bara alveg eins til að fá sér kaffibolla eins og hvað annaö. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir slæmum drykkju- venjum Islendinga — röng löggjöf til dæmis. Fólk á stundum erfitt með að skilja að það þurfi að boröa til þess að fá afgreitt vín á vissum tímum en það verður að vera til þess að ekki verði um óhófsdrykkju að ræða. Vín og bollu er hægt að fá með mat allan - —— IMNINGU ERLENDIS OG . . . I I Fjölskyldan er sest að á íslandi — í raðhúsi að Raufarseli. Þar uppi á baðstofuloftinu innan um suðrænar plöntur í aðhlynningarkúr virtist kjörið að taka fjölskyldumynd. Dæturnar Signý Vala og Unnur Edda, Sveinn Úlfarsson og Sigriður Hrafnhildur Jónsdóttir. Sú síðast- nefnda spurði: „Er þetta konan að baki mannsins?" Við vísum því ákveðið á bug að hafa haft eitthvað slíkt i huga — hrekkleysi er okkar aðalsmerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.