Vikan


Vikan - 01.03.1984, Qupperneq 35

Vikan - 01.03.1984, Qupperneq 35
15 Draumar Frétt um bílslys í síma Kcen draumráðandi. Mig dreymdi tvo drauma fynr nokkru og mig langar að biðja þig að ráða þá fyrir mig. Og hér kemur sá fyrri: Ég fór til Noregs með vinkonu minni og þá komu strákar að heimscekja okkur í búðina sem við vorum í. Við þekktum þá ekki neinn en við fengum okkur íglas og allt í einu datt mér í hug að hnngja i X sem býráH. Ég talaði við hann smátíma og vinkona min líka. Á meðan hann var að tala við hana bað hann hana um að fá að tala við mig aftur. Já, ég tók tólið og þá sagði hann við mig að Z hefði lent í bilslysi og dáið. Eg trúði honum ekki og sagði þá: Þú lýgur. En hann sagði að þetta vceri alveg satt. Eg henti tólinu i vinkonu mina og kastaði mér i rúmið og grenjaði og þá vaknaði ég- Seinni draumurinn: Ég var heima hjá mér og þá hringdi síminn. Eg svara og þá er Þ, bróðir Z, í símanum. Þ segir að Z hafi beðið hann um að hringja í mig og segja mér að hann hafi lent i bílslysi og sé dáinn. Eg var mjög sár en sagði ekkert. Þá spurði hann hvort ég cetlaði ekki að koma. Jú, segi ég, eins fljótt og ég get. Eg hringdi á leigubíl þvi að það var klukkutíma keyrsla þangað. Þegar við komum þangað faðmaði ég foreldra hans, sem ég hef aldrei séð áður, og bróðir hans sagði: ég sam- hryggist ykkur öllum. Svo settumst við öll inn i eldhús og töluðum saman. Svo sagðt Þ, bróðir Z, við mig: Þú mátt sofa inni í herberginu hans Z. Eg sagði þá: Já, allt i lagi. Þá sný ég mér að vinkonu minni og segi að hún megi sofa hjá mér ef hún vilji. Ég fer inn í herbergi og hátta mig. Þegar ég er háttuð kemur vinkona mín og leggst vtð hliðina á mér. Við gátum ekki sofnað og töluðum saman allt kvöldið. Um morguninn fórum við svo á fætur. Þá bað ég Þ um að fá að sjá likið og hann segir: Allt i lagi, og við keyrum af stað. Við stoppuðum i sjoppu á leiðinni og keyptum okkur eitt- hvað að borða. Þá kynnti Þ fyrtr mér fyrrverandi kærustu Z en sagði ekki nafnið. Svo var ég bara allt i etnu komin heim og vaknaði. Eg vona að þú birtir þessa drauma fyrir mig. Með fyrtrfram þökk fyrir birtinguna, Ein sorgmædd. Draumarnir eru báðir alveg sérlega farsælir, það er varla hægt að óska vinum sínum betra en að deyja í draumi, það er nefnilega talið boða langlífi hins látna. Sennilega er draumurinn fyrir- boði einhverra frétta eða heim- sóknar einhvers sem er í ein- hverri fjarlægð og sá eða sú gerir sér ansi títt um þig og er sérlega forvitin(n). Heillatákn eru mörg á lofti og eitthvert rót gæti komið á þína tilveru en það verður frekar til góðs en ills. Draumanöfnin eru mjög góð, flest og jafnvel öll tákn benda til að þú eigir góða vini, góða að og lifir mjög gleðilegu lífí. Grátur er eitt besta tákn sem hægt er að fá í draumi. Það er þó rétt að taka fram að alltaf þegar bílslys kemur fram í draumi er ástæða til að benda fólki á að fara mjög varlega í allri umferð og með öll farartæki. Það gæti jafnvel verið hyggilegt að varast langar bílferðir. En í draumum sem í er svo mikið af heillatáknum er alveg ástæðu- laust að sjá neitt misjafnt þó eitt tákn sé erfítt. Hins vegar ætti maður alltaf að taka mark á aðvörunum í draumi, það sakar ekki þó að draumarnir séu góðir. Úrval EYKUR VÍÐSÝNIÞÍNA ASKRIFTARSÍMINN ER 27022 Brotin tönn og kónguló Kæri draumráðandi. Okkur langar að biðja þig að ráða fyrir okkur tvo drauma. Sá fyrri er svona. Mig dreymdi að ég væri búin að gifta mig (en ég er ógift) og einhverra hluta vegna varð það að gerast. Eundinn var handa mér strákur til að giftast. Við elskuðum bceði aðra aðila en þó sættum við okkur viðþað að gift- ast. Eg var alklædd í hvítt og með slöngulokka. Þennan dag brotnaði í mér tönn og var ég með mikið kul i brotinu sem eftir varð, síðan vaknaði ég. Seinni draumurinn er svona. Mig dreymdi að ég sœti og var ég djúpt hugsi og horfði niður á gólf. Kom þá i Ijós kónguló og lyfti ég upp fótunum. Komu svo alltaf fleiri og fleiri í Ijós uns þær voru orðnar sjö. Þessar kóngulœr voru mjög óvenjulegar þvi þær voru litskrúðugar. Siðan strauk ég vinstri fæti undir hægri fót og fann ég þá að ein kóngulóin var búin að spinna vefvið löppina á mér og þurfti ég að beita hörku til þess að slíta hann frá mér og þar með var draumurinn búinn. B- ogj. Fyrri draumurinn er fyrir ein- hvers konar missi, jafnvel vina- missi (þarf ekki að vera dauðsfall þó) og jafnframt í því sambandi einhverjum sigri (draumanafnið á brúðgumanum). Þrátt fyrir erfið tákn sem tvímælalaust boða þerinan missi má því ætla að þetta verði annaðhvort til góðs eða ef um dauðsfall er að ræða þá sé það endir á löngu veikinda- stríði. Þetta mætti kalla já- kvæðan draum um neikvætt efni. í seinni draumnum er heldur betur ábatavon og jafnvel rífandi peningar. í kringum þá er tals- vert bjástur, öfund og jafnvel samkeppni og þú þarft að rífa þig út úr draumaheimi og beita miklu raunsæi til að valda mjög óvenjulegri stöðu. Draumurinn bendir til að þú getir það vel og þá er bara að kunna að njóta góðu daganna. Amma og langur stigi Kæn draumráðandil Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Það var þannig að mér fannst ég vera stödd úti í skógi. Svo heyrði ég að amma var að kalla á mig (amma er dáin). Eg fór til hennar og settist hjá henni við stórt tré. Svo sagði amma mér að sjá allt fólkið (ég þekkti þetta fólk ekki). Eg sá það en fólkið gat ekki séð okkur ömmu. Amma bað mig um að koma með sér niður stiga (þetta var mjög brattur og langur stigi'). Eg vildi ekki fara niður en þorði samt ekki að segja það við ömmu. Ég leiddi ömmu að stiganum. Þegar við vorum komnar að honum fannst mér ég hrinda ömmu eða detta á hana, en hún datt ekki. Og við það vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein áhyggjufull. Þessi draumur er hreint ekki eins afleitur og dulnefnið, sem þú kýst þér, gefur til kynna að þú teljir. Vissulega eru í honum leiðindatákn, ferðin niður stigann, sem er þér svo á móti skapi, merkir samkvæmt hefð- bundinni ráðningu að þú munir missa eitthvað (venjulega eitt- hvað veraldlegt, hlut eða eitt- hvað þér hagstætt) og samskipti ykkar ömmu þinnar benda til þess að þú megir athuga þinn gang í lífinu, sért kannski ekki á réttri leið. En ýmislegt í draumn- um bendir einnig til þess að í þínu lífi séu að verða umtalsverð- ar breytingar til batnaðar, jafn- vel svo að hægt sé að kalla algjöra kúvendingu. Þú skalt sem sagt hugsa út í einstaka þætti lífsins og athuga hvort eitthvað má bet- ur fara. Þú gætir þurft að færa einhverja fórn, glata einhverju sem þér þykir mikilvægt núna eða brjóta odd af oflæti þínu, en margt bendir til þess að það muni leiða þig á mjög góða braut. 9. tbl. Víkan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.