Vikan


Vikan - 07.02.1985, Page 6

Vikan - 07.02.1985, Page 6
Um og upp úr miðbiki 19. aldar voru miklir ólgutímar í Evrópu, bæði í stjómmálum og í heimi vísinda og iðnaðar. Heimssýningar voru nær því árlegir viðburðir og voru þær oftast haldnar í London eða París sem varð að lokum hlutskarpari þar sem hún bauð upp á stór auð svæði nánast í hjarta stórborg- arinnar. Þótt Eiffel-tuminn væri tvímælalaust aöal- aðdráttarafl heimssýningarinnar 1889 átti lítill viðburður eftir að draga mikinn dilk á eftir sér. Emile Levassor uppgötvaði þar mót- orinn sem Benz og Daimler kynntu en þeir höfðu fullkomnað hann frá 1886. Levassor fékk framleiðsluleyfi fyrir mót- ornum fyrir firmað Panhard og Levassor sem hóf framleiðslu bensínbifreiða. Eftir sjö ára hlé á bílaframleiðslu Frakka var fyrsti bíllinn seldur einkaaðila 1891 og var bíllinn þar með orðinn að söluvarningi sem hann hefur verið æ síðan, með öllum þeim „nátt- úrulögmálum” sem því fylgja. Risar hafa vaknað til lífsins og ríkt í öllu sínu veldi en hafa svo fallið fyrir miskunnarlausum markaðslögmálum. Við höfum ófá dæmi um „útdauðar risaeðlur” í sögu franska bflsins sem, eins og „dynosaur- arnir”, urðu að víkja fyrir sér langtum smærri dýrum sem áttu hægara með að aðlagast breyttum aðstæðum. Urðu margir glæsivagnar að víkja fyrir smærri bflum sem fylgdu betur eftir breyttum kröfum hins endanlega dómara, kaupandans, og ölduróti alþjóðlegra efnahagsmála. Þrír meginorkugjafar börðust lengi um yfirráðin: gufan, bensínið og rafmagnið. Allir vita hver varð ofan á en ekki er víst að sá sigur sé endanlegur. Orðið „chauffeur” (bílstjóri — bein þýðing) kyndari er enn í fullu gildi í franskri tungu en það er frá tímum gufuvélanna. Margir fram- leiðendur, svo sem Amedée Bolee, Albert de Dion og Serpollet, héldu lengi tryggð við gufu- aflið. Bifreiðin sannaði æ betur gildi sitt í ýmissi þrekrauninni: Peugeot náði að fylgja eftir hjólreiðamönnum í París-Brest keppninni 1891 sem þótti merkilegt afrek; Panhard ók 1893 frá París til Nice við aðstæður sem þóttu mjög óhagstæðar. Árið 1895 stofnaði Albert de Dion fyrsta bílaklúbb sögunnar: „L’Automobile-Club de France”, og sama ár var efnt til fyrsta skipu- lagða kappakstursins, frá París til Bordeaux og til baka. 1898 var haldin fyrsta bflasýningin í heimi í Tuiliersgörðunum í París og þótt Frakklands- forseta fyndist lítið til þessara farartækja koma, „ljótra og illa lyktandi”, sýnir sú staðreynd að 77 framleiðendur tóku þátt í henni hversu ásókn bílsins var afgerandi í lok aldarinnar. Tvær vel þekktar konur úr samkvæmislífi Parísar fengu ökuleyfi þetta sama ár, 1898, enda var bfllinn óðum að komast í tísku. Fallegur endahnútur var svo bundinn á þennan fyrsta kapítula í sögu bflsins er Belg- inn Jenatzy ók fyrstur manna yfir 100 km/klst. hraðamarkið 1899 á rafknúnu furðu- farartæki sínu sem líktist einna helst eldflaug og uppnefnt var „Aldrei ánægð”. LATIL 1899: Fyrsti framhjóladrifni bíllinn. Vélin lá þversum, yfirbyggingin var heilsteypt. LEON BOLLÉE 1896: Leon Bollée smíðaði þríhjól í klukknabræðslu föður síns 1896 en breytti því í þríhjóla bíl 1899. Einstrokka fjórgengisvél með loftkælingu, 30 km hámarkshraði. 6 Vlkan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.