Vikan - 07.02.1985, Page 7
AUDIBERT—LAVIROTTE 1898:
Sigurvegari í Nice—La Turbie
kappakstrinum 1898 og þriðji í
Monte-Carlo keppninni sama
ár. Tveggja strokka vél, fjög-
urra gíra með skiptingu við
stýri, keðjudrifinn, 1400 kg.
RENAULT 1898: Fyrsti bíllinn
sem Renaultbræður smíðuðu.
Hann var búinn de Dion-
Bouton einstrokks vél, vó
aðeins 250 kg og náði 32 km
hraða. Hann var búinn mörg-
um tækninýjungum, svo sem
beinskiptum gírkassa.
JENATZY „Jamais Contente"
1899: Þessi straumlínulaga
„eldflaugar"bifreið náði 105,85
km hraða á klst. í Achere 29.
apríl 1899 og ók hr. Jenatzy þar
fyrstur manna yfir 100 km
hraða á stuttri braut (1 km) en
vitanlega þótti slíkur hraði
ævintýralegur og hefði hvergi
verið liðinn á almennum
akvegum. Hraðamet þetta var
ekki slegið fyrr en 1902 er
Fournier ók Mars bíl á 122,25
km. Tveir rafmótorar sem
mátti raðtengja og fá þannig
með samsíðatengingunni 6
mismunandi gangtegundir en
hámarkshraði bílsins var um
120 km.
6. tbl. Vikan 7