Vikan


Vikan - 07.02.1985, Page 8

Vikan - 07.02.1985, Page 8
Húsbúnaðarhugmyndir: Stigar í ný og gömul hús Það getur haft mikið að segja fyrir heildarsvipinn að stigar séu fallegir og að þeir falli vel inn í þann stíl sem er á húsinu.____________________________________________________________________________________________________ Það er svo sannarlega hægt að láta ímyndunaraflið njóta sín þegar kemur að því að velja stiga í nýja húsið_ eða þegar gömul hús eru gerð upp. Við sýnum hér nokkrar góðar hugmyndir af þvi tilefni. Þessi stigi þarfnast mikils rýmis. Hann er úr brasilískri furu og plexígleri. Djörf hönnun af þessu tagi kemur fólki oft skemmtilega á óvart. Hér voru tröppurnar vel nýtanlegar en handriðið ónýtt. Til þess að yfirbragðið yrði léttara var valið handrið úr smiðajárni með léttu mynstri. Góð lausn í barna- herbergi þar sem pláss er lítið. Rúmið er haft á palli sem myndaðist yfir ganc inum framan við her bergið. Stiginn er mjór, léttur álstigi sem tekur ekki meira pláss en þarf. 8 Vlkan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.