Vikan


Vikan - 07.02.1985, Síða 17

Vikan - 07.02.1985, Síða 17
strax áriö eftir hófst farþegaflug um hann. Þá lauk heimsstyrjöldinni fyrri og mikið af flug- vélum uröu allt í einu verkefnalausar. Tveir herflugmenn, Plesman og Hofstee, gerðu sér fljótt grein fyrir að í þessu lá nokkur vaxtar- broddur (svo notað sé tískuorðalag) og beittu sér fyrir fyrstu flugsýningunni í Amsterdam sem varð býsna fjölsótt. I beinu framhaldi af því var svo flugfélagið KLM stofnaö og var téöur Plesman fyrsti framkvæmdastjóri þess. Schiphol varð athafnasvæði KLM og síðan hafa þessi tvö nöfn verið óaðskiljanleg. 1 maí 1920 hóf KLM reglubundiö áætlunarflug til London, þrisvar í viku, með opinni tveggja farþega tvíþekju (engin flugfreyja!). Enn er Schiphol í fullu gildi og ríflega það því hann hefur verið útnefndur besti flug- völlur í heimi — nú síðast í atkvæðagreiðslu lesenda tímaritanna Business Traveller og Executive Travel. Einnig í innanfélagskönn- un Alþjóðasamtaka flugfarþega (Intemation- al Airline Passenger Association). Það gefur augaleið að flugvöllurinn og flugstöðin sem De Havilland DH9 flugvélar KLM notuöu þama í upphafi var töluvert annað fyrirbæri en það sem er núna í notkun. Og það er ekki eðlileg þróun ein sem þar hefur veriö að verki. í maí 1940 hóf þýski flug- herinn árásir á völlinn og hélt þeim áfram í ár eða svo en þá tóku bandamenn viö með árásum í þrjú ár samfleytt. Þegar stríðinu lauk stóð ekki steinn yfir steini á Schipholflug- velli. En Hollendingar voru fljótir að hefja endurreisn Schiphol og í júlílok 1945 lenti fyrsta farþegaflugvélin á vellinum eftir stríð. Um haustið voru allar flugbrautir vallarins orðnar starfhæfar og KLM gat aftur farið að þenja út brjóstkassann. Það fer svo sem ekki fram hjá neinum sem á rólega stund í flugstöðinni á Schiphol nú til dags að það er KLM sem „á pleisið”. Merkin eru víða og inn af svölunum uppi yfir transit- salnum eiga lúxusfarþegar KLM sína sér- stöku hvíldarsvítu sem öðrum er lokuð. En það eru líka einu forréttindin sem hægt er að benda á í fljótu bragði því öllum sem leið eiga um þessa flugstöð er jafnvel tekið, óháð því hvaða flugfélag verður fargjaldanna aðnjót- andi. Enda varla um annað aö ræða, svo mikil skiptiflugstöð sem Schiphol er, við- komustaður 65 áætlunarflugfélaga. Þaöan má komast til allra viðkomustaða að heita má og öll þjónustan er í einni aðalbyggingu. Amar- flug er núna eini íslenski aöilinn sem hefur áætlun á þennan flugvöll og hefur einmitt stflað áætlun sína á að farþegar héðan að heiman nái morguntengingunni frá Schiphol til annarra viðkomustaða, og bíður svo þar til megnið af síðdegistengingunum er komið þangað aftur. Það er jafnvel mögulegt fyrir þann sem á snöggt erindi í Amsterdam að fara út að morgni, ljúka erindinu og koma aftur heim að kvöldi. Hvað flugtímann snertir er þetta álíka og að skreppa upp í Borgarfjörð héðan úr Reykjavík. Við fyrstu kynni kemur flugstöðin þannig fyrir sjónir að hún sé kyrrlát og þægileg. Þó vantar ekki að þar sé hægt aö hafa ofan af fyrir sér með ýmsu móti; verslanir eru þar um fjörutíu talsins með fimmtíu þúsund Staldraö við á vinsælustu flugstöð heimsins — fjóra metra undir sjávarmáli Texti: Sigurður Hreiðar Myndir: Schipholflugvöllur vörutegundir eða ríflega það og margar Jæirra á mjög hagstæðu fríhafnarverði (sem er meira en hægt er að segja um blessaða fríhöfnina okkar í Keflavík um þessar mundir). Þeir sem eru í viðskiptaerindum geta fengið fundarherbergi og jafnvel ráðstefnusali innan flugstöðvarinnar — eða veislusali ef þeir kjósa þaö heldur. Þeir sem þurfa að bíða eftir framhaldsflugi geta leigt sér klefa innan flugstöðvarinnar til aö leggja sig í og þannig má lengi telja. Þar að auki hafa forystumenn flug- stöðvarinnar hugsað eins og forráðamenn Landsvirkjunar um að „anna umframorku- getuþörfinni” eins og einhver orðaði það og hafa „umframgetu” til að anna 18 milljónum farþega á ári þótt nú komi þar aðeins um tíu milljónir árlega. Þetta gerir það aö verkum aö allir hafa nóg olnbogarými og komast greitt og fljótt að — bæði búðum og börum og ööru því sem hugurinn gimist. Og vilji maður láta stjana viö sig er fínn og góður veitinga- staður á efstu hæð — nokkum veginn eða alveg yfir sjávarmáli. KLM hóf áætlunarflug milli Schiphol og London á eins hreyfils tvíþekju, De Havilland DH9, sem tók tvo farþega. KLM hafði flugvél- ina á leigu. Flugvöllurinn og flugstöðin eyði- lögðust í heimsstyrjöldinni síðari. En endurreisnarstarfið hófst þegar er styrjöldinni lauk og framan af fór öll afgreiðsla fram í bráða- birgðahúsnæði á jaðri flugvallar- ins. Viðkomustaöur 65 áætlunarflugfélaga 6. tbl. ViKan 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.