Vikan - 07.02.1985, Síða 26
VÍDEÓ- VIKAN
Hangar 18
(Flugskýli 18)
Mannaðar geimferjur eða geim-
skutlur, eins og loftför þau eru
kölluð sem notuð eru til að kanna
hin ytri loftlög og koma
gervihnöttum á braut umhverfis
jörðu, eru löngu orðnar að
veruleika. Eitt sinn voru slíkir
gripir hluti af ímyndunarafli
höfunda vísindaskáldsagna.
Þessi mynd hefst á því er áhöfn
einnar geimferju nútímans er að
koma fyrir gervitungli úti í geimn-
um. Hún verður fyrir því óhappi
að missa einn af mönnunum út í
geiminn og samtímis rekst gervi-
tunglið á loftfar, eitt af þeim sem
ýmsir telja sig sjá af og til hér á
jörðu niðri.
Eftir óhappiö er áhöfn geim-
ferjunnar skipaö að snúa við til
jarðar. 1 stjórnstöð geimferjunnar
á jörðu niðri verða menn varir við
óþekkta loftfarið sem var í návist
geimferjunnar.
Þegar flugmenn geimferjunnar
koma úr ferðinni taka þeir að
grennslast fyrir um hvort stjórn-
stöðin hafi orðið vör við það sama
og þeir, en fá engin svör.
Hins vegar verður maður
nokkur á ferð í bO sínum vitni að
því er geimfar lendir á jörðinni og
tilkynnir það til lögreglunnar.
Hæstráðendur í bandaríska flug-
hemum láta kanna sannleiks-
gildið og senda þyrluflugmenn til
staðarins sem hafði verið gefinn
upp sem lendingarstaður. Þeir sjá
greinilega óþekktan hringlaga
hlut úr þyrlunni og hverfa frá til
að gefa skýrslu.
I stjómmálalífinu er það að
Byggð á sögu Tom
Chapman og James L.
Conway.
Framleiðandi: Charles E.
Sellier jr.
Leikstjóri: James L.
Conway.
Tónlist: John Cacavas.
Aðalleikarar: Gary Coll-
ins, Robert Vaughn,
James Hampton, Philip
Abbott, Joseph
Campanella og Pamela
Bellwood.
gerast í sömu andrá að kosningar
til forseta standa fyrir dyrum og
ekki þykir heppilegt að vekja for-
vitni landsmanna með
furðufréttum af lendingu loftfars
utan úr geimnum. Það er því allt
reynt til að þagga málið niður.
Hið óþekkta loftfar er síðan
tekið og flutt til geymslu í flugskýli
18 — og þar er sögusvið mynd-
arinnar að mestu leyti eftir það.
Og nú hefst rannsókn á loftfarinu
og þar finnast menn sem eru
fluttir til rannsóknar og kemur þá
í ljós að þeim svipar að mestu til
manna nútímans.
Þessi mynd er í mörgu ólík
öðrum myndum af þessum toga
því hér er byggt á öðrum hug-
myndum, sem sé þeim að hið ó-
þekkta geimfar og önnur, sem
jarðarbúar þykjast verða varir
við af og til, séu frá okkur jarðar-
búum sjálfum komin. Eru þau
kannski að „skila sér” til baka. . ?
Sagt er að um það bil tíu af
hundraöi allra þeirra furðuhluta
sem í Bandaríkjunum flokkast
undir „óþekkt” fljúgandi loftför
séu skilgreind sem „óútskýrð” af
opinberum aðilum. Þetta
staðfestir að mikill meirihluti
Bandaríkjamanna trúir því að
óþekktir furðuhlutir eigi viö rök að
styðjast, séu til í raun og veru.
Kvikmyndin Hangar 18 er ein-
mitt um þess konar atvik, þar sem
almenningur fékk loks eitthvað á-
þreifanlegt — og trúlegt að auki.
— Og hvað hefur ekki skeð á
þróunarskermi vísindanna?
Sannleikurinn um
Jacqueline Bouvier Kennedy
JAMES
(NNLEIKURINN UM...
IÍN£I
ROD T/fLOR • STEPHEtiEj
iSLENSKUR TEXTI
Leikstjóri: Steven
Gethers.
Framleiðandi: Louis
Rudolph.
Hljómlist samin af Billy
Goldenberg.
Aðalleikarar: Jaclyn
Smith, James
Franciscus, Rod
Taylor, Stephen Elliot,
Claudette Nevis og
Donald Moffat.
Um John F. Kennedy, fyrrver-
andi forseta Bandaríkjanna, hafa
verið gerðar kvikmyndir og þær
margar. Það hefur hins vegar
farið minna fyrir kvikmyndagerð
um konu hans og fyrrverandi for-
setafrú, Jacqueline Bouvier. Nú
er búið að bæta úr því með því að
gera kvikmynd um þessa víð-
frægu konu sem enn er í sviðsljós-
inu.
Þessi mynd, sem er frábær
heimildarmynd um uppruna og líf
forsetafrúarinnar fyrrverandi, er
nú komin á myndbönd hér og er
gefið heitið Sannleikurinn um
Jacqueline Bouvier Kennedy.
Þetta er glæsimynd um glæsi-
lega konu og atburðaríkt líf henn-
ar allt frá barnæsku. Myndin hefst
á því þegar foreldrar hennar
standa í stórræðum vegna skilnað-
ar. Jacqueline var mjög hrifin af
föður sínum. Gallinn var hins veg-
ar sá að faðirinn, Mr. Bouvier, var
ekki við eina fjölina felldur þegar
áreiðanleikinn var annars vegar
en sló um sig í f jármálum og hélt
sig ríflega á yfirborðinu.
Jacqueline varð að sætta sig við
að vera í umsjá móður sinnar og
stjúpföður og var send í skóla, þar
sem hún reyndi hvað hún gat að
fara sínu fram þótt það væri oftar
en ekki á skjön við reglumar.
Jacqueline trúlofast ungum
manni en hittir hinn framgjama
John Kennedy fljótlega eftir það
og slítur trúlofuninni til að giftast
honum. Hún stígur síðan inn í
Hvíta húsið með manni sínum árið
1961.
1 myndinni er fjallað um ýmis-
legt það sem henni viðkom sem
forsetafrú, þar á meðal hvemig
hún lét „greipar sópa” við endur-
nýjun innandyra í Hvíta húsinu og
kom því í nýtískulegra horf. Einn-
ig lýsir myndin einkar vel skap-
ferli hennar og sjálfstæði í flestu
því sem varðaði framkomu og
framsögn við opinber tækifæri.
Það kemur glöggt fram í mynd-
inni hve vinsæl hún var sem for-
setafrú þegar þau forsetahjónin
fara saman í ferðalag til Frakk-
lands. Við komuna þangað og mót-
töku á flugvellinum var hrópað:
Jacqueline, Jacqueline en ekki
Kennedy. — Enda sagði forsetinn
við eitthvert tækifærið í þeirri
ferð: „Ég hef haft einstaklega
gaman af því að vera í fylgd konu
minnar.”
Stuttu eftir heimkomuna frá
Frakklandi fóru þau hjónin í
ferðalagiö afdrifaríka til Dallas í
Texas. Það var í nóvember árið
1963. Varla þarf að rekja hvað þar
gerðist, svo mjög sem um dauða
Kennedys forseta hefur verið rit-
að.
Jaclyn Smith, sem leikur for-
setafrúna, er þekkt andlit úr sjón-
varpinu vestanhafs. Hún var kosin
fegursta konan í Bandaríkjunum
árið 1982. — En það allt og meira
til sjá þeir sem ná sér í myndband-
ið meö kvikmyndinni um Jacque-
line Bouvier Kennedy.
26 Vikan 6. tbl.