Vikan


Vikan - 07.02.1985, Síða 29

Vikan - 07.02.1985, Síða 29
Jesper Sörensen og Merete Hachman vöktu svo sannarlega hrifningu þeirra sem mættu á jóla- böllum Dansskóla Hermanns Ragnars um síöustu jól. Þau voru eins og smækkuö útgáfa af dans- pari í heimsmeistarakeppni í sam- kvæmisdönsum — eins og eitt af pörunum sem viö sjáum af og til í íslenska sjónvarpinu nema hvað Jesper er þrettán ára og Merete aöeins tíu. Þrátt fyrir þennan unga aldur fóru Jesper og Merete létt með að svífa inn á gólfiö á Hótel Sögu. Þau eru frá Kaupmannahöfn, byrjuöu í barnadönsum þriggja ára gömul og hafa unnið til margra verðlauna. Þau keppa í unglingaflokki, 11—13 ára, og uröu Kaupmannahafnarmeistarar í suöur-amerískum dönsum stuttu áður en þau komu hingað til aö skemmta nemendum dansskól- ans. I Evrópukeppni unglinga, sem haldin var í Stokkhólmi fyrir skömmu, lentu þau í fimmta sæti þrátt fyrir að þau væru að keppa þar í fyrsta sinn og Merete þar að aukí yngsti keppandinn. En það voru ekki aðeins þaul- æfðir dansar sem dansparið bauð upp á. Um kvöldið, þegar eldri nemendur skólans mættu, var boðið upp á litla uppákomu. Með- limir Mezzoforte, sem voru á staðnum, eru í miklu uppáhaldi hjá þeim og fengu smáþakklætis- vott þegar parið skellti sér í dans undir einu laganna af nýjustu plöt- unni þeirra — án þess aö hafa heyrt lagið áður. Engin furöa þótt litlu nemendumir um daginn, sem voru frá þriggja ára, heyrðust segja: Ég vil vera svona eins og þessi. 6. tbl. Vlkan 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.