Vikan


Vikan - 07.02.1985, Page 30

Vikan - 07.02.1985, Page 30
Einkaafmælisspá fyrir hvern dag vikunnar 7. febrúar: Afmælisbam dagsins hefur eðli grúskara og rannsóknarmanns. Vísindi eru því mjög hugstæð og það leitast við að skilgreina út í æsar allt sem á vegi þess verður. Hlédrægni er því í blóð borin en jafnframt hlýtt hjartaþel svo vinir laðast að því fremur en hitt. Hætt- an er sú að afmælisbarn dagsins gangi of langt í skilgreiningum sínum á eðlisþáttum vinanna og átti sig ekki á því að mannshug- urinn hefur meiri möguleika en nokkurt tæknilegt fyrirbæri. Þetta leiðir jafnframt til nokkurrar böl- sýni hjá afmælisbarninu þar sem það teíur allt sem ekki er hægt að setja upp í kerfi og hluta niður í markvissa búta vera hverfult og óstöðugt og treystir því ekki. Það leiðir að líkum að öll kerfis- bundin rannsóknarstörf láta þessu afmælisbarni best. Það ætti helst að snúa sér að verkfræði, tæknifræði eða tölvufræði, eða þeim vísindum sem auðveldast er að setja upp í kerfi og rannsaka á formfastan hátt. Hið skilgreinandi eðli afmælis- barnsins í dag gerir það að verkum að það lætur tilfinning- arnar aldrei hlaupa með sig í gönur. Það, ásamt tilhneigingu þess til að skilgreina til hlítar hvaðeina sem á vegi þess verður, leiðir tU þess að fólk mun álíta það tilfinningalega kalt. Það er rangt, afmælisbarnið hefur einmitt mjög ríkar tilfinningar og þegar það hefur skilgreint sig til vináttu viö einhvern þarf mikið til að hrófla við því. Könnunareðlið leiöir til þess að ástalífið hefst snemma. Trygg- lyndið verður til þess að afmælis- barnið velur sér framtíðarmaka á ungum aldri og heldur við hann farsæla tryggð uns yfir lýkur, enda er afmælisbarnið mjög heimakært og vinnur heimili sínu af heilum hug. Heilsufarið er yfirleitt fremur gott og lítið um tilfallandi kvilla. Þó ættu þeir að gæta að fótum sínum sem eru kannski ívið þybbnari en gott þykir. Happatölur eru 7 og 8. 8. febrúar: Einkenni þess sem á afmæli í dag er óvenjuleg námsgreind. Hann hefur líka óvenju sterka rétt- lætiskennd, svo sterka að hún getur á köflum kallast ósveigjanleg. Almennt eru afmælisböm þessa dags félagshneigð og hafa ánægju af aö starfa í félögum en engu að síður eru sum þeirra hlédræg og hafa sig lítt í frammi. Þau verða gjarnan það sem kallað er „vinnu- dýr” í félögum — en einmitt það á mjög vel við þau og þar njóta þau sín. Fólki dagsins hentar vel að vinna við áþreifanlega hluti, svo sem smíðar og annað það sem á- kveðið efni þarf til í ákveðnum mæli. Það er mjög hagsýnt, nýtir vel bæði efni og tíma í vinnu sinni, og á erfitt með að umbera hirðuleysi og slóðaskap. Það er of félagslynt til þess að kunna við sig eitt í starfi og gjarnan of hlédrægt og hógvært til þess að henta vel sem yfirmenn. Þeir sem fæddir eru í dag eru líklegir til að efnast vel. Þó getur gengið á ýmsu áður en það verður og stundum hættir þessu fólki til að gleyma sannleiksgildi þeirra orða að „það kostar peninga að græða”. Félagshneigð afmælis- barnsins kann og að leiða til þess að það velji sér ekki viðskipta- nauta sem skyldi og fái oftar en einu sinni að súpa seyðið af því að ekki eru allir jafnáreiðanlegir og það sjálft. Ástamálin geta orðið býsna fjölskrúðug og litrík þar sem fyrir- varalítið skiptast á brunafuni og nístingskuldi. Oftraust afmælis- barnsins á öðrum getur leitt til ýmiss konar vandamála á þessu sviði sem öðrum en félagshneigð og elja afmælisbarnsins valda því að það er í rauninni mjög trygg- lynt að eðlisfari. Hentast væri því að leita sér lífsförunautar í hópi þeirra sem eru talsvert eldri en það sjálft og mun vel fara ef réttur maki finnst. Almennt séð er afmælisbarn dagsins mesti þrekskrokkur en þó væri því rétt að leggja ekki vís- vitandi of mikið á hjarta og æða- kerfið. Happatalan er 8. 9. febrúar: Sá sem fæddur er í dag hefur góðar, hagnýtar gáfur og gaman af hvers konar vangaveltum, hvort heldur um er að ræða á- þreifanlega hluti eða óáþreif- anlega, og getur oft komið auga á ýmislegt sem öðrum finnst ekki liggja í augum uppi. Hins vegar er viðbúið að hann eigi í dálitlum bágindum með að notfæra sér gáfur sínar. Sjálfsagi er af- mælisbarni dagsins mjög nauðsynlegur ef það ætlar að nota gáfurnar. Félagslynt er afmælis- barnið í eðli sínu en á stundum erfitt með aö aðlagast hópnum þótt fullur vilji sé fyrir hendi. Hvers konar tæknileg og verk- fræðileg störf, þar með taldar smíðar af ýmsu tagi og skipulags- vinna, svo sem húsateikningar og annað af því tagi, gætu hentað börnum dagsins mætavel. Þar getur hyggjuvitið og frumleikinn fengið að njóta sín ásamt út- sjónarseminni sem er aðalsmerki afmælisbarnsins. Það á auðvelt með að vinna eitt út af fyrir sig ef það hefur náð tökum á sjálfsag- anum en getur líka lukkast prýðilega við verkstjórn eða yfir- umsjón á vinnustað. Líklegt er að fjárhagur þess sem á afmæli í dag verði oftast bærilegur og stundum mjög góður ef vel til tekst. Ekki er víst að afmælisbarnið eignist nokkum tíma maka eða finni hjá sér þörf til þess. Það hefur gjarnan ekki mikla ásthneigð og orkar alla jafna meira á hitt kynið en það á af- mælisbarnið. En ef ástin grípur afmælisbarn dagsins á annað borð verður hún að meiri háttar báli og líklegast aö hjónabandið verði hamingjusamt. Heldur er fólk dagsins veikbyggt, án þess þó að vera heilsuveilt. Ef það gætir þess að ætla sér ekki um of mun allt verða með felldu á því sviði. Happatölur eru 9 og 8. 10. febrúar: Fólk fætt þennan dag er aðlaðandi og einlægt. Það er þolin- mótt, einbeitt og á auðvelt með að ávinna sér virðingu og vináttu samferðamannanna. Það hefur mikið mannvit, er ríkt af skilningi á öðru fólki og á auðvelt með að setja sig í þess spor. Nokkurrar tilhneigingar verður vart hjá því til aö drepa djúpum tilfinningum á dreif með kaldhæðni en það af- mælisbam dagsins sem hefur gert sér grein fyrir þeim þætti eðlis síns hefur yfirleitt nógan sjálfsaga til að sneiða fram hjá þeirri hegðun. Áhugasvið afmælisbama dagsins skiptast nokkuð jafnt milli raungreina og hugvísinda. Þau geta orðið fyrirtaks tölvufræðing- ar, símvirkjar, radíóvirkjar, raf- virkjar eða annað sem tengist þessum störfum. Þau geta alveg eins orðið góðir sálfræðingar eða prestar. Þau virðast hafa ein- kennilegt aðdráttarafl á peninga en sjaldnast er hægt að segja að þau séu rík heldur hafi þægilega nóg fyrir sig. í ástamálum hættir afmælis- börnum dagsins til að vera nokkuð fjöllynd og leggja framan af þó nokkuð meira upp úr leik en al- vöru. Enda mun rétt vera að ást kemur þessu fólki seinna en ást- hrifni. En þegar að ástinni sjálfri kemur verður hún varanleg og trygg, kannski meðfram vegna þess að fólk dagsins hefur þá að öðru jöfnu hlaupið af sér hornin og gengur vitandi vits í faðm ástar- innar. Að upplagi eru afmælisböm dagsins ekki sterk til heilsunnar. Einkum eru það ýmiss konar beina- og vöðvasjúkdómar sem hafa tilhneigingu tU að hrjá þau en rétt umhverfi og góð meðferð á sjálfum sér getur dregið verulega úr öllum hættum á þessu sviði. Sérstaklega ætti þetta fólk að gæta þess að verða ekki fyrir kulda — hita þolir það vel. Happatölur em 1 og 8. 30 Vlkan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.