Vikan


Vikan - 07.02.1985, Side 35

Vikan - 07.02.1985, Side 35
Draumar Áskorun: Hefur ykkur dreymt merki- legan draum? Hallfreður örn Eiríksson hjá Stofnun Árna Magnús- sonar hafði samband við Vikuna nýverið vegna þjóð- fræðilegra rannsókna á draumum, sem hann hefur stundað um margra ára skeið. Hann hefur áhuga á að komgst í samband við fólk sem hefur dreymt táknræna drauma, annaðhvort persónulega eða fyrir einhverjum atvikum í þjóðlífinu eða jafnvel heimssögunni. Fólk á öllum aldri hefur skrifað draumráðanda Vikunnar og bréf þess eru að sjálfsögðu algjört trúnaðarmál en ef þeir sem hafa skrifað þessum þætti eða eru að búa sig undir að gera það lesa þessar línur myndu þeir gera rannsóknum þessum mikið gagn ef þeir skrifuðu til Hallfreðar Arn- ar Eiríkssonar, Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Þeir þurfa ekkert frekar að senda drauma, bara að komast í samband við hann, senda nafn, heimilisfang og símanúmer, og að sjálfsögðu yrði farið með allt sem trúnaðarmál. Þeir sem af einhverjum ástæðum vilja ekki skrifa beint geta sent draumaþætti Vikunnar leyfi sitt til að gefa Hallfreði upp nafn þeirra og heimilisfang og/eða síma- númer. Þið getið líka getið þess, þegar þið sendið inn drauma, hvort það sé í lagi að gefa Hallfreði upp nöfn ykkar. Vonandi sjá einhverjir sér fært að verða við þessari bón um liðveislu. Eldsvoði í kjallara Kcera Vika. Geturðu beðið draum- ráðningamanninn að ráða draum fyrir mig? Hann var á þessa leið: Mér fannst ég vera á Hlemmi (það var eins og þar væri opið torg og sæist til allra átta) ásamt mann- inum mínum og tveim vinum (sennilega hefur annar þeirra verið F mágur minn). Við vorum að athuga með nýju strætis- vagnaleiðirnar og mér fannst þessir tveir fara hvor í sinn vagninn — og mað- urinn minn með öðr- um þeirra — en hann kom út á seinustu stundu þannig að við stóðum eftir á torginu og veifuðum meðan þeir lögðu af stað t hringferð hvor með stnum vagni. Við ákváðum að fara saman á veitingahús á meðan og fórum inn í hús þar sem karlmannafata- verslunin er við Hlemm (á Laugavegi, við hltðina á Brunabótafélaginu). Þar var gengið niður í frekar vandað veitinga- eða kaffihús í mildum litum, komið nokkuð til ára sinna en samt einhver stíll yfir því. Við fórum niður hringstiga. Þar fengum við okkur sæti og vorum þá komin með börnin okkar. Allt t einu fannst mér vera kominn eldur þar sem við sátum og við hlupum frá, svo snerist ég á hæli nokkr- um skrefum frá og náði í bömin. Eg þurfti að taka það yngra ígegnum logana en ekkert okkar meiddi sig og það sá ekkert á okkur. Eg vildi fara beint upp þó eldurinn væri ekki mikill og einangraður við stað fyr- ir aftan þar sem við sátum. Við fórum sem sagt upp hringstigann ómeidd. Þar endaði draumurinn að við vorum þó eitthvað að snigl- ast uppi í húsinu. Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu, B. Fyrri hluti draumsins segir tii um framfarir hjá þessum tveimur vinum ykkar sem tóku sér far með vagninum en eins og tíma- bundna stöðnun hjá ykkur hjónunum, jafnvel að þínu frumkvæði þannig að þú haldir aftur af eigin- manninum í ákveðnum málum sem síðan veldur stöðnun hjá ykkur báðum. Síðari hlutinn bendir til að þetta tengist eitthvað fjár- málum og þið eigið í mikl- um erfiðleikum með að gera ykkur grein fyrir í hvaða átt skal snúa til lausnar vandanum. Miklar deilur blossa upp og tekur það talsvert á ykkur bæði um tíma. Hins vegar finnst í lokin lausn, farsæl og ykk- ur báðum að skapi, en áður en hún kemur í ljós er mik- ilvægt að reyna að halda skapsmununum í skefjum. Engu skiptir þótt lausnin virðist að einhverju leyti hálfgerð endaleysa — hún nýtist ykkur samt og þið standið betur að vígi í lok- in. 6. tbl. Vlkan 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.