Vikan


Vikan - 07.02.1985, Síða 36

Vikan - 07.02.1985, Síða 36
Efni: Stretsefni, 0,75 m langt, 1,40 m breitt. Skyrtuefni, 1,70 m langt, 0,90 m breitt. Svört teygja, 2 cm breið, 70—72 cm löng. Tölur eða smellur. Stærð: 3—4ára. Ath.: Bætið við saumfari, 1 cm, þegar þið sníðið. Vinnulýsing: Buxur: Saumiðfram- stykkin saman fyrst og síðan bak- stykkin. Þá eru hliðarnar saumaðar saman og að lokum klofsaumur- inn. Ath. Ef þið viljið hafa klauf á bux- unum innanverðum saumið þið sauminn niður þar til 5 cm mælast frá neðri brún. Þá er jaðarinn á klaufinni faldaður í vélinni. Strengur: Brjótið niður að ofan, fyrst 1/2—1 cm sem fer undir þann- ig að jaðar sjáist ekki. Síðan brjótið þið aftur skv. merkinu á sniðinu, eða þannig að 2 cm breið teygja komist inn í strenginn. Saumið síð- an strenginn niður í vél. Að lokum stangið þið niður í efstu brún. Frágangur: Faldið buxurnar að neðan. Saumið síðan teygjuna við skálmarnar. Best er að mæla við barnið hvað teygjan þarf að vera löng undir fætinum. Festið teygj- una fyrir aftan klaufina. Dragið síð- an teygjuna inn í mittisstrenginn. Fallegt er að festa hanka fyrir belti. Sníðið stykki, ca 24 cm langt og 2 cm breitt. Hankarnir eiga að vera 1 cm breiðir á buxunum. Brjótið efn- ið inn frá miðju, brjótið síðan jaðr- ana að miðju og leggið svo efnið saman. Stangið hliðarnar niður. Skiptið þessu niður í 4 hanka og festið við strenginn ÁÐUR en þið setjið teygjuna inn í strenginn. Jfc Vlkan 6. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.