Vikan


Vikan - 07.02.1985, Síða 43

Vikan - 07.02.1985, Síða 43
AGNES REILLY mótmælti því hátt og lengi aö húsmóöir hennar sigldi yfir úthafiö eins og hún var á sig komin og benti á þaö með sannri keltneskri áherslu aö 3. meðgöngumánuöinn væri mest hætta fyrir verðandi móöur að missa fóstur. I svaraskyni benti Emma á að þetta væri bara einn af þremur vondum kostum, hinir tveir væru að feröast síðar á meö- göngutímanum og eiga það á hættu að fæða bamið kannski á hafi úti í óveðri, með ámóta skelfi- legum afleiðingum, eða bíða þar til bamið væri fætt og leggja þá á litla skinnið vosbúðina í siglingunni. Það sem Emma sagöi þemu sinni ekki var að sir Claude átti stöðugt yfir höfði sér að verða fangelsaður vegna vélabragða óvina sinna — einkum hins fyrir- litlega Prevost — fyrir að bregðast skyldu sinni með því að ráða og hafa í vinnu óvina- njósnara. Það var því til Englands sem Devizes-hjónin sigldu innan viku frá því að sir Claude sagöi af sér. Þau sigldu með Sauntress, vel búinni skútu og stolti Devizes-flot- ans undir stjórn Harry nokkurs Vanbrough skipstjóra. Og Agnes Reilly fór með húsmóður sinni. Á leiðinni út St. Lawrence fló- ann sáu þau lítið af ströndinni því blindbylur byrgði allt skyggni og Sauntress var tilneydd að fella önnur segl en framsegl og aftur- segl og látúnsbjöllur klingdu háværa viðvörun til allra annarra þar í grennd. Hinum megin við breiða ósana, handan við Ný- fundnaland, rofaöi til og him- inninn varð ísblár og takmarka- laus. Öll stög og dúkar, hver léreftssnepill og timburbútur á efra þilfari var þakinn fíngerðu hrími, viðkvæmu eins og knipl- ingum. Vanbrough skipstjóri pot- aði fingri í það og hristi höfuðið. Hans skoðun — sem hann lét oft í ljós — var sú að ferðin yrði erfið og hann sendi lafði Devizes rann- sakandi hornauga. Vanbrough gaf eiginkonu skips- eigandans oft homauga, einkan- lega við matborðið. Emma vissi vel af laumulegri eftirtekt skip- stjórans; hún var vön því að á hana væri glápt því hún var fögur kona. En þaö var eitthvað í fari Vanbroughs sem kom henni úr jafnvægi. Hann var maður undir meðallagi á hæð en sterklega vax- inn, með svartan hárbrúsk sem teygðist niður undan ermunum á bláum jakkanum hans og óx þykkur á öllum fingrum. Hár hans var líka svart, tandurhreint og vandlega burstað og kembt. Augun voru dökk og lymskuleg en þó varð Emma að viðurkenna — því ósjálfrátt hafði hún ótrú og óbeit á manninum — að hann væri tvímælalaust myndarlegur, með ákveðinn munnsvip, stutt og vel lagað nef, ágætar tennur og vel hirtar neglur. Vandinn var að hann góndi á fallega farþegann í laumi. Engin kona hefur á móti því að að henni sé dáðst en það veldur henni ónotakennd ef aðdáunin er lymskuleg. Emma og þerna hennar höfðu saman káetusamstæðu undir skutpalli. Gluggaröðin vissi yfir kjöl- far skipsins. Þar var einn stór og annar lítill svefnklefi, ásamt fata- og baðherbergi, allt upphaf- lega gert fyrir yfirmanninn og eiginkonu hans, ef einhver væri. Vanbrough, eða það réð Emma af orðumhans, var ókvæntur. Þriðja kvöldið eftir að þau fóru frá Kanada reið brotsjór yfir Sauntress, sló hana af afli eins og risahnefi, sendi skjálfta um skipið endilangt og olli því að allt laus- legt fór af stað — þar meö talið fólkið. Þegar þetta gerðist voru farþegarnir í koju og sluppu við meiðsli en þrír hásetar meiddust Ola og einn seglamaður kastaðist af frammastrinu við kippinn og hvarf fyrir borð, sást aldrei framar. Áöur en ískaldur, grænn flaumurinn hafði brotnaö á fram- þilfari og dreift sér freyðandi niður yfirfullar rennumar brotn- aði næsta alda á skipinu. Og þannig hélt það linnulaust áfram í tvo daga og tvær nætur. EMMA ÞOLDI bærilega óþægind- in af óveðrinu; því var öðruvísi varið um Agnesi Reilly. Þótt sterkbyggða írska konan væri vel af guði gerð var hún ekki gædd eiginleikum góðra sjómanna og hélt sig lengst af í koju. Skipsþjón- arnir færðu Emmu snarl sem þeir tíndu saman. Hún borðaði í koj- unni sinni, hélt sér með annarri hendi í háa hliðina og skóflaði upp volgri súpunni, kássunni eða ámóta með hinni hendinni. Annaö kvöldið sem óveðrið varði — og Agnes Reilly hafði einskis neytt frá því að það skall á — hafði Emma svo miklar áhyggjur af heilsu þernu sinnar aö hún fann sig knúna til að hvetja hana til að borða. Því var það að hún staul- aöist af stað með kássu í skál og studdi sig alla leið yfir í káetu eldri konunnar. „Reilly, ertu vakandi? Ég kom með mat handa bér. ” Hálfkæfð rödd undan teppi gerði henni ljóst að þeman hafði enga löngun í mat og kærði sig yfirleitt ekki um neitt annað en tafarlaust óminni. „Láttu ekki eins og kjáni, Reilly. Hertu þig upp, kona. Héma,” sagði hún, þreif burt teppið svo Agnes Reilly kom í ljós í krumpuöum undirkjól, hárið ein flókabenda og rjótt litaraftið, sem henni var eiginlegt, náhvítt. „Sestu upp og ég skal hjálpa þér. ” Ákveðni húsmóður hennar knúði hart leikna konuna til að gera eins og henni var sagt. Reilly settist upp við koddann sinn og með mörgum grettum og yfirlýsingum um ógleöi og viðbjóð leyfði hún svolitlu af kássunni aö sleppa inn fyrirvarir sínar. „Þarna séröu,” tilkynnti Emma. „I rauninni varstu svöng allan tímann. Sjóveiki er eiginlega ekki annað en hugarástand eða þaöhefurmér ævinlega. . . ” Og þá —gerðist það! Þungar, háttfastar dýfur og velta skipsins tapaði taktinum er það kastaðist ofboöslega til. Emma missti fótanna, barst eftir endilangri káetunni og lenti utan í framstæðu skjólborði af svo miklu afli aö rifin þrýstust inn. Hún veinaði af kvölum og æpti enn þegar önnur fjallhá alda greip Sauntress og kastaði henni aftur til. Þegar Emma valt til baka kastaðist hún í hinn enda káet- unnar og lá þar þögul í hnipri. Þetta hafði gerst á skemmri tíma en svo að Agnes Reilly næði að skreiöast upp úr fleti sínu. Nú þaut hún til húsmóður sinnar, búin aö gleyma lasleikanum. Rétt þar hjá sem Emma lá var hringur í veggnum. Irska konan hélt fast í hann sér til stuðnings, sneri kon- unni við og hrópaöi upp yfir sig af skelfingu er hún sá skærrauðan blóðtaum drjúpa niður frá munn- vikinu. Blóð flekkaði sömuleiðis vinstri helming náttserksins frá handarkrika niður að mitti. Agnes Reilly kjökraði og bað, viti sínu fjær af áhyggjum, reif í þunnt efnið til að skoða meiðsli hús- móður sinnar og stundi af örvænt- ingu er hún sá ljót meiöslin á vinstri hlið hennar rétt undir brjóstinu, þar sem hvítir endar tveggja brotinna rifbeina stóðu út úr gapandi rauðu holdinu. Hvað átti að gera? Einhent gat hún ekki mikið meira en haldiö fast í meðvitundarlausa húsmóður sína og vamað því að hún kast- aðist aftur og fram um klefann líkt og brotin brúða. Það var ógerlegt að bera hana að fletinu og hag- ræða henni þar. Hún varð að sækja hjálp. Hringurinn gerði henni það kleift. Hún reif æðislega í pilsið á serknum sínum, vafði grófu efninu í nokkurs konar reipi, festi annan endann um grannt mitti fórnarlambsins og hinn í hringinn. Að svo búnu klóraði írska konan sig út úr klefanum í leitaðhjálp. ÍMYNDIRNAR breyttust eftir styrkleika þjáninganna sem juk- ust og rénuðu með minnstu hreyf- ingu. Þegar verst lét var hún aftur komin í óbyggðirnar með veiði- manninum og málaðir rauðskinn- ar á hælum þeim. Einu sinni náðu þeir henni og fóru hroðalega með hana. Við það tækifæri voru kval- irnar svo ofboðslegar að hún náði næstum því meðvitund og settist upp en sá ókunnuga konu meö græn augu sem hvatti hana blíð- lega til að liggja kyrr og hafa ekki áhyggjur — blíðleg áminning sem einhvern veginn dró úr kvölunum og leyfði henni að svífa aftur inn í blessað óminniö. I önnur skipti, þegar viss dofi náöi yfirhöndinni, lá hún í örmum elskhuga síns og það var alltaf Nathan. Jafnvel þegar þau lágu saman nakin í birkibarkarkanó, sem rak undir stjömunum, var hann enn Nathan. I lokrekkju hennar í bústaðnum í Quebec var það enn Nathan sem færði hana í hæðir ótrúlegrar sælu. Þegar hún horfði fyrst á stórkostlega fegurð nakins manns úr sefinu í hinum fjarlæga garði við Flaxham var það Nathan sem sýndi sig leynd- um augum hennar. Smám saman dró úr sársauk- anum og hún tók að bera kennsl á konuna sem óþreytandi vakti yfir henni dag og nótt. Hún gerði sér líka grein fyrir því að skipið hreyfðist ekki jafnhræðilega; nú mggaði það bara blíðlega fram og aftur viö letilegt brakið í timbrinu sem lét furðu notalega í eyrum. Dag nokkum vaknaði hún upp við annað andlit sem komið var við hliö vökukonunnar hjá henni. . . „Elsku litla Emma, hvernig líður þér?” „Mér líður miklu betur, herra, þakka þér fyrir.” Hún fann hönd eiginmanns síns lykjast um sína. „Rifin gróa ágætlega, sagði læknirinn í morgun,” skaut Agnes Reilly að, „og þaö er vissulega blessun. En betra fylgir.” Hún brosti niður til Emmu. „Það er allt í lagi með barnið þitt, Emma,” sagði sir Claude. 6. tbl. Vifcan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.