Vikan


Vikan - 07.02.1985, Page 44

Vikan - 07.02.1985, Page 44
Frjálst,óháÖ dagblað Framhaldssaga „Þrátt fyrir meiðslin, sem þú varðst fyrir, hefuröu ekki glatað því dýrmæta litla lífi. Og viö eigum aö koma til Bristol á flóði á morgun, Emma. Litla bamið þitt fæöist í gamla landinu — rétt eins og við höfðum vonað. Og þaö er allt Reilly héma að þakka. ” Emma brosti í gegnum tárin og tókst að þrýsta hendur þeirra beggja. EETIR ÞAÐ sem gömlu sjómenn- imir sögðu einum rómi að væri versta ferö sem þeir höföu kynnst yfir Atlantshafið lagöi Sauntress að bryggju í Bristol á kuldalegum vetrarmorgni rétt fyrir jól og Emma var borin í land á börum. Viö landganginn kvaddi Van- brough skipstjóri þennan fagra farþega sinn. Hann góndi á sinn venjulega undirfömla hátt og tillitiö sagði ýmislegt um það sem hann hefði getað bætt við kveðjur sínar undir öðmm kringum- stæöum. Emma var því fegin að sjá á bak honum og vonaði aö leiöir þeirra lægju ekki saman aftur — von sem rættist ekki, því miðurfyrir hana. Þeim sir Claude, með Agnesi Reilly andspænis sér, ljómandi af ánægju framan í ástkæran sjúkl- ing sinn, var ekiö rakleitt til Avon Park á landareign Devizes-fjöl- skyldunnar sunnan við borgina. Þaö hefði verið erfitt aö finna hús ólíkara hinu sundurleita Flaxham Palace því Avon Park hafði verið byggt öldinni áður, eftir sígilt markaðri hönnun Beau Nash, með slíkan glæsileika í hlutföllum að gladdi augun og fékk menn til að halda að byggingin væri minni og notalegri en raun var á. Satt að segja var stóri salurinn í Avon Park stærri en í Flaxham en þó þannig aö hlutföllum að skynfærin réöu við hann. Emma varö þegar afar hrifin af húsinu. Devizes-hjónin áttu róleg jól með engum öðrum glaumi en veislu í stóra salnum fyrir starfs- liðið og leiguliðana á landareign- inni og fjölskyldur þeirra. Emma fagnaði fyrsta degi sínum á fótum við það tækifæri með því að gefa öllum bömunum hálfa gíneu. Og hjónin héldu upp á nýárið í Bath — hálfsdags akstur með vagni. Bæjarhús Devizes-hjónanna þar stóðu við miðjan tignarlegan sveiginn á Royal Crescent. Úr háum gluggunum og af svölunum var útsýni yfir hringleikahúsið mikla, ofboðslega skálina þar sem borgin reis, röð af röð, hálfhringur eftir hálfhring, með ótal torgum og sýningarsvæðum, turnum og súlnagöngum og letileg Avon-áin rann fram hjá fyrir neðan. Emma lagöist á sæng í Royal Crescent í dögun á júnímorgni. Barnið var telpa. Hávær grátur hennar þagnaði þegar við móður- brjóstiö. Eins og Agnes Reilly lýsti stolt yfir var enginn frekari til matarins en Annabel litla Devizes. Emma hafði valið nafnið Annabel. Eina ósk sir Claude í þessum efnum var að barnið bæri líka eitt af hefðbundnum nöfnum sem gengið höfðu mann fram af manni innan Devizes-ættarinnar: Harriet. Emma gerði sér vel grein fyrir þýðingu þessarar óskar eiginmanns síns — löngunarinnar til að setja viðurkenningartákn á barnið — og samþykkti það meö gleði. Þannig að hún varð Annabel Harriet Emma Devizes. Aldrei hafði sir Claude gert fyrirspumir um manninn sem valdur haföi verið að þunga Emmu. Raunar hafði hún oft af ásettu ráði beint samræðum á þá braut að eiginmaður hennar hefði með réttu getað spurt að þessu en hann haföi virst forðast umræðu- efnið, og þar kom að hún gaf þess- ar tilraunir upp á bátinn. Og með nokkrum létti — því frá upphafi SMAAUGLYSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en umi hvaö er samiö er auðvitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... Viö birtum... Þaö ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00— laugardaga, 9.00— sunnudaga, 18.00— 22.00 14.00 22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ 44 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.