Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 46

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 46
ms Framhaldssaga kemur tími Pax Americana einn góðan veðurdag en ég hef ekki trú áaðéglifiþað.” „En það skýrir ekki hvemig á því stendur að þú ert oröinn skip- stjórnarmaður á Devizes-kaup- skipi, Grant skipstjóri,” sagöi Emma, fann sér til skelfingar, þegar hún bar fram spurninguna, heitan tilfinningaroða renna frá hálsi og upp í vanga. Hann hlaut að taka eftir því. Dásamleg blá augun beindust að henni. „Fyrir það, lafði mín, verð ég að þakka krafti og dug De vizes-útgerðarfyrirtækisins, ’ ’ sagði hann. „Um leiö og átökum lauk kom eiginmaður þinn upp skrifstofum í Boston, New York og öðrum helstu hafnarborgum á austurströndinni.” Sir Claude braut valhnetu með háum smelli. „Ha! Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær,” kunngjörði hann með svolítilli sjálfumgleði. „Ég hugsaði um allar freigátur sjóhersins sem verið var að gera upp, alla þessa góðu, atvinnulausu foringja sem margir hverjir — eins og ágætur vinur okkar hérna — höfðu fengið fyrstu reynslu sína í sjóher okkar. George lávarður, þú getur sagt félögum þínum í þinginu að ég sé að smíða skip svo hratt sem hægt er því ég hef mikla trú á að þetta land verði stórveldi í viðskiptum í framtíðinni. Ég fínkembi öll heimshorn til að finna réttu menn- ina til að stýra þessum skipum, þar af leiðir Grant skipstjóra.” Hann ljómaði framan í þann síðar- nefnda, braut valhnetu og skolaði henni niður með vænum sopa af portvíni. „Ákaflega virðingarvert, herra,” fannst Delavere. „Eg verð aö játa að samningur-. inn sem Devizes-skipafélagið bauð mér var afar freistandi,” sagði Grant, „og ég var ákaflega glaður aðtaka honum.” Hann leit ekki til Emmu þegar hann gerði þessa athugasemd en hún greip hana á lofti og velti henni fram og aftur fyrir sér. Var í henni fólginn leyndur boðskapur til hennar? Var Nathan að segja henni (ó, hvílíkt undur!) að það hefði verið kosturinn á að hitta hana aftur sem honum hefði þótt freistandi? Klukkan á arinhillunni sló. Köldverðinum var næstum lokið. Brátt risi hún á fætur og skildi karlmennina eftir með portvínið og valhneturnar. Þangað til var hápunkturinn að nálgast fyrir manninn sem hún unni. Reynslu- stundin. Hún lokaði augunum og bað stutta bæn um að hann brygð- ist henni ekki. . . „Á! Kemur Reilly með fylgdar- liði,” kunngjörði sir Claude. „Fylgdarlið ungrar stúlku sem mér veitist sá heiður að kynna fyrir ykkur, herrar mínir.” Emma flýtti sér að taka vínglas- ið sitt og bera það að vörunum, ekki til að slökkva þorsta sinn heldur til að fela sig á bak við það og horfa yfir barminn á hvemig Nathan Grant yrði við þegar hann sæi eftirmynd sína horfa upp til sín úr vöggunni sem fóstrurnar tvær báru á milli sín. Devizes naut hlutverksins og gerði mikið úr því að kynna ung- barnið formlega fyrir George Delavere lávarði. Sá tók undir glettni húsráðanda með því að standa á fætur og styðja sig viö göngustafina tvo sem hölluðust upp að stólnum hans, hneigja sig djúpt, taka upp smáa hönd og kyssa á hana. Þar sem Nathan sat gegnt George lávarði við borðið vissi Emma að hann gæti ekki séð öllu meira af barninu en litlu höndina enn sem komið var. „Yðar tryggur þjónn, ungfrú,” tónaði Delavere. Agnes Reilly andvarpaði af ein- skærri ánægju. „Frábært, frábært! ” hrópaði sir Claude upp yfir sig. „Jæja, farið nú þarna megin með barnið, stúlk- ur. Grant skipstjóri, ég bið þig, rístu á fætur svo ungfrú Annabel geti fagnað þér!” FJANDINN hirði hann — fari hann andskotans til! ” Lafði Devizes þeytti satínskón- um sínum eftir endilöngu ljósbláu og silfurlitu svefnherbergi sínu. Hann lenti á Dresden-postulíns- styttu af hjarðmey sem stóð á arinhillunni og hún brotnaði í þús- und mola á gólfflísunum. Emmu rann undir eins bræðin — því hún unni litlu hjarömeynni sem eiginmaður hennar hafði gef- ið henni. Hún þaut yfir herbergið, kraup og reyndi að setja saman tvö stærstu brotin en jafnvel þau féllu engan veginn saman. Hvað sem öðru leið skulfu hendur henn- ar svo mjög og augu hennar voru svo full af tárum að hún sá ekki tU. Hún settist á hækjur sér og var gagntekin af örvæntingu. „ö, Nathan, Nathan!” hvíslaði hún. „Hvernig gastu verið svona blindur, svona heimskur?” Og svo gerði önnur hugsun vart við sig. „Var þetta bara karlmannleg heimska og tepruskapur? Varstu svo gramur að standa augliti til auglitis við raunveruleikann, vesl- ings lasna gamla manninn minn, að þú lést sem þú sæir ekki að Annabel getur ekki verið annars barnen þitt?” Aftur, hvað eftir annað, rifjaöi hún upp atvikið í borðstofunni: Nathan Grant stóð hjárænulegur við vögguna þegar fóstrurnar sýndu honum telpuna; hann fór augljóslega hjá sér að þurfa að finna réttu gullhamrana; óbeitin var auðsæ þegar hann tók hikandi um litlu fingurna; fylltist skelf- ingu þegar Agnes Reilly lagði til að hann héldi sem snöggvast á barninu.. . „Ég þakka fyrir, frú, en nei! Ég er ekki — hérna — kunnugur hvernig fara á með ungbörn og ég er hræddur um að ég missi hana kannski.” Og aftur þegar Reilly (og hún hlaut að hafa tekið eftir svipnum með þeim og áttað sig á að Nathan væri faðir Annabel) spurði hann glettnislega hvort honum fyndist barnið ekki líkt móður sinni. . . „Ef satt skal segja, frú, sýnist mér öll börn vera áþekk.” „Öll böm áþekk — ég er hrædd- ur um að ég missi hana! Heilögu guðir! Maðurinn er skrímsli!” hrópaði Emma, baröi litlu hnefun- um í trégólfið. Eftir þetta hafði hún skilið þá eftir við portvínsdrykkju og hnet- ur og boðið þeim öllum góöa nótt. Nathan Grant var orðinn of seinn í Bristolvagninn sem flytti hann í nýja skipið sem hann átti að stýra og hafði fengið svefnherbergi á fjórðu hæð. Fyrir hálftíma hafði Emma heyrt fótatak hans og þjónsins sem vísaði honum veg. Hún hafði heyrt hann ganga upp stigann, fram hjá dyrunum og að herbergi hennar og upp á næstu hæð. Hjarta hennar tók kipp við hljóðið og nálægð hans. Einn kostur af öðrum kom henni í hug uns hún valdi loks þann sem henni þótti álitlegastur. Allt var í besta lagi. Nathan hafði komið öllu þessu í kring til að hitta hana aftur. Hann hafði leitað eftir og fengið stöðu hjá Devizes-flotanum til þess að komast til Englands og gerast aftur elskhugi hennar. Af- gangurinn — hlédrægni hans við kvöldverðarborðið, hirðuleysis- leg afneitun hans á dóttur sinm — réðst af nauðsynlegri gætni. Já, þannig var það! Gleði og seytlandi eftirvænting blossaði upp í Emmu, hún stökk á fætur og þerraði augun. Hvað nú? Nú, það lá í augum uppi að gætinn og tillitssamur elskhugi hennar hlaut að hafa komist að því hvar svefnherbergi hennar var, auövitaö ekki með svo ósvífnum aðferðum að múta þjón- inum sem vísaði honum upp — það kæmi ekki að öðru haldi en því aö samband þeirra yrði básúnað í öllum herbergjum þjónustufólks í Bath, Bristol og London. Nei, Nathan — herkænn sjómaður og snjall skipstjóri — fyndi hana án þess að úr yrði hneyksli. Hún þurfti ekki annað en bíða þolin- móð; elskhugi hennar kæmi til hennar. Hann hlaut að hafa komið því svo fyrir þessa nótt. Þegar hún hugsaði meira um fýrirætlanir hans sá hún betur hvað þær voru snjallar: Hvemig hann hafði dreg- ið á langinn samtalið við eigin- mann hennar svo sir Claude neyddist til að bjóða honum til kvöldverðar og valda því þannig að hann missti af Bristol-vagnin- um og svo framvegis... Hann var að koma til hennar. Hún varð að gera sig fallega fyrir hann! Það var orðið of seint að kalla á Reilly og kveðja til þjóna að útbúa bað. Hvað sem öðru leið hafði hún sent Reilly burt í vonsku þegar konan, sem sá að eitthvað hafði komið húsmóður hennar úr jafn- vægi, bauö henni eins og venju- lega blíðulæti handa, vara og augna en Emma vildi enga hugg- un og afþakkaði stutt í spuna. Nei, Reilly var kannski traustasti bandamaður hennar en það var best að hún væri hvergi nærri eins og á stóð. Lafði Devizes gat sjálf séð um að snyrta sig. Hún hneppti frá sér bolnum, leysti silkibandið undir brjóstun- um og lét kvöldkjólinn með háa mittinu falla hvíslandi að fótum sér. Efnið var svo þunnt að fín- gerðustu undirföt hefðu verið auð- sæ í gegnum það. Hún var allsnak- in undir kjólnum nema hvað hún var í bleikum silkisokkum sem voru teknir saman um hnén. Emma stóð fyrir framan spegil og skoðaði sig með gagnrýnum augum — sá að harla fáu var ábótavant. Barnsburður hafði auðgað lík- ama hennar fremur en hitt. Án þess að hún hefði nokkuð þykknað um mitti og kvið voru brjóstin kannski örlítið fyllri og hreint ekki verri fyrir það og þau höföu engu glatað af lögun sinni og stinnleika. Annabel litla hafði verið vanin af brjósti fyrir mánuði og einu um- merkin um iðju hennar voru að geirvörturnar höfðu stækkað svo- lítið og dökknað. Hvað örum hennar viðvék hafði skurðurinn á öxlinni gróið fallega og örið var ekki öllu meira en 46 Vlkan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.