Vikan - 07.02.1985, Síða 47
silfurlitur skuggi á húðinni. Því
miöur voru ummerkin um brotnu
rifin auðsæ og hún varð að muna
að sýna Nathan ekki vinstri hlið-
ina í nokkra mánuði og halda
handleggnum að síðunni hvenær
sem hún gat. Hún æfði sig í því
fyrir framan spegilinn.
Á miönætti sló klukkan á borð-
inu. Það var enginn tími til að
slóra! Emma flýtti sér inn í
búningsherbergið, hellti í skál
volgu, rósaangandi vatni úr könnu
sem ævinlega var höfð þar full og
þvoði sér með svampi frá hvirfli
til ilja. Rósaolía var borin á enni,
brjóst, nafla og læri. Örlítið kol í
augnkrókana, vottur af rauðu á
varimar og geirvörturnar — og
hin fagra, unga og ástríðufulla
lafði Devizes var reiðubúin undir
sælan ástarfund.
Átti hún að vera í náttkjól? Hún
hélt ekki, sama hvað hann væri
efnisrýr og tælandi fyrir augað.
Emma var aðeins klædd í rósailm
er hún klöngraðist upp í stóru
himinsængina sína, fölbláa með
silfruðum kerúbum uppi, blés á öll
kerti utan eitt á náttborðinu sínu,
krosslagði handleggina undir
höfðinu og beið með vaxandi
ákafa eftir því að elskhugi hennar
berði að dyrum.
STUNDINNI fyrir dögun, þegar
svo margar sálir hverfa á braut,
tók hún aö vakna. Hún teygöi sig
hálfsofandi eftir elskhuga sínum.
Hann svaraði, strauk fingri niður
líkama hennar frá eyrnasnepli,
niður hálsinn, yfir öxl og brjóst,
eftir mittinu, rasskinnum, lærum.
Hún andvarpaöi, sneri sér á
hliðina til að leitandi hönd elsk-
huga hennar hefði greiðari aðgang
og hlustaði úr einkennilegri fjar-
lægð á andardrátt sinn verða
jafnvel blygðunarlaust ákafan —
svar við þeim dásamlegu atlotum
sem hann sýndi henni. Hún hreifst
upp yfir veruleikann og barst
áfram á töfrum nafns hans sem
hún hvíslaöi hvað eftir annað
meðan á fundi þeirra stóð og
braust fram í skært sólarljós
alsælunnar.
Nú var hún alveg vöknuð,
deplaði augunum móti birtu
veruleikans sem seytlaði inn um
rifurnar á gluggahlerunum. Þetta
var engin sólarbirta fjarlægrar
sælu heldur grá skíma enskrar
dögunar í ausandi sumarregni.
Hún heyrði hvemig það streymdi
niður fyrir utan og hvernig
skvampaði í yfirfullum ræsunum.
Með sársaukastunu, vitandi að
leitin væri árangurslaus þó hún
hæfi hana, teygði Emma aftur út
höndina eftir elskhuga sínum.
Fingur hennar fundu ekki annað
en köld lökin í hinum helmingi
stóra rúmsins, þeim hluta sem
hún hafði ekki legið í, þeim hluta
rúmsins þar sem enginn hafði
legið þessa nótt nema í ímyndun
hennar.
Og svo komu tárin.
Það hafði enginn elskhugi komið
til hinnar fögru, þurfandi lafði
Devizes. Áætlanirnar og her-
kænskan, sem hún hafði gert
Nathan Grant upp til að hann
kæmist að rúmi hennar, hafði ein-
göngu verið í hennar huga, ekki
hans.
Sælunni var lokið. Eftir var
bara lítið líf í vöggu í barnaher-
berginu aftast í húsinu, með út-
sýni yfir St. James torg og
hæðirnar handan þess, sem minnti
á tíma mikillar ástar. Og við þetta
líf hafði Nathan Grant — hvort
sem hann bar ekki kennsl á þetta
barn sem ávöxt lenda sinna eða
kaus að láta sem hann gerði það
ekki — ekki lengur neitt samband.
Framhald í næsta blaði.
TALBOT SAMBA
Peugeot 205 GL og GR.
Mjög sparneytinn.
Vélarstærðir 1124 cc og 1360 cc.
Framhjóladrifinn.
4eða 5gíra.
5dyra.
Verð frá kr. 381.000,-
6 ára ryðvarnarábyrgð.
Hafrafell hf.
Vagnhöfða 7 Símar: 685211 og 685537
Talbot Samba GL.
Mjög sparneytinn.
Vélarstærðir 1124ccog 1360 cc.
Framhjóladrifinn.
4gírar.
Verð frá kr. 319.000,-
6. tbl. Vikan 47