Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 48

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 48
 Pósturirm AIRMAIL PAR AVION Erum bæði feimin Sœll og blessaður, frábœri Póstur. Ég vil bgrja á því að þakka alveg frábœrt blað en svo œtla ég að koma mér að efninu. Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera að pœla í sama stráknum í tvö ár. Ég var aðeins 13 ára þeg- ar ég fór fgrst að pœla í honum. Þá var þetta ekki merkileg ást því maður var svo ungur. Hann á heima úti á landi, frekar langt frá mér, en ég kem þangað oft. í eitt skipti, þegar ég var stödd þar, var ég svo heppin að ná í hann. Við vorum mjög ,,happí” en eftir þetta skipti höfum við ekki talast við, við roðnum bara en horfum samt alltaf hvort á annað. Ég held að þetta gengi miklu betur efvið vœr- um ekki svona feimin. Von- andi getur þú gefið mér ein- hver góð ráð, elsku Póstur. Hann er að verða 17 ára og ég er 16 ára. Það er erfitt að glegma strák eftir að hafa hugsað um hann í tvö ár. Þakka birtingu. Strákastelpa. Eina sem Póstinum dettur í hug er aö segja þér eöa ykkur aö fara nú aö gera eitthvað í málinu. Þaö er mjög eðlilegt, sérstaklega á unglingsárunum, aö vera feimin en þetta gengur yfir og fer á- reiðanlega að gera þaö hjá ykkur. Auðvitað getur þú ekki verið viss um að hann hafi áhuga en það að hann roðnar bendir þó til þess að honum sé ekki sama um þig. Þú skalt því herða upp hugann og tala við hann við næsta tækifæri, áður en það er orðið of seint. Kynköld? Ég er hér með vandamál sem ég get ekki talað um við neinn nema þig. Málið er að ég held að ég sé kgnköld. Ég er sextán ára og hef hlegpt þremur strákum upp á mig (var með öllum á föstu). Vandamálið er að ég fœ ekk- ert út úrþessu. Þeir hafa all- ir þrír fengið eitthvað út úr þessu á mér. Ég hef prófað allt, pillu, smokk og líka ekkert. Ég hef ekki þorað að tala um þetta við neinn. Strákunum tekst að kveikja upp í mér en svo fjarar allt út og ég missi áhugann og ligg eins og hver önnur hóra undir þeim. Kœri Póstur, viltu svara þessu bréfi því mér finnst þetta svo leiðinlegt. Ég er frekar sœt og vinsœl meðal stráka og mér finnst leiðinlegt að þurfa að búa við það að vita að ég get ekk- ert fengið út úr þeim. Með fgrirfram þökk fgrir birtingu. Ein að norðan. Póstinum berast reglulega bréf með spumingum svipuðum þínum. Það sem hefur truflað Póstinn dálítið er að flestir bréfrit- aramir (sem eru þá stúlkur) hafa notaö svipað orðalag og er að finna í þínu bréfi: hef hleypt upp á mig. Af og til hefur Pósturinn reynt að segja álit sitt á þessu orðalagi, og finnst réttara að talað sé um að stúlka og piltur hafi sam- farir, það er að segja séu saman um þetta en ekki það að stúlkan „leyfi” stráknum, eða hleypi honum upp á sig. Það er ekki eins og stúlka verði að byrja að vera meö strákum þegar hún er nógu þroskuö líkamlega — þaö getur komið miklu seinna. Þú segist hafa verið með þrem- ur strákum (og öllum á föstu), en hversu vel þekktir þú þessa stráka? Kynlíf er ekki bara ein- hver íþrótt, heldur getur þar líka skipt máli hversu hamingjusamt parið er saman, innileiki, hlýja og ástúð skipta líka máli. I sambandi við samfarir við aöila sem maður þekkir ekki neitt ber að hafa í huga að þær geta orðið örlaga- ríkar og haft áhrif á allt líf þeirra sem eiga í hlut. Það er aldrei of oft minnt á að unglingar ættu ekki að eignast böm fyrr en þeir geta tryggt að þau fái eins hamingju- sama æsku og hægt er. Þess vegna er ástæða til aö benda þér á að það að nota ekki getnaðarvöm, eins og þú tekur fram í bréfinu, er alveg ófært. Þaö á ekki að láta tilviljunina eina ráða þegar um svo mikilvægt mál er að ræða sem að eiga það á hættu að verða ófrísk. Þetta er nokkuð sem þú skalt hafa í huga. Þú ert á sautjánda ári og átt aðgang að bæði pillu og sæðisdrepandi kremum (sem eru nokkuð örugg ef þau eru notuð ásamt smokknum). Ef þú velur pilluna átt þú að fara í læknisskoðun áður. Þú minnist á að þú hafir prófaö allt, „pillu, smokk og líka ekkert”. Þetta „ekkert” er fjallað um hér aö ofan, en Pósturinn skilur þetta þannig að þú álítir að smokkurinn eða pillan geti verið orsök þess að þú færð ekkert út úr samförum. Auðvitað getur það skipt máli hjá einhverjum en Pósturinn álítur þó að orsökin sé önnur hjá þér. Þú ert aðeins sextán ára og þaö kemur ekki fram í bréfi þínu hvemig samband þitt við þessa þrjá stráka hefur verið. I bók sem heitir Æska og kynlíf er fjallað um marga mikilvæga þætti kynlífs. Þar er fjallað um á- /. byrgöartilfinninguna, tillits- semina, áhættuna og hamingjuna ásamt mörgu öðru. Lokakafli bók- arinnar ber yfirskriftina Er ástin nauðsynleg? Þar er bent á að hug- takið frjálslyndi í kynferðis- málum sé oft rangtúlkaö og sagt aö fólk haldi að frjálslyndi sé það sama og aö taka með þökkum öllum tilboðum um kynlíf, hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Þar er minnst á að frjálslynd kona sé ekki sú sem er til í tuskið. Konur hljóti að eiga að velja og hafna á sama hátt og karlmenn. Þú segist vera sæt og vinsæl og kannski er þaö bara nóg í bili fyrir þig, kannski ert þú alls ekki tilbúin fyrir kynlíf strax. Kannski er bara nóg fyrir þig í augnablikinu að fara í bíó með strákunum, kyssa þá kannski sæmilega og fara á böll og vanga. Kannski er það þetta sem þú vilt eins og er — þig langar kannski ekkert til að fara í rúmið með þeim. Þótt einhverjir strákar verði kannski sárir eða spældir er það ekki þitt mál. Þú átt líka aö velja og hafna og einn góðan veðurdag kemur áreiðanlega að þeim sem þú vilt vera með og þá ganga málin vel, vertu viss. Njóttu þess aö vera sextán ára og láttu engan reka á eftir þér í sam- bandi við kynlífið. 48 Vlkan 6.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.