Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 61
Örugglega muna margir eftir
því þegar söngvarinn Limahl var
rekinn úr hljómsveitinni Kajagoo-
goo vegna ágreinings um hvaða
tónlistarstefnu hljómsveitin ætti
að fylgja. Við skulum líta aðeins
yfir feril Limahls, bæði fyrir og
eftir Kajagoogoo.
Limahl heitir réttu nafni
Christopher Hamiil en hann breytti
nafninu þegar hann byrjaöi að
reyna fyrir sér á tónlistarsviðinu.
Áður en Kajagoogoo kom til
sögunnar vann hann fyrir sér sem
leikari og söng í söngleikjum. En
hann langaði að reyna fyrir sér í
poppbransanum svo hann setti
auglýsingu í Melody Maker sem
var eitthvað á þessa leið: Ég er 22
ára, lít vel út, er góður söngvari og
lagasmiður. Mig vantar fjóra
gauka með góða hæfileika með
mér í hljómsveit.
Á þessa auglýsingu rákust þeir
félagar Nick Beggs, Steve Askew,
Jez Strode og Stuart Neale. Þeir
höfðu þá verið saman í hljómsveit
í nokkurn tíma undir nafninu Art
Nouveau. Bassaleikarinn Nick
Beggs sá þá um sönginn en var
orðinn leiður á því. Þess vegna
fannst þeim eins og hamingjudísin
heföi komið í heimsókn þegar þeir
lásu auglýsinguna. Þegar Limahl
var genginn í hljómsveitina var
nafninu á sveitinni breytt úr Art
Nouveau í Kajagoogoo.
hinir vildu fara út í alvarlegri
tónlist. Þessi deila endaði með því
að Limahl var rekinn. Seinna
Too Much Trouble sem náði þó
nokkrum vinsældum hér á landi
eins og víða annars staðar. Eftir
Umsjón: Helga Margrét Reykdal
Kajagoogoo með Limahl innanborðs þegar Too Shy var sem vinsælast.
Nafn: Christopher Hamill
(Limahl)
Fæddur: 19. des. 1958
Stjörnumerki: boga-
maðurinn
Hæð: 1,67 m
Háralitur: Ijós
Augnlitur: brúnn/grænn
Ógiftur
LP-plata: Don't Suppose
Toppnum náð
Þegar búið var að stofna hljóm-
sveitina var farið af staö að búa til
plötu. Þeir fengu Nick Rhodes úr
Duran Duran til að stjóma upp-
tökunum fyrir sig. Fyrsta platan
sem þeir gáfu út innihélt lagið Too
Shy sem fór hratt upp breska
vinsældalistann og tyllti sér síðan
á toppinn. Lagið varð ekki bara
vinsælt í Bretlandi heldur víðsveg-
ar um Evrópu. En það varð líka
þeirra eini smellur. Þeir gáfu út
nokkur lög til viðbótar en þau
náðu ekki helmingi þeirra
vinsælda sem Too Shy náði. Stuttu
eftir útgáfu stóru plötunnar White
Feathers sauð upp úr.
Limahl sparkað
Nú reis upp ágreiningur milli
Limahls og hinna í Kajagoogoo.
Limahl vildi halda sömu stefnu og
á White Feathers plötunni en
sagði Limahl í viðtali við breskt
poppblað: „Kajagoogoo gerði mér
næstum því greiða með því að
reka mig. Því með því vöktu þeir
athygli fólks á mér.” Og víst er að
hafi einhver grætt á þessu þá er
það Limahl.
SÓIÓ
Limahl hóf sólóferil sinn á því
að gefa út lagið Only For Love í
október 1983. Það lag náði
töluverðum vinsældum, sér-
staklega á meginlandi Evrópu.
Eftir þetta fór hann að huga að
efni á stóra plötu. Þegar hann var
kominn dálítið áleiðis með gerð
plötunnar kom aö máli við hann
lagasmiðurinn Giorgio Moroder
og bað hann um að syngja titillag
kvikmyndar sem hann var að
semja tónlist við og kallaðist The
Never Ending Story.
Sumariö 1984 gaf hann út lagið
það kom út lagið Never Ending
Story og stóra platan hans, Don’t
Suppose, kom út um svipað leyti.
Lagið Never Ending Story
opnaði honum margar leiðir. Þaö
varð óhemju vinsælt í Evrópu eins
og myndin og vann sér það
til frægðar hér á landi aö vera
það lag sem lengstan tíma hefur
setið í þriðja sæti vinsældalista
rásar 2. Og nú ekki alls fyrir löngu
gaf Limahl út lagið Tar Beach
sem er af plötunni Don’t Suppose
eins og hinir smellimir þrír. Og þá
er bara að bíða og sjá hvemig því
gengur á vinsældalistum víða um
heim.
Við ljúkum þessum pistli með
því að birta heimilisfang aðdá-
endaklúbbs Limahls.
Limahl Fan club/SAE
PO Box 2 BW
London WIA 2BW
ENGLAND
6. tbl. Vlkan 61