Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 7

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 7
Svona kaupumvið notaðan bíl: I. Ytri skoðun skiptir líka máli Texti: Sigurður Hreiðar markaðnum. Lesið auglýsingar i blöðum, hringið, spyrjið. Farið á bílasölurnar og kynnið ykkur hvað er i boði i þeim verðflokki sem þið hafið valið ykkur. Svipist um og skoðið lauslega. Reynið að falla ekki i þá gryfju að verða „ástfangin" af fyrsta bílnum sem gengur í augun. Munið að þið eigið fyrir höndum að reka þennan bil fyrir það sem siast (venjulega hægt og tregt) í ykkar buddu. Mikið hefur verið samið og látið á prent af leiðbeiningum um hvernig kaupa eigi gamlan bíl. Hér verður samt reynt að bæta um betur og gefa nokkuð glögga hugmynd um hvað skoða þarf og igrunda, og hvernig. Margir stara mjög stíft á hvernig vélin sé og víst er um það að hún er mjög stór hlutur i einum bil. En þótt dýrt sé að gera upp vél er það þó varanleg viðgerð sem lengi endist. Lélegt boddí, togað, barið og sléttað eftir árekstur, eða bara ryðgað, er hins vegar líklegt til að verða seint til friðs. Þess vegna ætti lika fyrsta skoðunin að vera á bilnum utanverðum — og ekki bara til að' vita hvort bíllinn getur talist fallegur. Skoðið í björtu og þurru Fyrsta reglan ætti að vera sú að skoða bílinn í þurru veðri og björtu. Myrkur eða slæmt rafmagns- Ijós gera sitt til að hylja bletti eða lakk sem farið er að skemmast, gjarnan af ryði, en ryð er eitt það versta sem við er að fást í bilum. í vætu virðist áferð á lakki alltaf vera betri en efni standa til. Leit- aðu að litarmismun á lakkinu sem gefur til kynna að lappað hafi verið upp á það eða kannski löguð beygla. Aðgættu hvort þú finnur einhvers staðar ójöfnur, svo sem fyllt hafi verið í með sparsli sem liggur eins og lumma utan á bílnum undir lakkinu. Sumir leita að þvílíkum skellum með segulstáli — það hættir að virka þar sem þykkt sparsl er undir — kannski ryðviðgerð þar sem ekkert stál er undir. Stundum er hægt að komast að þvilíkum vafastað með því að skoða eða strjúka inn í brettin á móti staðnum. Yfirleitt er góð regla að skoða vel inn i brettin. Þar vill ryðið gjarnan setjast að, jafnvel fyrr en annars staðar. Af öðrum stöðum má nefna gólf- ið, sérstaklega kringum sætisfestingarnar og i kverkunum framan við framsætin, þar sem gólfið byrjar að halla upp á við úti við hliðarnar og upp í hvalbakinn. Sé billinn nýsprautaöur er lika ástæða til að vera vel á verði. Vel má vera (sérstaklega meðjapanska bíla og rússneska) að það hafi einfaldlega verið nauðsynleg aðgerð og skynsamleg að sprauta þá upp á nýtt. Sé það vel gert og unnið undir af samviskusemi er það aðeins kostur við bilinn. Flafi það hins vegar verið gert eftir tjón eða til að hylja ódýrar og flausturslegar ryðviðgerðir eða bara gusað yfir hvað sem undir var getur nýja lakkið verið sýndarmennskan ein. Ársgamalt lakk eða þar um bil er hins vegar farið að sýna ef flátt býr undir, auk þess sem það segir líka þá sögu að seljandan- um hefur ekki þótt lífið liggja við að losna við bílinn meðan hann skartaði sinu skásta. Gamalt, vel útlít- andi lakk, þar sem dropað hefur verið jafnóðum í grjótkast og aðrar slíkar smáákomur, sýnir hins vegar að hugsað hefur verið um bílinn af nokkurri umhyggju og samviskusemi. Oft segja líka svunturnar fyrir neðan stuðarana sína sögu. Eru þær marðar, barðar? Er málningin flögnuð af þeim? Það gefur vísbendingu um yfir- borðslega hirðu. Hefur litið verið sinnt um grjótkast á brettabrúnunum, næst hjólunum? Hefur ryö fengið að smeygja sér þar í friði undir lakkið? — Nú er algengt orðið að smyrja eða sprauta tectyl á svunturnar, neðan á sílsana og á brettabrúnirnar innanverðar. Hafi því verið sinnt og vel við haldiö má telja það af hinu góða. Hafi hins vegar verið málaður tectylkantur upp á hurðirnar vekur það grun um að hurðirnar séu farnar aö ryðga neðan til, en þær eru oft viökvæmur punktur hvaö þaö snertir. Nú liggur næst fyrir að horfa fram eftir hliöunum endilöngum. Falla hurðirnar rétt að stöfum? Ef þær liggja aðeins út fyrir — eða of djúpt — getur það stafað af rangri stillingu, sem auðvelt er að lag- færa, en það getur líka verið af þvi að bíllinn hafi fengiö skell og stafurinn eða stafirnir ekki vel réttir. Sama er að segja ef huröirnar sitja of lágt eða hátt í falsinu. Er auðvelt að opna dyrnar og lokast þær eðlilega, án þess að skella þurfi fast? Eru hand- föngin í lagi eða eru þau stíf — eða gjögtandi? Hvernig opnast og lokast farangursgeymsla eða vélarhlífin? Allt sem aflaga fer með þessi atriði gefur til kynna að bíllinn hafi ekki fengið svo góöa umhirðu sem við viljum að bíllinn, sem við aetlum að kaupa, hafi fengið eða þá að hann hafi orðiö fyrir slæmum áverkum sem þá eru líklegri til að koma okkur í koll fyrr eða síöar ef af kaupum veröur. Látið skrá full- yrðingar á afsalið Algengur akstur á einkabíl er 15—20 þúsund kílómetrar á ári. Fari aksturinn fram yfir það, sam- kvæmt kílómetrateljaranum, veröur hann aðteljast mikið ekinn. Út af fyrir sig þarf það ekki að vera frágangssök ef viöhald hefur verið gott og umhirða eftir því, og tillit tekið til þess i verölagningu hve mikiö bíllinn er ekinn. Hins vegar skulum viö alltaf muna eftir því að „líftími" hinna ýmsu hluta bílsins er ekki nema svo og svo mikill þdnhíg áð því meira sem bíll er ekinn þvi meiri líkur eru til að meiri háttar endurnýjanir séu farnar að nálgast. í þessu sam- bandi skiptir fleira máli en vélin. Hvað til dæmis með spindla, spyrnur, stýrisenda, bremsukerfi, kúplingu, pústkerfi? Hirðusamur eigandi heldur rekstrarbók þar sem hægt er að staöfesta fullyrðingar um endurbætur og viöhald. Látið bíla- salann ekki fullyröa neitt að þessu leyti heldur berið það saman við þau plögg sem hægt er að leggja fram. Stundum verða engin plögg lögð fram af því viökomandi viðhald hefur ekki farið fram á viður- kenndu verkstæði. Engu aö síður getur þetta við- hald hafa verið gott og fullnægjandi, en sé ekki hægt að sanna það með plöggum ber að taka því meö vissum fyrirvara og reyna að staðreyna það á annan hátt. Takiö meira mark á oröum bileígand- ans en bílasalans um þessi efni og látið taka fram í afsali, ef ykkur þykir ástæða til, að seljandi fullyrði — til dæmis að skipt hafi verið um kúplingu fyrir tveimur mánuöum. Hrynji kúplingin svo hjá ykkur skömmu eftir að kaupin eru gerð ber seljandinn ótvíræða ábyrgð. Sama er að segja ef vél er sögö Vikan 5. tbl. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.