Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 27
gleraugu en sagði bara: Hann verður alveg eins og B. Endir. Þetta er nóg í bili, eða er þaðekki? Mig dreymir hverja nótt en man fáa af draumunum og suma óljóst. Þó œtla ég að bœta þeim ellefta við og það er sá nýjasti. 11. Ég var að skreppa á X með tveim stelpum, G og A. Ég keyrði en man þó ekki ferðina. Er við vorum komnar hlupum við í hús og G var á undan mér og mér fannst hún líta sigri hrósandi á mig. Ég sagði hált við A að ég hefði ekki viljað hlaupa hraðarþví að ég vildi ekki reyna neitt á mig, ég vœri slöpp. A líkaði vel að ég skyldi móðga G og tautaði takk og brosti. Ég mátaði peysu þarna (bleika) og leit í spegil og sá þá að hárið á mér var fitugt. Ég reyndi að laga það til en það var ömur- legt. Ég sagði við af- greiðslustelpuna að ég hefði ekki haft tíma til að skola úrþví. Endir. Með fyrirfram þökk. E.S. Ráðning þessara drauma hefur tafist alllengi en nokkrir þeirra hafa þegar birst í þættin- um og verið ráðnir. Hér kemur ráðning hinna þó seint sé en sumir varða næstu daga eftir að þig dreymdi þá og þess vegna úreltir eftir þann tíma (4—10 vikur) sem tekur að fá drauma birta um þessar mundir. Blaðið er mánuð í vinnslu og mikið magn drauma þíður þirtingar. 2. Þessi draumur hefur senni- lega þegar komið fram og er fyrir rifrildi í fjölskyldu þinni. 3. Þessi draumur er öllu bita- stæðari. Hann bendir til þess að þú eigir eftir að leggja út á óvenjulega braut í framtíðinni og jafnvel fást við eitthvað sem fáir hafa fengist við. Þú munt ná skjótum árangri fyrst í stað og gera eitthvað sem verður í minn- um haft. Þú verður sennilega að fara varlega í velgengninni, eins og gjarnan vill verða, og þú breytir til og finnur að það ber ekki eins góðan árangur þannig að í lok draumsins ertu að reyna að ná sama árangri og áður. Það er undir því komið hvernig þér fannst líkur þínar vera á að þú næðir því sem þú ætlaðir þér á hlaupunum hvernig horfurnar á árangri verða, ef þér fannst lík- legt að þú næðir strákunum á hlaupunum verður árangurinn góður. 4. Þessi draumur er þegar kominn fram og er fyrir vætutíð. 6. Þessi draumur varðar ásta- lífið hjá þér, sem eftir draumn- um að merkja ætti að verða við- burðaríkt í framtíðinni en kannski dálítið villt í köflum, allt þó í hófi og þú munt sjálf ákveöa hvenær nóg er komið. 7. Þessi draumur er fyrirboði einhverrar baráttu eða veikinda í f jölskyldu þinni og margir aðilar koma þar við sögu. Ekki mun allt fara vel og sorgir og gleði skiptast á í þessu máli. Draum- urinn boðar hins vegar litla frænda þínum ekkert illt. 8. Þessi draumur er svipaður að ráðningu til og draumur nr. 6 en í viðbót kemur fram í honum mikil velgengni og vinsældir þínar hjá hinu kyninu. 9. Enn er þetta vætutíðin og við það má bæta að þú virðist hafa lifað mjög hamingjuríka tíð í þínu lífi í rigningarveðri og ef til vill þannig að þú minnist þess í framtíðinni. 10. Þessi draumur er hálf- gerður manndómsdraumur fyrir þig og bendir til þess að þú sért um þessar mundir eða nýlega búin að taka af skarið í ein- hverju máli sem varðar framtíð þína, en hafir fram til þessa ver- ið heldur leiðitöm. 11. Þessi draumur er fyrir minni háttar fjármálasvipting- um og einhvers konar (leiðin- legu) umtali vegna þeirra. rtír Stjörnuspá % ' Hrúturinn 21. mars-20. april. Þú nýtur yfirburða- þekkingar þinnar á einhverju máli sem upp kemur á næst- unni. Hikaðu ekki viö aö notfæra þér þetta. Nautið 21. april-21. mai Nú er tímabært að koma ýmsum smá- málum í lag. Bregðist þú við af festu og einurð þarftu þó engu að kvíða. Tviburarnir 22. mai 21. júni. Þér hættir til að taka alltof hátíðlega þaö sem um þig er sagt. Þér væri hollt að stefna aö því að draga úr áhrifum umtals á þig. Krahhinn 22 júni-23. júli. Finnist þér þú ekki metinn að verð- leikum er engu um að kenna nema hrok- anum í þér. Vin- samlegt viðmót spill- ir engu. Ljónið 24. júli-23. ágúst Einhver sem þú um- gengst mikiö en þekkir þó í rauninni lítiö kemur þér á óvart. Gleymdu ekki aö sýna viökomandi að þú kunnir að meta það sem vel er gert. Vogin 24. s«pt.-23. okt. Þér finnst eitthvaö dauflegt í kringum þig en þarft ekki að búast við að tilbreyt- ingin komi af sjálfu sér. Sýndu framtak og þú munt sjá að þaö mælist vel fyrir. Sporðdrekinn 24. okt.-23. nóv Þín er þörf þótt ekki sé leitað eftir hjálp þinni. Reyndu að komast að því hvernig í málum liggur og haföu sam- band að fyrra bragði. Bogmaðurmn 24. nóv 21 des Vertu ekkert að brydda upp á nýjung- um þessa dagana því ólíklegt er að slíkt blessist. Sömuleiðis skaltu gæta þín í við- skiptum og fresta öllum stærri verkum. Steingeitin 22. des -21. jen. Þú gerir þér undar- legar hugmyndir og oft er erfitt aö finna rökrétt samhengi í ályktunum þínum. Farðu þó sérlega var- lega, einkum ef roskiö fólk á í hlut. Vatnsberinn 21. jan.-19. lebr. Vanhugsuð orð og fljótfærnislegar á- kvaröanir koma þér í koll. Kostaðu kapps um að bjarga því sem bjargaö veröur. Meyjan 24 águst -23 sept Þú gætir þurft að taka á honum stóra þínum því mestar lík- ureruáaðþúverðir fyrir einhverju and- streymi á næstunni. Fiskamir 20. febr.-20. mars. Undarlegir atburðir valda þér heila- brotum. Með hæfi- legu léttlyndi er hægt að hafa gaman af öllu saman. Vikan 5. tbl. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.