Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 48

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 48
Skatthol „Hvenær dagsins var þaö nú...?" Baker klóraöi sér f höföinu en kona hans svaraöi samstundis. „Ég var réttfarin aöhita kakóiö þannig aö þetta var um kl. 11 og meðan við vorum aö skrifa undir sauö allt upp úr hjá mér." „Og seinni erföaskráin?" „Um þaö bil klukkustund slðar. Viö uröum aö koma aftur og skrifa undir. „Ég geröi vitleysu," sagði húsbóndinn, „og varö aö rífa hana. Mætti ég biðja ykkur um aö skrifa aftur undir." Sem viö og geröum. Siðan gaf hann okkur hvoru um sig dágóöa peningafúlgu og sagöi: „Ég arfleiði ykkur ekki aö neinu þannig aöég ætla að launa ykkur trúmennsku ykkar núna."" „Hvaö geröi hr. Marsh aö þessu loknu?" „Hann fór I bæinn og borgaöi reikninga." Ekki virtist þetta lofa góöu um lausn málsins. Poirot fór þvl inn á nýjar slóö- ir. Hann lyfti lyklinum aö skattholinu og spuröi: „Er þetta rithönd húsbónda ykkar?" Það má vera aö þaö hafi veriö ímyndun en mér heyröist hr. Baker hika ör- litla stund áöur en hann svaraöi: „Já, herra minn.” „Hann lýgur," hugsaöi óg, „en hvers vegna?" „Hefur húsbóndi ykkar leigt húsiö einhvern tlma undanfarin þrjú ár eöa hafa einhverjir ókunnugir dvalist hér á þeim tlma." „Nei, herra." „Engir gestir?" „Aðeins ungfrú Violetta." „Engir ókunnugir komið inn í þetta herbergi?" „Nei, herra." „Þú gleymir verkamönnunum, Jim," sagöi frú Baker. „Verkamönnunum?" Poirotsneri sérviö. „Hvaöa verkamönnum?" Konan skýröi frá þvl aö fyrir um þaö bil tveim árum hefði hr. Marsh kallað á verkamenn til aö gera við eitt og annaö sem fariö var aö ganga úr sór. Hún taldi þessar viögeröir fyrirslátt hjá húsbóndanum þvl aö hluta af tímanum voru mennirnir við vinnu hór inni á skrifstofunni, en hvaö þeir geröu þar vissi hún ekki þvl aö hvorugu þeirra hjóna var hleypt inn I herbergiö á meöan. Hún mundi þvl miöur ekki nafniö á fyrirtækinu sem unniö haföi verkið en þaö hafði aösetur I Plymouth. „Kemst þó hægt fari, Hastings," sagöi Poirot og neri saman höndunum meöan Bakerhjónin yfirgáfu herbergið. „Hann hefur án efa gert aöra erföa- skrá og slðan fengiö verkamennina frá Plymouth til aö búa til hentugan felu- staðfyrir hana. I staö þess aöeyöa tlma okkar viðað berja veggi og gólf skul- um viðfara til Plymouth." Þaö tók okkur smátlma aö hafa uppi á fyrirtækinu sem hr. Marsh haföi leit- aö til. Sömu verkamennirnir höföu unniö hjá þessu fyrirtæki I mörg ár og því var auðvelt aö finna þá tvo verkamenn sem höföu unniö fyrir hr. Marsh. Þeir mundu vel eftir þessu verkefni. Þeir höföu gert viö ýmsar smáskemmdir hér og þar I húsinu og meöal annars höföu þeir tekiö upp múrsteinana I gamalli eldstó. Þar undir höföu þeir búiö til hólf og höggviö slöan steinana þannig til aö enga missmlö var aö sjá. Hægt var aö opna hólfiö meö þvi aö ýta á múr- stein frá botni eldstóarinnar. Þetta var aö sögn mannanna mikið vandaverk og gamli maöurinn haföi staðiö yfir þeim meöan þeir unnu. Heimildarmaöur okkar hét Coghan, risi á vöxt, meö grátt yfirvaraskegg. Hann virtist greindar- náungi. Viö snerum aftur til Crabtreeseturs glaöir I bragöi, lokuöum vinnustofunni og opnuöum hólfiö. Þetta var svo sannarlega hin mesta völundarsmiö þvi ekki varneina missmlðaösjá á múrsteinunum. Poirot rak höndina ofan I holuna sem kom í Ijós. Skyndilega kom ótta- og undrunarsvipur á andlit hans. Hann sópaöi upp úr hólfinu brunnum leifum af pappir. Fyrir utan brunaleifarnar var hólfið tómt. „Drottinn minn dýri," hrópaði Poirot reiöur, „einhver hefur oröiö á undan okkur." Viö rannsökuöum öskuna áhyggjufullir. Þetta voru greinilega leifarnar af erföaskránni. Hluti af undirskrift hr. Bakers var læsilegur. Sá hluti sem greindi frá arfinum var hins vegar brunninn. Poirot settist á hækjur sér. Svipurinn á honum heföi veriö bráöfyndinn ef aöstæöur hefðu veriö aörar. „Ég skil þetta alls ekki," sagöi hann. „Hver hefur eyöilagt erföaskrána og til hvers?" „Bakerhjónin," lagöi ég til. „Hvers vegna? Ekki hagnast þau á þvl aö láta hina erfðaskrána ganga i gildi. Ef ungfrú Marsh erfir húsiö eru verulegar líkur á því aö þau haldi stöðu sinni. Sjúkrahúsin koma til með að græða á þessu en varla hafa útsendarar þeirra veriö héraö verki." „Kannski hefursá gamli skipt um skoðun?" sagði ég. Poirot stóö á fætur og dustaöi af hnjánum á sér. „Má vera," viöurkenndi hann. „Þetta er ein af skynsamlegustu athuga- semdum þínum, Hastings. Við getum allavega ekki gert betur, við höfum gert allt sem I mannlegu valdi stendur. Viö höfum att kappi viö gáfur hr. Marsh og því miöurerfrænka hans engu bættari." Með þvi aö flýta okkur til stöðvarinnar náöum viö lest til London, þó ekki hraölest. Poirot var bæöi hryggur og reiöur. Ég var hins vegar fyrst og fremst syfjaöur og dottaöi þvi I einu horni klefans. Þegar viö vorum að leggja upp frá Tauton æpti Poirot allt I einu upp yfir sig: „Fljótur, Hastings. Vaknaöu og hoppaðu út. Hoppaöu, segi ég." Aður en ég vissi af stóö ég á brautarpallinum, yfirhafnarlaus, berhöföaöur og án ferðatösku en lestin hvarf út I náttmyrkrið. Ég var öskureiður en Poirot varalveg sama. „Ég er hálfviti," hrópaði hann, „löggiltur hálfviti. Aldrei skal ég aftur gorta af litlu gráu frumunum mínum." „Huh, það var þó til einhvers barist," urraöi ég í bræði. „Og hvaö á þetta svo allt saman aö þýöa?" „Reikningarnir, ég hef alveg gleymt þeim. Já, en hvar... ég get ekki haft rangt fyrir mér. Viö snúum aftur strax." Þaö var hægara sagt en gert. Okkur tókst að ná I sveitalest til Exeter og þar leigöi Poirot sér bíl. Við komum aftur til Crabtreeseturs I morgunsárið. Ég ætla ekki að lýsa undrun Bakerhjónanna yfir því aö sjá okkur aftur þegar okkur hafði loks tekist að vekja þau. En Poirot skeytti ekkert um það. Hann óð beint af augum inn I vinnuherbergið. „Ég hef ekki aðeins veriö löggiltur hálfviti, ég á skiliö meistaranafnbót I greininni. Sjáiö þiö nú til," sagði hann. Poirot gekk beint aö skattholinu, tók lykilinn aö því og opnaöi umslagiö. Ég góndi heimskulega á hann. Hvernig ætlaði hann aö koma heilli erföaskrá fyrir I svona plnulitlu umslagi. Hann opnaði umslagið varlega. Síöan kveikti hann eld og hélt umslaginu upp aö eldinum. Eftir smástund byrjuöu stafir að koma í Ijós. „Sjáðu, kæri vinur," hrópaði Poirot sigurviss. Ég skoðaöi þetta vandlega. Jú, þarna voru nokkrar línur ritaðar daufu letri. Þar sagði aö hr. Marsh arfleiddi frænku sina að öllum eigum sinum. Erföa- skráin var dagsett 25. mars kl. 12.30 og vitni voru Albert Pike kaupmaöur og Jessi Pike kona hans. „Skyldi hún vera lögleg?" spurði ég. „Þaö eru engin lög sem banna þér að skrifa erföaskrána þina með ósýni- legu bleki. Efni þessarar erföaskrár er skýrt og ótvírætt, eini eftirlifandi ættingi fær allt. Hann var snjall. Hann geröi sér fulla grein fyrir þvi hvernig vænt- anlegir leitarmenn myndu haga sér. Hann náöi sér I tvö eyðublöð fyrir erföa- skrár og lét þjónustufólkiö skrifa tvisvar undir. Eftir þaöfór hann út meö raun- verulegu erföaskrána I vasanum, skrifaða á óhreint umslag, ásamt sjálfblek- ungi fylltum af ósýnilegu bleki. Hann finnur sér einhverja ástæöu til aö láta kaupmanninn og konu hans skrifa nafniö sitt á umslagiö, bindur þaö svo viö lykilinn aö skattholinu og hlær dátt meö sjálfum sér. Ef frænka hans sér í gegnum þennan vef hefur hún svo sannarlega réttlætt ákvarðanir sinar og á fullkomlega skiliö aö fá peningana." „En hún sá ekki í gegnum þetta, eða hvað?" sagöi ég rólega. „Mér finnst þetta ekki réttlátt. I raun og veru fór sá gamli meö sigur af hólmi.” „Þetta er ekki rétt hjá þér, Hastings. Ungfrú Marsh sannaöi bæöi hæfileika sína og gildi menntunar fyrir konur meö þvi aö leita til mín. Hún geröi sér grein fyrir því aö þaö er nauösynlegt að leita til sérfræöinga. Hún hefur því sannaðaö hún á fullan rétt á peningunum." „Mér er þaö mjög til efs," sagöi ég, „aö Andrew gamli Marsh líti þannig á málið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.