Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 23

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 23
starfað. Finnst þér þaö skemmtilegra en aö starfa niöri á Skúlagötu? ,,Já, mér finnst það að minnsta kosti eins og er. Það er miklu léttara yfir öllu hér, mcnn taka sig ekki beinlínis hátíðlega og andinn er góður. Starfið niðri á Skúlagötu gat stundum orðið svolítið þunglamalegt þó þar hafi vissulega verið mjög gaman líka. Ég á heldur ekki von á öðru en að ég verði leiður á þessu þegar fram líða stundir; ég er nú þegar farinn að sakna lcikritanna dálítið; það var mjög skemmtilegt að taka þau upp. Eins eru sinfóníuupptökur mjög ánægjulegar. Vinnubrögðin hér eru náttúrlega svip- uð frá degi til dags og fjölbreytnin er ekki mikil. Það sem bjargar manni frá því að verða þreyttur á þessu cr að keyrslan ersvo mikil.” — Eru beinar útsendingar meira aö þínu skapi en nosturslegar upptökur? ,,}á, það má segja það, að minnsta kosti eins og er. Maður fær alltaf svolítinn fiðring í magann þegar beina útsendingin byrjar — maður getur ekki spólað til baka og tekið hlutina upp aftur þó eitthvað fari í handaskolum. Stundum vildi ég þó næstum óska þess. . .” — Manstu eftir einhverjum sérstaklega slæmum mistökum sem þú hefur gert í beinni útsendingu? Georg hugsar sig lengi um. ,,Nei,” segir hann loks, ,,ég man ekki eftir neinu sérstöku.” — Þú gerir kannski aldrei mistök? ,,Nei! Eigum við ekki bara að hafa það þannig? En ég kalla það ekki mistök þó maður setji vitlaust lag á eða stilli á vitlausan hraða, það er bara mannlegt og ég hef meira að segja tekið eftir því að hlustendum þykir svoleiðis lagað bara heimilislegt. Fólk virðist kunna vel við svona smámistök, þó ekki sé þar með sagt að við förum að gera þetta viljandi! En allir eru mannlegir og það er ágætt að vera minntur á það. Það er farið að styttast í að rás tvö hefji aftur út- sendingar, annar tæknimaður er kominn á vettvang til þess að taka upp eitthvert lítilræði og ýmsir eiga erindi við Georg. Hann leikur á als oddi eins og endranær. Ég spyr hann hvort hann haldi að hann sé þegar kominn á rétta hillu í lífinu, hvort hann sé bú- inn að finna sér framtíðarstarfið. ,Já, svo sannarlega,” segir hann af sannfæringar- krafti. ,,Ég get ekki ímyndað mér annað en að ég verði við takkana þangað til mér verður ekið upp á Droplaugarstaði.” Síðan bætir hann brosandi: ,,Svo spila ég með útvarpsbandinu á árshátíð- um. . .” ,,Já. . ef ég fcngi svona þrjú hundruð þúsund á mánuði — minnst! En í alvöru talað þá myndi ég hugsa mig vcl um. F.g er búinn að vera svo lengi hjá útvarpinu, hátt á áttunda ár — sumum finnst það kannski ekki langur tími en mér finnst það! Og mað- ur er farinn að bera ákvcðnar taugar til stofnunarinn- ar.” — Svo kaupið er ekki allt? ,,Nei, kaupið er ekki allt. Og ég á líka eftir að sjá rcksturinn hjá þessum frelsispostulum — sjá þá skapa sömu aðstöðu og sama frjálsræði og þrátt fyrir allt cr við lýði hér innan veggja. Frjálsræðið er nefnilega mjög mikið — hér getur maður gert og sagt hvað sem er ef maður hcldur sig bara innan almcnnra velsæm- ismarka, hver svo sem þau eru. . . ” — Mér heyrist þú ekki hafa mikla trú á ,,frjálsu útvarpi”. ..Þctta á auðvitað allt saman eftir að koma í Ijós en fyrirfram hleyp ég ckkcrt upp til handa og fóta. Það verður sama hvað þcir reyna, þessir karlar. þcir munu aldrei komast með tærnar þar sem Ríkisútvarpið hcf- ur hælana.” — Þú hefur veriö aöaltæknimaöur rásar tvö mestallan þann tíma sem hún hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.