Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 17

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 17
I I liggur í augum uppi að við fáum oft upplýsingar frá ýmsum mönnum og við leitum eftir upplýsingum. Forsenda þess að ná árangri í þessu starfi er að eiga gott samstarf við al- menning.” — Kemur það fyrir að fólk hringi og gefl upplýsingar en vilji ekki segja til nafns? ,Já, það kemur fyrir. Eins óskar fólk oft eftir því að nafn þess sé trúnaðarmál milli þess og lögreglumannsins. I slíkum tilfellum virðir lögreglumaður- inn slíkt og nafnið fer hvergi inn áskýrslur.” — Lekur ekkert af upplýs- ingum hjá ykkur? ,,Ekki svo mér sé kunnugt um.” Við dulbúumst ekki — Nú starfið þið óein- kennisklæddir. Þekkist þið ekki alltaf? ,,Við þekkjumst, hugsa ég, flestir, að minnsta kosti hjá ákveðnum hópi manna, enda er það í sjálfu sér ekkert leyndarmál hverjir vinna hjá okkur. Nöfn okkar allra eru til dæmis í símaskránni og við erum opinberir starfsmenn. Það er lika álitamál hvað við höfum mikla þörf fyrir að dylj- ast, en hins vegar erum við ekk- ert að láta bera á okkur meira en nauðsyn krefur, en við dulbúumst ekki,” segir Helgi og hlær. — Þú nefndir að 1. deild kæmi til með að rannsaka morð- mál. Er RLR skipt í margar deildir? ,Já, það er deiidaskipting hjá okkur. Ég nefndi að 1. deild færi með rannsókn á morðmálum en auk þess eru rannsökuð þar ýmis slysamál og ýmis sérrefsilagabrot, svo eitt- hvað sé nefnt. I 2. deild eru rannsökuð ýmis fölsunarbrot, svo sem ávísanafals, skjalafals og fleira. I 3. deild eru rann- sökuð þjófnaðarbrot, mál er varða börn og unglinga, brun- ar, nauðganir og fleira. 4.' deild er ný deild hjá okkur og þar eru rannsökuð stærri skatta- og efnahags- og viðskiptabrot. Sú deild rannsakaði til dæmis svokallað „okurmál” sem mjög hefur verið í fréttum að undanförnu. Þá má nefna tæknideild sem, eins og nafnið bendir til, sér um alla tækni- vinnu, ljósmyndum, vettvangs- uppdrætti, fmgrafaratöku og svo framvegis. Einnig er sérstök boðunardeild sem sér um að flytja' menn og sækja og svo er skráningardeild sem sér um skráningu rannsóknargagna hjá RLR.” — Er rannsóknarlögreglan aldrei vopnuð? ,,Nei, við erum ekki vopn- aðir.” — Eruð þið með stækkunar- gler?* ,,Nei, menn ganga ekki með stækkunargler á sér. Hins vegar nota tæknideildarmenn oft stækkunargler við starf sitt.” — Eruð þið þá ekki með neitt á ykkur? ,,Við höfum að sjálfsögðu penna og vasabók, svo og skil- ríki sem sýna að við erum rann- sóknarlögreglumenn. Annað er ég til dæmis ekki með á mér. — Segðu mér eitt, Helgi. Eru símahleranir stundaðar hér á landi? ,,Nei, til að koma við síma- hlerun þarf að fá úrskurð hjá dómara.” — En nú finnst manni rök- rétt að slíkt geti verið nauðsyn- legt? „Það kann að vera að sú staða komi upp að það kunni að vera nauðsynlegt en ég tel að slíkum úrræðum eigi ekki að beita, nema ærnar ástæður séu til þess og lagaskilyrði til þess eru þau að um mikilsverð saka- mál sé að ræða eða að öryggi ríkisins krefjist þess.” — Nú þurfið þið stundum að fá úrskurði vegna leitar í húsum? ,Já, stundum þurfum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.