Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 22
hef ég tekið eftir því að margir þáttastjórnendur hér hafa tekið sér Bretana til fyrirmyndar og það er ekkert nema gott eitt um það að segja. Og nóta bene, hér eru það tveir menn sem senda út þáttinn — ég og stjórnandinn — en úti eru það fimm til tíu manns. Þar er einn sem sér um að kjafta, svo eru tveir tækni- menn, pródúser og alls konar aðstoðarfólk. Það er helvíti gott að standa þeim ekki langt að baki þegar aðstöðumunurinn er svona mikill .” — Nú ætla ég að breyta þessu í hefðbundið viðtal og spyrja þig um ætt og uppruna. „Drottinn minn,” segir Georg og eröllum lokið. ,,Ég veit ekkert um ættina! En ég er vesturbæingur — tveggja stjörnu maður.” — ???? ,,Já, ef Ellert Ð. Schram er þriggja stjörnu maður vegna þess að hann cr KR-ingur, vesturbæingur og sjálfstæðismaður þá er ég tveggja stjörnu maður; KR- ingur og vesturbæingur. Sjálfstæðisflokkinn hef ég látið eiga sig hingað til. Hins vegar fluttum við út á Nes þegar ég var um það bil þriggja ára og þar var ég fram undir tvítugt með hinum vitleysingunum. ’ ’ — Varstu samt í KR? ,,Já, ég byrjaði I KR og reyndar held ég að ég hafi verið skráður inn I félagið við fæðingu. Pabbi og afi eru báðir snarvitlausir KR-ingar og pabbi er núna varaformaður félagsins. Þcim þótti það báðum hrein- asta guðlast þegar ég skipti yfir og fór úr KR í Gróttu. En satt að segja missti KR ekki af miklu; ég var fer- lega lélegur í fótbolta og var yfirleitt hafður í C eða D liðinu.” — Hvað með námsferil? „Eftir að ég lauk við Mýrarhúsaskólann byrjaði ég aðeins I Iðnskólanum en hætti um jól eftir að hafa fengið núll í ástundun! Þá fór ég í símvirkjun eða raf- eindavirkjun eins og það heitir víst núna. ’ — Hvers vegna? , ,Ég stefndi bara að þvl sem ég er að gera núna eða svona hér um bil. Það greip mig þegar ég var smá- patti að gutla eitthvað á gítar að mig langaði til þess að fást við upptökur. Símvirkjunin var góð grunn- menntun undir það. Svo þegar ég var búinn með símvirkjaskólann þá skrifaði ég nokkrum skólum er- lendis og sótti um að fá að læra upptökutækni I sjálfu sér. Ég fékk þau svör að þeir vildu gjarnan fá mig en ég þurfti helst að kunna þetta allt saman áður, hafa einhverja reynslu. Það þótti mér skrýtið. Ég fékk stöðu á útvarpinu og eftir það fannst mér tilgangs- laust að fara út að læra það sem ég kunni þá þegar. — Þú minntist á gítargutl. Varstu mikiö í músík? „Svona svolítið. Ég var til dæmis I þeirri víðfrægu hljómsveit, Sveinum frá Seltjarnarncsi. sem kom fyrst fram 1963, þegar ég var sjö ára, og starfaði óslit- ið til 1973 cða 74. Hún tróð að vísu aðallega upp í stofunum hcima hjá okkur og kom sjaldan fram opinberlcga, cr mér óhætt að segja! Mig minnir að ég hafi aðallcga spilað á dósir til að byrja mcð. Seinna lærði ég á lúður og var í lúðrasvcit og svo byrjaði ég aðcins að læra á gítar í Tónskóla Sigursveins. Því hætti ég fljótlega og sé alltaf mikið cftir fví. Núna cr ég að burðast við að læra að spila blús á munnhörpu; Vcrnharður Linnet er að kcnna mér að mcta blús cinsog þú heyrir. . . ” Það var grátandi blús á fóninum á skrifstofunni hans Georgs. Hann sagði mér að það væri Sonny Bov Williamson. — Þú hefur nú lengi spilað á munnhörpu. ,,Já. ég hcf svona vcrið að gutla dálítið. Nú tck ég þctta föstum tökum og cr í læri hjá Hreini Valdi- marssyni. tæknimanni og yfirmunnhörpusnillingi!” — Ekki ertu þó búinn aö gefa Bítlana upp á bátinn? Eöa nafna þinn Harrison?! ,,Nci, crtu frá þér? I.íttu bara í kringum þig!” Og mvndirnar scgja sína sögu. Á vcggjunum cru allir Bítlarnir, synist mér, cn Harrison skipar öndvcgi. Cicorg cr raunar víðfrægur fvrir dálæti sitt á Gcorgc Harrison og ásamt Gunnari Salvarssyni skipar hann framvarðasvcit Harrisonvinafélagsins á íslandi. ..Harrison yfirgcf ég aldrci.” scgir Gcorg hátíð- lega. ,,Þar scm aðrir mcnn hafa mynd af konunni sinni á náttborðinu þar hcf ég mynd af Harrison!” — Og þessi óskalög sem þú sagðist heimta villt og galið, þau eru kannski flest meö Bítl- unum og Harrison? ,,Já, það má segja það. Ég rcyni cftir mætti að troða Bítlunum að, það má alltaf finna citthvað gott mcð þeim. Mér finnst líka að áhuginn á þeim hafi eitthvað minnkað nú upp á síðkastið, hann gaus upp þcgar Lennon var mvrtur og svo hcfur smátt og smátt dregið úr honum á nv. Mér finnst þcir alvcg ciga það skilið, grcvin. að maður rcyni að koma þeim á fram- færi!” — Nú er útvarpsrekstur oröinn frjáls. Áttu von á því aö þú farir eitthvaö annaö aö stýra tökkunum? ,,Nci! Ég vcrð hér kyrr. Það hcfur ncfnilcga eng- inn boðið mér vinnu. Maður cr að lesa í blöðunum að það sé verið að bjóða í alla tæknimcnn Ríkisútvarps- ins og þeir séu á hröðum flótta frá stofnuninni en það hcfur greinilega cngum dottið í hug að bjóða í mig!” — En mundiröu fara ef vel væri boðiö? 22 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.