Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 47

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 47
„Jú, þau heita Baker." Morguninn eftir hófst leitin að erfðaskránni. Við höfðum komiö til Crab- treeseturs nóttina áður. Bakerhjónin höfðu fengiö skeyti frá ungfrú Marsh og voru því viðbúin komu okkar. Þau voru vingjarnlegasta fólk. Maöurinn var rýr eins og hann hefði þornaö upp en kona hans var að minnsta kosti tvibreiö. Við vorum þreyttir eftir ferðina og gengum því til náða strax að loknum kvöld- verði sem samanstóö af grilluöum kjúklingi, eplaböku og Devonskírisosti. Um morguninn fengum við vel útilátinn morgunmat og að honum loknum héldum við inn í lítiö, panelklaett herbergi. Þetta hafði verið vinnuherbergi og dagstofa hr. Marsh. Við einn vegginn stóð griöarmikiö skatthol sem reyndist fullt af snyrtilega röðuðum og flokkuðum papplrum. Skammt þar frá stóð leöurklæddur hægindastóll sem bar þess greinileg merki að hafa verið uppá- haldshvildarstaður eiganda síns. Beint á móti stólnum stóð stór sófi og gluggakisturnar voru búnar sessum úr sams konar áklæði og var á sófanum. „Ágætt, kæri vinur," sagði Poirot um leið og hann kveikti sér í einni af litlu sígarettunum sem hann reykti gjarnan. „Nú verðum við að gera hernaðar- áætlun. Ég hef þegar farið i könnunarleiöangur um húsið og þess vegna er ég nokkurn veginn sannfæröur um að lausnina á vandamálinu er að finna í þessu herbergi. Viö verðum að skoða öll skjöli í skrifborðinu. Ég hef að vísu litla trú á að erföaskrána sé þar að finna en hins vegar gæti leynst þar einhver vís- bending um hvar hana er að finna. En fyrst verðum við að fá ýmsar upplýs- ingar. Hringdu bjöllunni." Ég hringdi. Meöan við biðum eftir að bjöllunni væri svaraö stóð Poirot upp, gekk um gólf og kinkaöi kolli í viðurkenningarskyni. „Hr. Marsh var greinilega mjög skipulagður maður. Sérðu hversu vel öllum skjölum er raðað og síöan er lykillinn að hverri skúffu merktur með spjaldi úr fllabeini? Sömu sögu er að segja af lyklinum aö skápnum þarna á veggnum sem postuliniö er geymt I. Sérðu hversu vel postullninu er raðað? Þvlllkur munur. Hér er ekkert sem særir. . ." Poirot þagnaöi skyndilega um leiö og honum varö litið á lykilinn að skattholinu sjálfu. Hann var merktur með Ijótu, skltugu umslagi. Poirot hnyklaöi brýrnar og tók hann úr skránni. Á umslagiö var skrifað „lykillinn að skattholinu". Rithöndin var subbuleg, mjög óllk rit- höndinni á hinum merkingunum. „Hér er eitthvað öðruvisi en þaö á aö vera," sagði Poirot. „Ég gæti næstum svarið aö þetta sé ekki handarverk hr. Marsh. En hver annar gæti hafa gert þetta. Ungfrú Marsh? Varla. Hún er, ef mér skjátlast ekki, vandvirk eins og frændi hennar." Baker kom inn I þessu. „Vilduö þér vera svo vænn að ná I konu yöar og svara slðan nokkrum spurningum?" Baker fór og kom aftur að vörmu spori með konu slna sem var að enda við að þurrka sér um hendurnar og Ijómaöi eins og sólin. Poirot skýrði þeim I fáum oröum frá verkefni okkar dg þau lýstu þvl strax yfir aö þau styddu okkur I leit okkar. „Við viljum ekki aö ungfrúin sé snuðuð um það sem er hennar meö réttu," sagði frú Baker. „Þaö væri verra ef þetta rynni allt saman til sjúkrahúsanna." Poirot hélt áfram að spyrja. Bakerhjónin mundu vel eftir því að þau undirrit- uðu erfðaskrána sem vitni að gerð hennar. Hr. Baker hatöl veriö sendur til þorpsins til að ná I tvö eyöublöö fyrir erfðaskrá. „Tvö eyðublöð?" spuröi Poirot. ,,Já, auðvitaö, herra minn. Hr. Marsh vildi vera öruggur um að eiga eitt blaö til vara ef hann eyðilegöi annaö eyöublaöiö, enda geröi hann það lika. Við skrifuðum undir þaðfyrra..." •f - '* .,.................................' 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.