Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 30

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 30
— En hvernig má það vera að óbrotin mjólkurbúsblók eins og Martinus hinn danski skyldi skyndilega dag einn fá vitrun um öll lög- mál tilverunnar? Finnbjörn hefur að sjálfsögðu greið svör við þessu: „Það eru bara tíu menn frá upphafi sem hafa skynjað kosmosið eða alheimsvitundina, bara tíu menn í mannkynssögunni og það hafa líka verið algjörar afburöaverur eins og Jesús, Búddha, Múhameð og Martinus. Þeir hafa náð fullkomnum andlegum þroska og skilið allt, fortið, nútið og framtíð, allt saman. Kristur var til dæmis fær um að gera kraftaverk því hann skildi eöli sköpunarinnar." Heimsstyrjöld fyrir aldamót — En hvenær mun mannkyn allt ná lokatakmarkinu og lifa i para- dis alskynjunarinnar? I Ijós kemur að málarameistarinn er þeirrar iskyggilegu skoðunar að okkar bíði enn ein heimsstyrjöldin, að öllum líkindum fyrir næstu aldamót. „Mælikvarði á manninn er ekki gáfnafar hans. Þú sérð nú hvert gáfurnar hafa leitt okkur — kjarnorkusprengjur i öllum hornum. Við höfum ekkert lært frá dögum Adams. Við erum enn að éta af skilningstrénu, við þekkjum ekki mun góðs og ills. Við verðum að læra það að við erum það siðferðisstig sem við stöndum á." Lesendum til hugarléttis skal þess getið að næsta heimsstyrjöld verður sú siðasta. Þá loksins förum við að átta okkur á karmanu sem Finnbjörn og Martinusarnir hafa áttað sig á fyrir löngu. Og eitt enn. Finnbjörn upplýsir ,,að það sé mjög gott karma að vera fæddur islendingur”, að vera fæddur i sliku friðsemdarríki veiti okkur mikið kosmiskt forskot. ,,Við Norðurlandabúar stöndum á einna hæsta siðferðisstigi i heiminum. Viö látum ekki slasaðan mann liggja langtimum saman á götunni. Við kippum I velferðarspottana og ambúlansinn kemur og hirðir hann. i Indlandi væri til dæmis sami maður látinn liggja og deyja og enginn skipti sér af. Við erum þó komin þetta lengra." — En hvað segir Finnbjörn um hin gamalgrónu hugtök réttlæti og refsingu? Svar hans er einfalt: „Flvorugt er til." — Nú, hvernig má það vera? „Jú, sjáðu, samkvæmt Martinusi eru glæpir ekki til, bara yfirsjónir eða mis- tök, sem eru bara eins og hvert annað ólán sem við getum svo bætt fyrir í næsta lífi. Og eins er þaó með refsinguna, það er það heimskulegasta sem menn geta gert óvini sínum að drepa hann, það er engin refsing því hinn fær það bara í hausinn aftur. Það þýðir ekkert að taka fram i fyrir karma-lögmál- inu." ísland mjög kosmískt Og áfram er skeggrætt við þennan óvanalega „andlega" málarameistara. Hann segir sjálfur að hægt sé að ræða fræði Martinusar i mörg ár sem vissu- lega væri forvitnilegt en nokkuð umfangsmikið fyrir blaðagrein vora. Þó skal getið fáeinna fróðleiksmola eins og þess að þvi yngri sem mannvera andast í þessu lifi því fljótar komi hún aftur. Finnbjörn segir: „Hjón þurfa ekkert að falla saman þó þau missi litið barn þvi oft fæðist það aftur í næsta skipti." Og nú er rætt um persónuleg samskipti Finnbjörns og Martinusar (ekki þess isfirskal: „Hann vai yndislegur maður, einstakt Ijúfmenni og alltaf glaður. Hann sagði nefnilega að menn gætu ræktað með sér hamingjuna. Hann elskaði ísland alveg. Hann kom se>. sinnum hingað til fyrirlestrahalds, fyrst á vegum Grétars Fells. Og hann fékk heimboð bæði til forseta islands, Ásgeirs Ásgeirssonar, og á prestaþing, sem er mjög merkilegt og þú verður að taka fram, því að í Danmörku vildi kirkjan ekkert með hann hafa. Já, hann elskaði okkur, sérstaklega þessa kontrasta hérna, annaðhvort algjört Ijós eða algjört myrkur." — Þannig að ísland er mjög kosmiskt land? „Já, mjög kosmískt." Síspaugandi gleðimaður Nú rísum við á fætur og málarameistarinn dregur fram ýmis ómetanleg gögn, úrklippur og Ijósmyndir. Þess ber að geta að Finnbjörn er ábyrgðar- maður „köllunarinnar" hér á landi og stöðugt i beinu sambandi við aðal stöðvarnar, Martinus Institut i Danmörku. Þarna er margt fágætra Ijósmynda, svo sem af spámanninum i góðra vina fagnaði hér heima og i Danmörku. Finnbjörn tekur það fram að Martinus hafi verið síspaugandi gleðimaður og alls enginn meinlætamaður þrátt fyrir að konur, ketmeti, tóbak og vin hafi verið utan hans veraldar. Hann hafi meira að segja samið doðranta um sexualisma þar sem hann hélt því meðal annars fram að kynhverfir hefðu hér sérstöku hlutverki að gegna. Og þarna er líka mynd af Finnbirni sjálfum i ræðustól i niræðisafmælisfagnaði Martinusar árið 1980. Eftir að hafa lesið það erindi yfir sagði Einar Ágústsson sendiherra við málarameistarann: Þú verður sómi islands í kvöld. En svo er þarna myndaröð sem sker eilitið i augu — af grafhýsi Martinusar spámanns sem verið hefur i uppbyggingu allt frá dauða meistarans aldna 1981. Finnbjörn er spurður hvort slikt tilstand með dauða kroppa samrýmist kenningunni um andlega eilifð: „Jú, Martinus gaf mjög ákveðin fyrirmæli um smurningu og varðveislu eigin likama því andinn hefur mikil tengsl við efnið og likaminn er alls ekki dauður þá við hverfum úr honum. Þess vegna er hann til dæmis algerlega á móti líkbrennslu, hún geti valdið stórkostlegum skaða sem menn eru lengi að jafna upp.” Og andlegu spurningarnar halda áfram að hrannast upp, Finnbirni til óblandinnar ánægju, þvi eins og hann segir sjálfur ,,þá er ekkert svar til nema vcgna spurningarinnar”. En burtséð frá allri kosmiskri eilifð er sólarhringurinn naumt skammtaður samkvæmt almanaki Þjóðvinafélagsins og spurningum fer óhjákvæmilega fækkandi. Þó kemst þessi að i lokin: — Finnbjörn, er það ekki mótsögn i þínu lífsstarfi að handleika málningarpensil daglangt árum saman meðan eilífðarspurningarnar knýja á heilann? Dauft bros færist yfir andlit meistarans. „Nei, alls ekki, meðan ég þarf ekkert að einbeita mér að vinnunni þá get ég hugleitt á meðan. Ég er áhugamaður bæði i alheimsfræðum, stjörnuvisindum og mörgu öðru. Ef ég hefði þurft að stúdera mikið i vinnunni hefði ég aldrei komist yfir öll þessi svið." Nú stendur Finnbjörn á svalaþröskuldinum. Heimsókninni er greinilega að Ijúka. Eftir mörg þakkarávörp óskum við Finnbirni gleðilegra jóla. „Já, jólin," segir hann. „i framtíðinni verða jól allt árið, segir Martinus, þegarvið höfum náð nógu miklum þroska..." En veröur þá jafngaman að hlakka til jólanna? Að þvi gleymdum við að spyrja Finnbjörn. 30 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.