Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 19

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 19
það til hróss að undantekn- ingarlítið eru þeir mjög heiðar- legir í samstarfi sínu við Iög- regluna og taka tillit til rann- sóknarþarfa í skrifum sínum. En því er ekki að neita að stundum fara ekki saman hags- munir blaðamannsins og okk- ar, en í flestum tilfellum tekst okkur að ná samkomulagi.” — Eru starfandi einka- spæjarar hér? , ,Ekki mér vitanlega. ’ ’ Hér blandar ljósmyndarinn sér í umræðurnar og spyr: En ef konan mín héldi framhjá mér, er þá vonlaust fyrir mig að fá mann til að fylgjast með henni? Helgi glottir út í annað og svarar: ,,Það kann að vera að þú getir fengið einhvern. til dæmis einhvern kunningja þinn, til að njósna um konuna þína en ég veit ekki um neitt fyrirtæki sem starfar á slíkum vettvangi hérlendis.” Reiknivélarstuldur metnaðarmál — Finnst þér starf þitt sem rannsóknarlögreglumaður vera spennandi? ,.Eg hef oft verið spurður þessarar spurningar áður. Ég held að ég hafi jafnan svarað því á þann veg að rétta orðið sé kannski ekki að það sé spenn- andi. Fyrir mann eins og mig, sem er búinn að starfa við þetta í áratugi, er það að sjálfsögðu eins og hvert annað starf. Það er orðið fátt sem kemur manni á óvart. Hins vegar fínnst mér þetta starf mjög þroskandi og það hefur óneitanlega haft mikil áhrif á mig í gegnum árin og kennt mér margt. Mér finnst ég hafa þroskast mikið og ég er umburðarlyndari og geri mér ekki rellu út af smámunum eins og áður. En það hefur óneitanlega lika sínar neikvæðu hliðar, því verður ekki neitað. En við skulum ekki ræða þær.” — Af hverju valdirðu þér þetta starf? Lastu mikið af glæpasögum þegar þú varst lítill? ..Nei. alls ekki. Ég les yfír- leitt aldrei glæpasögur, nema ef vera kynni í lögregluskýrsl- um. Það var eiginlega tilviljun að ég varð lögreglumaður. Ég er lærður prentari en hvarf frá því starfi í nokkur ár. Ég hafði hug á því að taka upp þráðinn aftur í prentlistinni en sótti þess í stað um starf lögreglumanns á Akranesi fyrir rúmum 20 árum. Ég fékk starfið og hef starfað sem lögreglumaður síðan og hjá RLR frá stofnun. árið 1977.” — Hefurðu átt þér eitthvert uppáhaldsmál? ,.Ég man ekki eftir neinu slíku enda get ég ekki státað af því á mínum ferli að hafa átt þátt 1 einhverjum stórfelldum uppljóstrunum. Ég skal þó viðurkenna að ég lagði sér- stakan metnað í að upplýsa ákveðið mál sem er nú kannski svo smávægilegt að varla tekur að segja frá því. Það var hér á fyrstu árum mínum í Reykjavík að tvisvar hafði verið brotist inn í ákveðið fyrirtæki og í bæði skiptin hafði verið stolið sömu reiknivélinni. Ég hafði upplýst málið í bæði skiptin og því get- að fært eigandanum reiknivél- ina. Síðan var brotist í þriðja sinn inn í sama fyrirtæki og enn var reiknivélinni stolið. Ég iagði metnað minn í að upplýsa málið og finna vélina. Án þess að ég reki það frekar tókst mér að finna vélina og færa eigandanum hana í þriðja sinn. Síðan hefur henni ekki verið stolið mér vitanlega,” segir Helgi hlæjandi. — Hefur starfið áhrif á einkalíf þitt? ,.Já, það hefur það óneitan- lega alltaf að einhverju leyti, en ég hugsa ekki svo mikið um það núorðið. Sjálfsagt ermaður farinn að venjast þessu. ’ ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.