Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.01.1986, Side 15

Vikan - 30.01.1986, Side 15
I I Verða betri og betri, segirðu. En hvað ertu sátt- ust við hjá þér hingað til? Ragnhildur hugsaði sig um andartak. ,,Ég veit svei mér ekki, ætli það sé ekki bjartsýnin og kraft- urinn sem ég hef." Ertu alveg óbugandi? Þú fyllist aldrei þunglyndi og finnst allt vera ómögulegt? ,,Jú, jú! Það kemur fyrir og þá er þunglyndið meira að segja svo svart að ég leggst bara í rúmið og breiði sængina upp fyrir haus. En þetta stendur yfirleitt ekki nema i fáeina klukkutíma; ég er svo ofsalega ,,down" að ég fæ útrás á þetta stuttum tíma. Nú, og I þessari depressjón þá verður ýmis- legt til — ég sem mikið í rúminu þegar ég er komin yfir versta hjallann. Svo þetta þunglyndi mitt er, þegar öllu er á botninn hvolft, bara jákvætt!” En á hinn bóginn: hverjar finnst þér vera veik- ustu hliðar þínar? ,,Ja, þær eru nú ekki margar!" Og Ragnhildur skellihló. En svo þurfti hún líka að hugsa sig um lengi. ,,Ég gæti trúað," svaraði hún loks, ,,að það væri einna helst of mikil tilfinningasemi — á stund- „Framtíðin hjá mér felst einkum í því að læra að syngja og spila og semja og vera góð við dóttur mína." um. Ég á svolitið erfitt með að taka óréttlæti heimsins." Hefurðu orðið mikið fyrir þvi, eða er þér kannski yfirleitt vel tekið? ,,Já, það er satt og rétt, mér er yfirleitt vel tek- ið. Og þegar fólk er eitthvað að setja út á mig þá reyni ég náttúrlega að taka því og bita á jaxlinn. Ég er yfirleitt fljót að ná mér eftir slíkt og reyni að snúa þvi mér i hag fremur en að verða bara brjáluð. En eins og ég segi: mér finnst fólk oftast nær vera mjög jákvætt og indælt mér og ef einhver er það ekki þá er það verst fyrir hann — hann hlýtur að vera með einhverja leiðinlega komplexa úr þvi hann getur ekki tekið öðru fólki almennilega." Hvers þykir þér almennt séð mest til koma í fari fólks? ,,Það er heiðarleiki, umfram allt; að geta komið beint að hlutunum en vera ekki með neitt bak- tjaldamakk. Ég vil geta fundið til öryggis nálægt öðru fólki og vitað hvar ég hef það." Um þær mundir sem viðtalið var tekið var varla hægt að opna útvarpið án þess að þar heyrðist Ragnhildur syngja lagið sitt um fegurðardrottning- una — sama lag og var sýnt í rómaðri videó-útgáfu á nýársnótt. Ég spurði hvort hún væri að gera gys aðfegurðarsamkeppnum i þessu lagi. ,,Nei, alls ekki," svaraði hún af sannfæringar- krafti, ,,mér þykir þvert á móti mikið til fegurðar- samkeppna koma og það er ágætt að fá að leið- rétta þennan misskilning. Ég get ekki séð að það sé neitt verra að koma sér á framfæri út á hina ytri fegurð heldur en hina innri — hvernig svo sem hún birtist. Og það er náttúrlega eins og hver önnur della að við höfum verið að grínast með Hólmfríði Karlsdóttur i laginu; fyrir það fyrsta er lagið um fegurðardrottninguna rúmlega ársgamalt og í öðru lagi finnst mér Hólmfriður vera alveg til fyrir- myndar; hún er meiri háttar og ég sé ekki betur en hún muni gera mjög góða hluti með sinum titli — fyrir þjóðina, á ég við. Og það gerir hún án þess að æsa sig nokkurn hlut; hún er ekki með kökk i hálsi heldur er bara eins og hún er. Hitt er svo annað mál," hélt Ragnhildur áfram, ,,að auðvitað er fullt af kómískum hlutum í kringum svona fegurðarsamkeppnir; þegar þær labba fram á sundbolum, þessi skrautsýning öll. . . Þegar vel tekst til er ekki síður gaman að horfa á fegurðarsamkeppni en góðan kabarett eða can-can-sýningu. En sástu svo útsendinguna frá Skandinavíukeppninni? Það var agalegt! Ég hélt á tímabili að ég væri að horfa á einhvern últra- skemmtiþátt; þetta var svo illa tekið og illa gert allt saman. Ég sárvorkenndi aumingja stúlkunum." Þú segir að lagið sé ársgamalt. ,, Já, það varð til rétt fyrir jólin '84 og við fluttum það í fyrsta sinn á nýársfagnaði i Broadway. Það var æðislega fyndið. Þarna var eintómt svona lúxusgengi, nýrikir pabbastrákar og glæsipíurnar þeirra, og þetta lið hafði ekki meiri húmor en svo að ég var beinlínis púuð niður af sviðinu! Það fannst mér fáránlegt. Það er eins og stjórnmála- menn ættu að taka það ferlega illa upp þegar Ómar Ragnarsson er að gera grín að þeim en þeir komast náttúrlega ekkert upp með það. Hófí hafði hins vegar alveg húmor fyrir þessu lagi eins og sást á ,,Eftir að hafa leikið í vídeóinu var grísinn settur á og fær að lifa. Að sjálfsögðu heitir hann Hófí. . . " þvi að hún tók þátt i videóinu okkar sem var sýnt í sjónvarpinu á nýársnótt. Mér fannst það smart þegar hún birtist, svona æðislega vel dressuð, á móti grísnum. Við fórum að Lllfarsfelli til þess að fá lánaðan gris og það má segja að við höfum bjargað lífi hans. Eftir_að hafa leikið I vídeóinu var grísinn settur á og fær að lifa. Að sjálfsögðu heitir hann Hófí. . . " Finnst þér gaman að taka þátt í kvikmyndum, sjónvarpi og videói? ,,Já, mjög gaman. Það er að minnsta kosti ólíkt skemmtilegra heldur en að standa fyrir framan Ijós- myndavél. Nei, það skiptir auðvitað aðalmáli að vera með gott fólk í kringum sig og hafa það á til- finningunni að eitthvað sá að gerast. Svona upp- tökur eru náttúrlega endalaus bið en manni líður betur ef maður finnur einhverja axjón í gangi. Það finnur maður sjaldan uppi í sjónvarpi, hef ég tekið eftir. En það breytist kannski og vonandi með nýja skemmtidagskrárstjóranum. Mér finnst bað allt saman ansi gott mál." Finnst þér kannski bara yfirleitt gaman að koma fram? Ertu voðalegur exibisjónisti? ,,Já! — ætli það ekki bara?" Og Ragnhildur hló við. ,,Mér þykir að minnsta kosti miklu skemmti- legra að fara á ball og standa uppi á sviði heldur en að vera úti í sal! Eins og allt annað þá veltur þetta náttúrlega á aðstæðunum en ef maður er með pottþétt prógramm, gott fólk sem hefur gaman af því sem það er að gera — þá jafnast ekkert á við það! Ég get varla lýst þvi. A ég aö lýsa fyrir þér martröðunum mínum?" Ha? Já, fyrir alla muni! ,,Ég fékk nefnilega eina núna í nótt. Mig dreymdi að ég var uppi á sviði og var að fara að koma fram og það var bókstaflega allt óklárt. Hljómsveitin var léleg og kunni ekki lögin, sándið hörmulegt og það vantaði trommuleikarann. Og ég átti að ganga fram i sal til fólksins og syngja! Eftir svona drauma reynir maður að hafa allt á hreinu þegar maður kemur fram! Kannski er þetta kvíði eöa sviðsskrekkursem maður upplifir svona — það má líta á þetta sem aðvörun. . . " Það varð hlé á samtali okkar og Ragnhildur fór að skoða stjórnmálamennina sem sátu og drukku kaffi og ræddu þjóðmálin fjálglega. „Merkilegir þessir menn; ég hef eiginlega aldrei getaö skiliö þá. Þarna standa þeir í húsinu á móti og tala og tala iðulega yfir hausamótunum á ör- fáum áhugalitlum og dauðleiðum kollegum sínum, þá sjaldan ég hef rekið þarna inn höfuðið. Ég er oft að velta því fyrir mér hvað rekur þessa menn áfram." Er það ekki bara eitthvað svipað og rekur bio áfram? Þú sagðir að það væri gaman að koma fram. ,,Já! Ætli það sé ekki eitthvað svoleiðis? Það hlýtur eiginlega að vera — því allt er þetta einn alls herjar sjóbisness!" Vikan 5. tbl. 15 J

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.