Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 34

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 34
Illugi Jökulsson skrifar 9 man það.eins og það hefði gerst í gær. Ég var nýkominn heim úr skólanum, stóð á miðju eldhúsgólfinu og var að flysja appelsínu. ,,Flysja" appelslnu segi ég vísvitandi þvi ég hafði einmitt lært þá um daginn að orð mætti nota um það sem ég I bernsku minni hafði fram að þvi kallað ,,að taka börkinn af". Þennan dag hafði litla konan á bókasafninu i Melaskólanum lán- að mér bók — sem ég hef nú því miður gleymt hver var — og þar stóð einhver söguhetjan I þungum þönkum meðan hún flysjaði appelsinu. Lengi vel trúði ég ekki minum eigin augum, og hafði ástæðu til þess að nálgast framandleg orðaf varfærni. Löngu fyrr, eða altént nokkrum árum fyrr, hafði ég fengið að gjöf tvær mætar bækur sem mig minnir að hafi verið danskar eða norskar að upp- runa þó nafn söguhetjunnar hafi verið islenskað: þetta voru Bjössabækurnar. Bjössi var mikil hetja, þó íslenskun nafns hans hafi tekist heldur óhetjulega, og lagði meðal annars leið sína bæði til Ameríku og íslands og barði þar niður bófa og þorpara líkt og ekkert væri. i annarri bókinni um Bjössa gerðist það meðal annars að hann sat á tali við einhverja hjálparkokka sina en stóð siðan upp og ,,sýndi á sér fatasnið". Mér þótti þetta með ólíkindum, eins og von er. Fram að því hafði ekki verið fjallað sérstaklega um að Bjössi væri óvenju- lega vel klæddur en nú stóð hann skyndilega upp og hélt á sér tískusýningu, og það sem meira var: sýndi nákvæmlega snið fatanna sinna. Mér varð þetta tilefni nokkurra hugleiðinga á sínum tima og gleymdi þessu ekki þó ég væri til þess að gera fljótur að afgreiða ævintýri Bjössa i Ameriku og á islandi - sem enduðu með þvi að aðalbófinn, rússneskur trúi ég, datt ofan I Geysi! Einhvern tlma seinna bar ég svo þetta sérkennilega háttalag Bjössa undir mér eldri og reyndari manneskju og þá brá svo við að mér var stritt ógurlega. Lestrar- hraði reyndist þá ekki vera svo ýkja eftirsóknarverður þegar öllu var á botninn hvolft; ég hefði átt að lesa hægar og nákvæmar. Siðan þetta gerðist voru liðin allnokkur ár en ég var enn ekki búinn að gleyma smáninni og niðurlæg- ingu sem ég mátti þola þegar sannleikurinn kom í Ijós og því tók ég öllum óvenjulegum orðum og orðasamböndum varlega uns ég hafði sannreynt þau. Var i rauninni hægt að flysja appelsinu? Svo mikið var víst að börkurinn fór af. . . Þl„_____________________________________________________ merku hugleiðingum niu ára drengs til þess að sýna það hversu vel ég man eftir þeirri stund þegar dyrabjallan hringdi. Ég lagði frá mér appelsínuna — hálfflysjaða — gekk til dyra og opnaði. „Mamma er ekki heima. Flún er i vinnunni," sagði ég sjálfkrafa þvi ég vissi ósköp vel að enginn væri kominn að heimsækja mig. Við vorum tiltölulega nýflutt í Vesturbæinn og ég hafði ekki lagt mig eftir þvi að kynnast nágrönn- unum; bekkjarfélagar mínir i Melaskólanum voru allir miklu hávaxnari en ég og því hafði ég ekkert kynnst þeim heldur. Gunni sessunautur minn var að visu jafnlágvaxinn og ég og þvi vorum við ágætir kunningjar en hann bjó úti i Skerjafirði og hefði varla farið að gera sér ferð alla leið hingað I Vesturbæinn fyrirvaralaust. En maðurinn, sem stóð á tröppunum, virtist láta sér i léttu rúmi líggja þó mamma væri ekki komin heim úr vinnunni. Þetta var hávaxinn maður með þunglyndisaugu og þreytulegur í fasi. Ég skildi hann vel þvi hann hélt á tveimur stórum kössum i fanginu og virtist vera alveg að sligast. Flann spurði hvort hann væri ekki á réttum stað og ég neitaði þvi ekki. Þá rogaðist hann orðalaust með kassana framhjá, inn á eldhúsgólf og inn í stofu — á skítugum skónum! — og lagði kassana frá sér. Svo saug hann upp i nefið, leit á mig eitt andartak og gekk svo út og skellti á eftir sér. ,,Ég átti að koma þessu til skila," heyrði ég að hann sagði um leið og lok- aðist. Ég hef ekki séð manninn siðan en ég vona að einhver hafi huggað hann um kvöldið, svona ágætur maður átti það skilið. Ég vissi nefnilega strax hvað var i kössunum. Þeir voru ómerktir en ég vissi minu viti á þessum árum. Ég var eins og bjáni yfir þessum kössum næstu klukkutimana; mig blóðlangaði til þess að rifa þá upp og hefja lesturinn en hélt aftur af mér með naumindum. Svoleiðis gerði maður ekki. Auk þess var alltaf sá möguleiki fyrir hendi — þó ég vissi innst inni að hann kæmi ekki til greina — að ég hefði rangt fyrir mér og í kössunum væri bara eitthvað sem mamma ætti ein og ég ætti ekkert með að hnýsast i. Svo að hamslaus af óþolinmæði beið ég þangað til ég heyrði að móðir mín opnaði garðshliðið á leið heim úr vinnunni, rauk þá út á móti henni og sagði i flaustri, en þó svo sakleysislega sem mér var unnt: „Mamma, mamma, það kom einhver maður með tvo kassa og þeir eru inni í stofu og ég veit bara ekkert hvað gæti verið i þeim og má ég kannski rifa þá upp og sjá. . . " Loksins, loksins! Ég hafði farið höndum um þessar bækur i bókabúðum, mænt á þær löngunaraugum og jafnvel dreymt um þær á nóttunni. Nú voru þær loksins komnar i minar hendur. Þetta var safn alfræðibóka sem Almenna bókafélagið gaf út og fjölluðu um allt milli himins og jarðar: Efnið, Orkuna, Hafið, Könnun geimsins, Flugið, Skipin... Svona gæti ég haldið áfram þvi bækurnar voru tuttugu og ein að tölu — bregðist minnið mér ekki því hrapal- legar. Talan er áreiðanlega rétt þvi ég þykist enn muna þessar bækur eins og ég hefði verið að blaða I þeim í gær; þetta var sannkölluð náma fyrir niu til tiu ára strák sem þjáðist af fóðleiksfýsn og hafði þegar lesið upp til agna allar þær alfræði- og fjölfræðibaekur sem á markaðnum voru og gátu talist við alþýðu- hæfi. Eg var ógurlegur ofviti á þessum árum þó ég hafi fráleitt gert mér grein fyrir þvi og hafi ég þá einhvern tima heyrt orðið ofviti hefði mér verið trúandi til að lita á það sem skammaryrði, allt að þvi blót — og ég blótaði aldrei þó stundum hafi freistingin verið býsna sterk. HIÐ ERFIÐA VANDAMÁL Ég man það eins og það hefði gerst í gær — 34 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.