Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 11

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 11
Lostæti í lausa- vigt Geishur, dökkir hnappar, Ijósir hnappar, púnshnappar, saltar sprengjur, sveppir, seigar rottur, grænir froskar, rúsinur og möndlur. . . Allt þetta og miklu meira til er hægt að fá í Dandý, nýrri sæl- gætisverslun við Laugaveg í Reykjavík. Og það sem meira er, slikkeríinu moka menn með skóflum í poka og þá að sjálfsögðu þeim molum sem hugurinn girnist. Krásirnareru vandlega geymdar í gegnsæj- um boxum sem kaupandinn opnar og lokar að lokinni at- höfn. . . sem sagt sælgætis- verslun eins og þessar í út- landinu. Eigendur Dandý, Már Jónsson og Sólveig Jónsdóttir, bjóða upp á bæði erlent og innlent sælgæti sem þó verður að vera þannig úr garði gert að það fari ekki illa þegar skóflan er látin vaða of- an í. Dandý hefur einnig á boðstólum sælgæti með nú- tímasniði, vandlega vafið inn- an í pappír og geymt uppi í hillu, en meiningin er að þróa verslunina áfram í átt til litlu krambúðarinnar. Sem sagt lostæti í lausavigt. . . Vá, þá er maður búinn að breiða yfir fiskabúrið. Ný sjónvarpsstjarna ^5igmundur Ernir Rúnarsson er einn þriggja umsjónarmanna nýja sjón- varpsþáttarins Á liðandi stundu. Sigmundur þykir standa sig afspyrnuvel i stjórnandahlutverkinu og segja sumir að ný fjölmiðlastjarna sé fundin. Eftir mikla leit höfðum við uppi á Sigmundi og hann gaf sér tima til að svara örfá- um spurningum. - Hvernig kom það til að þú fórst i að stýra þættinum? „Það bar skjótt að. Sá sem átti að vera þriðji umsjónarmaðurinn, ásamt Omari og Agnesi, gat ekki tekið starfið og þá var leitað til min aðeins viku áður en fyrsti þátturinn var sendur út. Þetta kom mér mjög á óvart vegna þess að ég er algerlega óvanur sjónvarpi. Þessi þáttur er frumraun i þáttagerð hjá sjónvarpinu þvi vikulegir þættir i beinni útsendingu frá fleiri en einum stað i einu hafa ekki verið á dagskrá fyrr en nú.” - Hvernig leið þér fyrir fyrsta þáttinn? ,,Eg var rólegur framan af degi en nokkrum minútum fyrir útsendingu kom skrekkurinn af fullum þunga, ég þornaði upp i munninum og fleira i þeim dúr. En strax og ég var kominn í mitt gamla blaðamannshlutverk og farinn að spyrja gestina þá gleymdi ég þvi að við vorum í beinni útsendingu, enda bauð Davið upp á það." - Ertu hættur sem blaðamaður á Helgarpóstinum? ,,Nei, ég vinn fyrir Helgarpóstinn grein og grein til að halda mér i formi enda er hið ritaða mál alltaf heillandi." Þú hefur gefið út Ijóðabækur? ,,Já, Kringumstæður árið 1980 og Óstaðfest Ijóð 1983. Ég hef nú að mestu lagt Ijóðagerðina á hilluna í bili enda er erfitt að samræma ritstörf og blaða- mennsku þvi það er ekki hægt að gefa sig af viti i hvort tveggja i senn." - Hvort hyggstu nú leggja fyrir þig blaðamennsku eða ritstörf? ,,Ég get ekki sagt um það en blaðamennskan er eitthvert það mest spenn- andi starf sem hugsast getur og það sem heldur mér við hana er bæði það að ég hef gaman af að skrifa og svo er það félagsskapurinn, ég hef svo gaman af fólki. Nuna get ég varla hugsað mér að setjast að i einhverju kvistherbergi al- einn með pikkunni og yrkja." Við kvöddum Sigmund Erni en forvitnum lesendum til yndisauka má bæta þvi við að hann er tæplega tuttugu og fimm ára Akureyringur, fæddur í fiska- merkinu. Vikan 5. tbl. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.