Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 8

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 8
nýupptekin. Ef ekki er hægt að leggja fram verkstæðisreikninga þar að lútandi, af þvi kannski að seljandinn hafi fengið „kunningja" sinn til verksins, ætti kaupandi skilyrðislaust að heimta þessa fullyrðingu skráða á afsal. „Kunningja- upptekin" vél getur reynst fast að því handónýt. Lítum nú innan I gripinn. Slitin sæti og sliguð segja sina sögu um akstur, meðferð og hirðu. Sama er að segja um teppið á gólfinu og jafnvel motturnar. Eru gúmmiin á fótstigunum slitnari en ætla mætti miðað við kílómetrateljarann? Hvernig er innan á hurðunum? Sjást einhvers staðar merki um leka með rúðum? Er klæðningin i toppnum heil og óskemmd? i stuttu máli: Að innan ætti billinn að bera merki um hirðusemi, þrifnað, viðhald og ekki meira slit og jask en eðlilegt má telja miðað við það sem sagt er að billinn hafi verið notaður. Lyktin inni í bilnum getur líka sagt sina sögu. Er myglulykt eða rakaþefur I honum? Eða þungur ilmvatnsilmur sem gæti yfirgnæft rakaþef? Griptu I rúðuhalarana i leiðinni. Eru þeir allir i lagi? Sérstaklega er þetta mikilvægt sé um rafknúnar rúður að ræða. Bilaður halaramótor kostar oftast dýra viðgerð og ama- sama. Vel á verði gegn hvers konar leka Næst er að opna vélarhólfið. Þar á allt að vera hreint, þurrt og þokkalegt. Ekkert þarf þó að vera óeðlilegt við að nokkurt ryklag liggi utan á vélinni, en hún á ekki að vera þakin þykku, seigu olíulagi. Hirðumaður um bíla gerir líka hreint þarna og kemur i veg fyrir að allt hlaupi í olíukökk. Líttu eftir leka, bæði á vélinni sjálfri og eins á kælikerfinu. Lekar eða smitandi vatnshosur er ódýrt og fljótlegt að gera við en iekur vatnskassi er kostnaðarsöm viðgerð. Sé leki eða smit á vélinni sjálfri, reyndu þá að ganga úr skugga um hvaðan það kemur. Ótrú- lega algengt er að ventlalokspakkning sé látin danka lengur en hún gerir gagn. Það er litil viðgerð og fljótleg að skipta um hana. Gættu líka að því hvort hrúður hefur safnast á pólana á rafgeyminum. Þeir — og geymirinn allur — eiga að vera hreinir og þurrir. Er nóg vatn á sellunum? Skoðaðu bremsuvökvageyminn, hann á að vera fullur. Hvernig er með vatnskassann — er nóg vatn á honum? Sé svo ekki getur það bent til að einhvers staðar sé leki. Vatnið á að fljóta yfir elementin og vera hreint, hvorki með ryði i né olíu- brák. Þetta síðastnefnda bendir til skemmda á vél- inni og/eða heddpakkningunni og boðar dýra viðgerð. Farðu samt varlega i að taka lokið af vatnskassanum ef vélin er heit, það getur komið gos úr honum og farið yfir þig. Skoðaðu olíukvarðann. Ef allt er i lagi á olian að ná upp að strikinu sem sýnir að oliubiðan sé full. Ef hún er það ekki getur verið eitt af þrennu: Bíllinn brennir oliu, lekur olíu eða eigandinn er ekki nógu hirðusamur. (Athugið að sumar bílvélar, einkum þýskar, EIGA að brenna dálítilli olíu.) Vél sem ekki á að brenna oliu en er farin að gera það er líklega farin að lasnast. Ef vélin lekur er það oft með ventlalokspakkningunni, sem fyrr segir (ódýr viðgerð), eða með sveifarásnum (dýr viðgerð). Óalgengara er að leki sé með oliupönnunni, oliu- siunni eða jafnvel botntappanum, en vert að gefa þessu gaum lika. Eru lekapollar undir bílnum? Af hverju stafa þeir? Er það vatn, vélarolía, girolía, drifolía? Allt þetta skiptir máli og verður að skoða af mikilli alvöru áður en til kaupa kemur. Yfirleitt eru þeir vísbending um lélegt viðhald og hirðu. En áfram með skoðun olíukvarðans. Þótt vélar- olían sé dökk getur allt verið með felldu. Hún dökknar yfirleitt fljótt. Taktu hana milli fingranna og prófaðu hana. Ef hún virðist kvoðukennd, svo ekki sé talað um agnir í henni, sýnir hún að sjaldan hefur verið skipt um olíu og oliusíu, en hvort tveggja eykur slit vélarinnar. En ef dökk olia er mjúk, samfelld og hál er venjulega ekki ástæða til að hafa frekari áhyggjur af því. Ef vatnsdropar eru I oliunni er hins vegar ástæða til að gæta vel að því þá er eitthvað öðruvísi en á að vera. Það þýðir að vatn kemst i olíuna og boðar dýra viðgerð. Hrein, Ijós olía þýðir annaðhvort að skipt hefur verið um olíu mjög nýlega (berðu saman við smurbókina) eða bíllinn brennir oliu eða lekur, svo stöðugt er verið að bæta nýrri olíu á. Athugaðu þetta atriði vel áður en lengra er haldið. Það er full ástæða til að taka þessa oliuskoðun mjög alvarlega þar sem vélarolian er eitt þeirra atriða sem mestu ráða um endingu vélarinnar. Sá sem gætir vel að olíunni, passar að hafa hana alltaf næga OG SKIPTIR um oliu og siu með skynsam- legu millibili, getur vænst góðrar endingar af vél- inni i bílnum sínum. Þetta er tiltölulega ódýr aðgerð sem þó skiptir miklu máli og hér í okkar breytilegu veðráttu er rétt að hafa olíuskipti þéttar en gefið er upp I leiðbeiningabókum framleiðandans um bíl- inn. Þetta, ásamt því að lita vel og vandlega eftir þvi að kælivatn og kæling sé i lagi, er einhver besta og ódýrasta líftrygging sem hægt er að kaupa vél- inni. i næsta blaði höldum við áfram að skoða kjör- gripinn okkar og endum með þvi að taka ákvörðun i málinu. 8Vikan5.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.