Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 14

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 14
N ».... aftur, ég og Jakob, með þessa margfrægu plötu sem hefur setið á hakanum meðan síðasta Stuð- mannaprójektið stóð yfir. Við byrjuðum á þessari plötu í vor og tókum þá upp fullt af lögum með þeim Skúla Sverrissyni bassaleikara og Sigtryggi trommuleikara í Kuklinu. Eftir Stuðmannatúrinn í sumar hlustuðum við svo á upptökurnar og vorum sammála um að ýmislegt þyrfti að laga. En það hefur ekki orðið af því af neinni alvöru fyrr en núna." Hvers konar músík er þetta? ,,Ja, það er erfitt að skilgreina hana; við eigum lika eftir að láta hana þróast töluvert. En þetta er fjör og sprell, vona ég; við notum mikið hljóðgervla en auðvitað þessi ,,basic" hljóðfæri líka. Endanleg útkoma ræðst náttúrlega ekki fyrr en í stúdíóinu. Hljóðver Stuðmanna gefur svo mikla möguleika núorðið. Það er kominn nýr mixer og ný upptöku- vél sem gerir meðal annars kleift að setja hljóðrás inn á bíómyndir; það er einsdæmi á islandi og ég held það séu fá stúdíó i Evrópu sem geta þetta. Það er virkilega gaman að vinna þarna núna; það er búið að mála allt I skærum og björtum litum svo þetta er eiginlega eins og dúkkuhús. Gamla Grett- isgatið var allt I gömlum og hlýjum litum — hippa- litunum — svo maður var alveg að sofna eftir að hafa unnið þar i fjóra tíma!" Já, nú ert þú orðin opinber Stuðmaður. Er það mikið stuð? ,,Æðislega! Alveg meiri háttar! Þetta er svo hresst lið og bráðvel gefið! Þessir strákar eru líka svo frjóir og uppbyggjandi; þeir eru eiginlega ofur- hugar og ráðast hiklaust I það sem aðrir myndu aldrei leggja I. Þeir taka sénsa og vinna mikið. Það er aldrei stoppað og það er mér mjög að skapi." Ertu mikill vinnuþjarkur? ,,Hvort ég er. Það fer alveg með mig ef það er ekki alltaf allt í fúllsving. Ef ég hef ekkert að gera verð ég að gera svo vel að finna eitthvað upp; ann- ars líður mér ekki vel. Best fellur mér að vinna undir mikilli pressu." Nú ertu eini kvenmaðurinn innan um sex Stuð- karlmenn en varst áður í kvennahljómsveitinni Grýlunum. Eru þetta viðbrigði? ,,i sjálfu sér ekki. Ég hafði náttúrlega verið i ein tómum karlaforhollum áður en Grýlurnar voru stofnaðar svo ég hef reynsluna. Grýlurnar voru reyndar allt, allt öðruvísi en nokkuð annað sem ég hef tekið þátt í. Við þekktumst ekki neitt; ein kom frá Sauðárkróki, önnur af Eyrarbakka, ég ofan af Kjalarnesi, svo þetta var óttalegt sveitalið sem kom þarna saman. Ég var sú eina sem ekki var alger ný- liði svo ég varð eins konar mamma hópsins en í raun og veru kunnum við alls ekki neitt, þekktum litið á bransann og svo framvegis. Við þurftum að berjast einhver lifandis býsn til þess að koma okkur í sæmilegt form en urðum strax helvíti vinsælar svo þetta tók oft á taugarnar. Sambandið var alltaf mjög náið; við héldum stöðuga fundi þar sem allt var tekið fyrir, við öskruðum hver á aðra og létum öllum illum látum en féllumst svo I faðma á eftir. Þetta var æðislega skemmtilegt en svo flosnaði bandið upp og ég er ekkert viss um að ég myndi fíla það núna að vera í svona kvennahljómsveit. Maður reynir að þróast áfram og auðvitað skiptir það engu máli hvað er undir fólki; bara ef það getur unnið saman og haft gaman af. Það er eins og margar þessara kvenfrelsiskvenna vanmeti sjálfar sig og vilji hreinlega ekki þróast inn i samfélagið; þær eru enn að hamra á þvi að konur eigi að vera út af fyrir sig og halda saman. Ég er ekki inni á þvi en hitt er svo annað mál að min leið er kannski svo- litið skrýtin; nú er ég jú komin inn i tíu manna karla- forholl og fæ að njóta min fullkomlega. Svo vinn ég mikið sjálfstætt — og meðJakobi." Hvernig liturðu á Grýlurnar núna? Ertu ánægð með það sem þið voruð að gera? ,,Já, það held ég ég geti alveg sagt. Ég er ánægð með plötuna okkar, Mávastellið; það er hressileg og fjölbreytt plata; ekkert verið að binda sig á einni línu heldur allt látið vaða. Á sinum tíma hefði ég alveg viljað halda áfram og við reyndum að finna nýjan bassaleikara eftir að Herdis hætti en það gekk einhvern veginn ekki. Þetta var orðinn svo samstilltur hópur að það var enginn leikur fyrir utanaðkomandi stelpu að koma inn i hann; á endanum gáfumst við bara upp og ég fór til Ameríku. En ég stend ekkert i þvi að sakna ein- hvers; lít heldur fram á við. Við höldum líka hópinn enn í dag og hittumst til dæmis um daginn, mæðurnar. Nú erum við allar orðnar mæður og þetta var ansi krúttilegt." Þú talaðir um fjölbreytnina á Mávastellinu. Ertu kannski lítið fyrir að binda þig við eina tónlistar- stefnu? ,,Ég vil ekki sjá það! Ég flengist út um allt í tón- listinni; það fer bara eftir þvi hvernig skapi ég er í hvað ég fæst við á hverjum tima og skapið er voða- lega mikið upp og niður. Stundum fæ ég ógeð á allri dægurtónlist og hlusta helst ekki á neitt nema indversk þjóðlög eða Hawaii-músik; svo verð ég hundleið á því fyrr en varir. Sem betur fer eru ,,Maður reynir að þróast áfram og auðvitað skiptir það engu máli hvað er undir fólki; bara ef það getur unnið saman og haft gaman af." Stuðmenn ofsalega fjölbreytt band; ég gæti ekki hugsað mér að vera i hljómsveit sem rígbindur sig við afmarkaða stefnu. Maður kæmi kannski með lag og fengi svarið: Nei, nú erum við komin út i þetta og þetta og það gengur ekki: þú manst að við ákváðum að vera á hinni línunni." Þrátt fyrir fjölbreytnina - er engin ein tegund tónlistar sem þér finnst eiga betur við þig en aðrar? ,,Ja, þú meinar það. . . " Ragnhildur hugsaði sig stundarkorn um. ,,Sko, minir uppáhaldstónlist- armenn eru fólk á við Laurie Anderson, Peter Gabriel, Talking Heads, Brian Eno og þetta lið allt sem fæst eiginlega við það sem maður getur kallað tónlistarvísindi. Það er verið að pæla i alls konar tilraunum, blanda dýrahljóðum inn i músikina og svo framvegis. Eg finn mig svolitið i þessu. En fjöl- breytnin er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Ég á eftir að prófa svo margt; fyrir utan tímabilið með Grýlunum þá hef ég svo til eingöngu verið i því að syngja lög eftir aðra en sjálfa mig." Varstu ekkert farin að semja áður en Grýlurnar urðu til? „Ekkert að ráði. Ég var farin að fikta svolítið við þetta þegar ég var í Brunaliðinu en þær tónsmíðar þóttu nú heldur tónlistarskólalegar. Menn voru i þvi að spyrja mig hvort ég vildi ekki bara sækja um vinnu i Þursaflokknum — eins og það væri eitthvað niðrandi. Ég hafði mig þess vegna ekki mikið í frammi; en spilaði þess meira fyrir Dóru vinkonu mína." Ragnhildur þagnaði litla hrið og drakk súkkulaði með rjóma. Svo hélt hún áfram: ,,Já, ég rokka ,,Stundum fæ ég ógeð á allri dægurtónlist og hlusta helst ekki á neitt nema indversk þjóðlög eða Hawaii-músík, svo verð ég hund- leið á því fyrr en varir." sem sagt til I músíkinni frá ári til árs og viku til viku liggur mér við að segja. Eina vikuna dettur mér i hug að soul-tónlist sé heila málið; nú ætla ég sko að búa til svona funky-músík og svo er ég i þvi vik- um saman að prógrammera trommuheila og gera allt klárt og svo allt i einu Æi nei! Ég er þannig voðalega stefnulaus og rótlaus og fila það ágæt- lega." Hvernig tónlist ertu mest fyrir núna? ,,Það er reyndar soul-tónlistin eða á ég bara aó segja negratónlist. Ég er búin að vera nokkuð lengi á kafi i henni. Úti i Los Angeles fórum við Jakob einu sinni á negramessu og þá opinberaðist mér hvaðan öll þessi músik er sprottin sem við köllum rythm & blues, rokk eða funk. Beint úr negrakirkj- unum, auðvitað, hvar reyndar helstu spámenn nú- timatónlistar hafa alist upp. Þetta var meiri háttar upplifun og ég var farin að hágrenja undir lokin. Það voru þúsund manns i kirkjunni, stór kór og hljómsveit uppi við altarið og presturinn söng og fólkið tók undir. Rétt fyrir aftan mig v'ar eldgamall negri með þessa yndislegu bassarödd; messu- gestirnir voru flestir með tambúrinur eða maracas og tóku þátt i messunni af lifi og sál. Allir voru ofsalega finir og við Jakob vorum áreiðanlega.einu hvitu mennirnir á svæðinu. i miðri messunni varð mér allt i einu hugsað heim til islands; til þessara fallegu og hátiðlegu en alveg hundleiðinlegu sálma okkar. Messurnar hér taka ekki nema þrjú korter til klukkutíma en manni finnst þær standa i fimm tima eða meira. Eftir negramessuna i Los Angeles var ég svo upphafin að mér fannst ég ganga á loft- púðum lengi á eftir. Ég held að negrarnir fíli tónlist- ina meira en við; áhrifin eru dýpri. Ég hef lika oft óskað mér þess að vera stór og feit og svört og geta sungið eins og þessar negrakerlingar. Þær fá sko ekki hnúta á raddböndin við 35 ára aldur eins og er svo algengt með hvita söngvara - þær eru bara músikantar í eðli sinu eins og svart fólk virðist vera i töluvert rikari mæli en við. . . Og er það þá framtíðin, negratónlistin? ,,Það veit ég nú ekki. Ég hugsa yfirleitt litið um framtiðina, skipulegg oftast ekki nema svona viku fram I timann. Ætli ég láti hverri viku ekki nægja sina þjáningu. En auðvitað hef ég einhver fram- tiðarplön í undirmeðvitundinni — það er þá helst að reyna að bæta mig ennþá frekar, verða betri og betri tónlistarmaður. Það er gaman að geta haft vinnuna að áhugamáli og áhugamálið að vinnu. Og hvað sem öðru liður þá held ég að maður geti varla versnað, maður hlýtur smátt og smátt að komast lengra ef maður heldur sig við efnið. Framtíðin hjá mér felst einkum i þvi að læra að syngja og spila og semja og vera góð við dóttur mina." 14 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.