Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 35

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 35
N.............. bækur spjaldanna á milli, þangað til ég var að tútna út af fróðleik. Ég las meira að segja bók eins og Lyfin nákvæmlega frá orði til orðs þó ég hefði næsta lít- inn áhuga á efninu og enn minni skilning. En ég var samviskusamur og úr því að mamma hafði látið undan þrábeiðni minni um að kaupa þennan bókaflokk þá gat ég ekki gert henni að lesa þær ekki allar... Helst sökkti ég mér niður í þær bækur sem á einhvern hátt fjölluðu um geiminn, geimför og þess háttar fræði: Könnun geimsins, Stjörnurnar og Flugið. Ég ætlaði nefnilega að verða geimfari þegar ég yrði stór. Þetta segi ég ekki I neinu bríaríi: ég ætlaði hreinlega að verða geimfari og taldi ekkert því til fyrirstöðu að svo gæti orðið. Ég hafði heillast af geimnum þegar ég var sex ára pottormur úti i Grikklandi og við systir fengum barnablaðið Æskuna reglu- lega senda til þeirra smáþorpa þar sem fjölskyldan hafðist við þá og þá stund- ina, en í Æskunni var um þær mundir gagnmerkur greinaflokkur sem hét Sólkerfið okkar. Þar lærði ég svo til allt sem ég enn veit um geimfræði og varð sannkallaður virtúós i fræðunum. Þegar heim kom gerði ég krökkunum í sveitinni Ijóst að þau sem ekki gátu þulið nöfnin á reikistjörnunum i belg og biðu væru hér um bil vangefin og sjálfur æfði ég mig af kostgæfni á þulunni: Merkúrvenusjörðinmarsjúpíterúranusneptúnusogplútó. Ekki dró það úr áhuganum þegar ég dvaldist um mánaðartíma úti i Skot- landi hjá Magnúsi Magnússyni sumarið 1969 og horfði á fyrstu lendingu manna á tunglinu i beinni sjónvarpsútsendingu. Þegar heim kom þótti mér ég vera helsti stjörnufræðingur þjóðarinnar og næstum sjálfvalinn geimfari. | bókum AB varð ég mér svo úti um enn frekari fróðleik og þá uppgötvaði 'ÍMANS 5 ég í eitt skipti fyrir öll leyndardóm tímans. Tíminn — mér skilst hann hafi verið eitt helsta viðfangsefni skálda og heimspekinga gegnum tíðina og ég upp- götvaði hann sem sé þennan vetur þegar ég lærði líka aðflysja appelsínu. Ég las það nefnilega í bókunum að ef fariö væri á Ijóshraða — sem ég taldi að yrði gerlegt á næstu áratugum og eigi siðar en ég hæfi sjálfur geimferðir — þá liði timinn af einhverjum ástæðum hægar I geimfarinu heldur en heima á jörðinni. Þessu fylgdu flóknar útskýringar sem ég átti satt að segja í erfiöleik- um með að skilja en tók staðhæfinguna góða og gilda. Ég hafði enn ekki staðið bækurnar góðu að ósannindum. En ein setning í bókunum hljóðaöi svo, næstum orðrétt: ,,Ef geimfar leggur upp frá jörðinni og ferðast á Ijós- hraða til stjarnanna verða þeir sem sendu það af stað löngu komnir undir græna torfu þegar geimfararnir snúa til baka.” Mér þótti þetta að vísu ekki mikið vandamál. Lausnin á málinu var einföld: áður en geimfarið (ábyggilega með mig innanborðs) legði af stað ættu vísindamennirnir, sem eftir yrðu, bara að kynna geimfarana fyrir börnum sinum. Þegar geimfararnir sneru svo til baka væru börnin orðin fullorðin og tækju vel á móti þeim og engin hætta væri á misskilningi. Seinna gerði ég mér svo grein fyrir því að timamismunurinn væri öllu meiri en sem svaraði einni kynslóð. Ef — eða þegar — ég færi til Andrómedu myndu ekki líða nema rúm 50 ár i geimfarinu meðan jarðarkrilið mætti sætta sig við að eldast um ein 700.000 ár eða þar um bil. Og þá fór að vandast málið. Langa hrið gekk ég um og braut heilann um vandamál timans. Ég varð ann- ars hugar og úti á þekju. Ég hafði auðvitað lesið Timavélina eftir H.G. Welles fyrir löngu en síðan sannfærst um það af lestri alþýðlegra fræðirita að smiði timavélar væri óhugsandi. Það þótti mér miður en þar við sat og ég hugsaði ekki meira um það í bili. Nú þótti mér hins vegar sem tímavélin væri létt smíði og löðurmannleg; undir eins og búið væri að smiða geimfar, sem færi um óra- viddir alheimsins á Ijóshraða, þá væri timavélin í rauninni komin. Með því að stilla Ijóshraðann nákvæmlega væri hægt að komast hversu langt eða stutt fram i timann sem maður vildi. Ég var ekki viss um hvort hægt væri að komast aftur i timann og leiddi það vandamál þvi að mestu hjá mér fræöilega séð. En hugsaði nóg um það samt. Ég rak mig fljótlega á það skemmtilega viðfangsefni sem þeir menn sem gerðu kvikmyndina The Terminator fjölluöu siðar um — á eftirminnilegan hátt! (Þeir voru, eru, fullorðnir; ég var bara níu ára.) Ég hugsaöi sem svo: ef ég færi nú aftur í tímann — kannski bara fimm ár — gæti ég þá ekki séð sjálfan mig fjögurra ára? Þetta var lógiskt og ég gat ekki séð neitt athugavert við röksemdafærsluna. En tilhugsunin var svolítil óhugnanleg samt. Ég ákvað að gefa þessar hugleiðingar upp á bátinn en lengi á eftir skimaði ég jafnan laumulega til beggja hliða þegar ég var úti á götu — til þess að aðgæta hvort ég sæi nokkurs staðar sjálfan mig — fullorð- inn, kominn úrframtiðinni.... Vikan 5. tbl. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.