Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 50
Flækja boöiö til Cinzanos. Þetta var allt saman dálitiö ógnvekjandi, ekki satt? Réttu bókinni haföi veriö stoliö úr bandinu og krotið í bókinni, sem komin var í stað- inn, virtist benda til aö eitthvaö ógnvaenlegt myndi gerast á þessum dögum." „Fjárkúgun?" spurði ég. „Týnda dagbókin gaf svo sannarlega tilefni til að álykta sem svo. Sam- kvaemiö leystist upp eftir þetta og Cinzano baö alla viðstadda um aö hafa hljótt um þennan atburö. Þetta voru aö sjálfsögöu meiri fréttir en svo aö menn þegöu um þaer og strax daginn eftir var dularfulla dagbókarhvarfiö á hvers manns vörum. Ég heimsótti svo sir Adrian nokkrum dögum siðar í opin- berum erindagjöröum." „Bað hann um aðstoö lögreglunnar." „Já, og hann skýröi mér frá þvi hvernig hann hélt aö þetta heföi gerst. Mánuöi áöur haföi hann sýnt hópi ókunnugra manna bókina." „Var þaöekki misráöið?" „Jú, þaö var baeði misráöið og óvenjulegt. Þetta voru bandariskir háskóla- kennarar, aö því er hann taldi, og þeir komu með kynningarbréf frá skáldinu Burcroft. Burcroft dó hins vegar áriö 1952 og þvi var þetta kynningarbréf meö því siðasta sem hann skrifaði. Cinzano hafði því miður ekki haldið bréfinu til haga og þvi virtist nær ógern- ingur að hafa uppi á gestunum. Cinzano sagöi aö dagbókin innihéldi frásagnir af ýmsum hneykslismálum þar sem viö sögu kæmu þekktir menn úr okkar samtíö sem nú eru komnir á efri ár. Bókin gæti því oröið gullnáma fyrir fjár- kúgara. Þaö leit þvi út fyrir aö við þyrftum að bíða eftir því sem geröist næst." „Þvílik flækja." „Alls ekki. Þetta mál var þvert á móti deginum Ijósara. Eitt af þvi sem vakti athygli mina strax i upphafi var aö Cinzano skyldi bjóöa mér, nauöaómerki- legum aðstoöarlögregluforingja, i kvöldverðarboö sem haldiö var af svo merku tilefni. Frá mínum bæjardyrum séð leit út fyrir að hann vildi fá vitni sem mætti treysta betur en hópi af kjánalegu og lífsleiðu yfirstéttardóti. Eitt var þó jafnvel enn merkilegra en það var aö hann skyldi hafa eyðilagt bréfið frá Bur- croft..." „Nú skil ég ekki..." „Jú, sjáöu til, þaö var í algjörri mótsögn viö söfnunaráráttu Cinzanos. Hann haföi í meira en 20 ár safnaö ýmiss konar sneplum, skrifuöum af frægu fólki, bara til þess að hafa nafn þess í safni sinu.” „Attu viö að Cinzano hafi sjálfur..?" „Rétt. Hann var illa staddur fjárhagslega og svo viröist sem dagbók Ralphs Dangerfield væri besta fjárfestingin undir þessum kringumstæðum. Þaö var hins vegar hættulegt að hefja fjárkúgun undir eigin nafni og því setti hann þjófnaðinn á svið." Ég horföi undrandi á Appleby: „Og hvað gerðist svo?" „Nú, ég sannfæröi hann um aö laföi Júlía heföi haft rétt fyrir sér og sá svo um aö hann brenndi bókarskömmina. En ég tók þessa auöu bók i minn hlut til aö auöga safniö mitt og Cinzano var ekki í neinni aðstöðu til að mótmæla. 50 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.