Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 16
BEITUM
ENGUM BELLIBRÖGÐUM
— segir Helgi Daníelsson, yfirlögregluþjónn
hjáRLR
Texti: Kristín Jónsdóttir
Eigum við íslendingar okkar Derrick í Kópavogin-
um? Mætir hann í afmælið þitt óboðinn, bara svona
til að athuga stemmninguna? Hefur hann aðstoðar-
mann sinn með sér? Eða — eru kvikmyndir og bækur,
sem fjalla um lögreglumál, glæpi og uppljóstranir,
bara óraunhæf samsuða sem á ekkert skylt við íslensk-
an raunveruleika?
Okkur lék forvitni á að kynnast því hvernig
íslenska rannsóknarlögreglan starfar, hvað henni leyf-
ist, hvaða hjálpartæki hún notar og fleira í þeim dúr.
Því fengum við Helga Daníelsson, yfírlögregluþjón
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, til þess að ræða þessi
mál út frá meðfylgjandi sögukorni um ímyndað
íslenskt glæpamál.
Nóvember, sunnudagur, hávaðasöm í meira lagi enda
klukkan langt gengin í fjögur. verið að rífast við tvo slánalega
Það er hráslagalegt veður, rign- náunga sem ruddust burt I
ingarsuddi, enginn á ferli. fússi nokkru áður en lokað var.
Björn Jónsson, þjónn á Borg- Þegar Björn kemur að bekkn-
inni, gengur álútur út í veðrið, um uppgötvar hann sér til
skimar í kringum sig og tekur skelfingar að fyrir þessa konu er
stefnuna þvert yfír Austurvöll- ekkert hægt að gera, hún er
inn. Um það bil sem hann. hvorki ofurölvi né sofandi, hún
klofast yfír druliuna, sem á er látin. Á hlaupunum á lög-
sumrin er blómabeð, rekur reglustöðina reynir hann að
hann augun í blátt hrúgald á koma skipulagi á hugsanir sín-
bekknum bak við Jón Sig. ar: Hverjir voru þessir menn
Hann tekur strikið þangað strax sem konan hafði verið að rífast
og hann áttar sig á að hrúgaldið við? Hafði hún verið myrt? Af
er konan sem hafði gengið út hverju? Afhverjum? Móðurog
síðust allra gestanna á hádegis- másandi geysist Björn inn hjá
barnum. Konan í bláu káp- löggunni og ryður út úr sér
unni var fastagestur á barnum sundurlausum setningum,
en þó þekkti hann hana lítið. kemur því loks til skila að á
Björn hafði þó tekið eftir Austurvelli sé líkí blárri kápu.
henni í dag því hún hafði verið
— Helgi, segjum að maður
komi þjótandi til lögreglunnar,
eins og í þessari sögu, og til-
kynni eða haldi því fram að
kona liggi látin á Austurvelli.
Hvað gerist þá?
,,Ætli fyrstu viðbrögð lög-
reglunnar yrðu ekki að fara á
staðinn og kanna hvort saga
mannsins ætti við rök að styðj-
ast.
Ef við gefum okkur að þetta
hafí gerst eins og í sögunni hér
að framan og látin kona liggi á
Austurvelli yrði hún að sjálf-
sögðu þegar flutt á slysadeild.
Haft yrði samband við RLR og
menn þaðan færu á vettvang og
byrjuðu að rannsaka málið.
Hvernig sú rannsókn færi
fram í smáatriðum er erfitt að
tíunda hér. Meðal þess sem
gert er er að kanna dánarorsök.
Það þarf að taka skýrslu af Birni
Jónssyni þjóni, svo og öðrum
þeim er voru á barnum ásamt
konunni í umrætt sinn og ekki
síst þessum tveim slánalegu ná-
ungum sem voru að rífast við
hana. Þá þarf að sjálfsögðu að
kanna vettvang mjög rækilega.
Ég hcf aðeins nefnt nokkuð
af því sem þarf að hyggja að við
rannsókn slíkra mála. Fram-
haldið ræðst að sjálfsögðu af
því hvað dánarorsök leiðir í
ljós.”
— Ef við gefum okkur að í
Ijós kæmi að hér hefði verið
framið morð, er þá ákveðnum
mönnum eða deild innan RLR
fengið málið í hendur?
,,Hjá okkur er sérstök deild,
svokölluð 1. deild, sem hefur
með rannsókn á slíkum málum
að gera. Þessi deild mundi taka
við rannsókn málsins ásamt
tæknideild og það yrði síðan að
ráðast af umfangi þess hve
margir menn ynnu að rann-
sókninni.”
— Eru notuð segulbönd við
yfirheyrslur?
,, Að jafnaði er það ekki gert.
Það er rætt við viðkomandi og
‘skrifuð skýrsla sem hann síðan
undirritar. I þeim tilfellum,
sem segulbönd eru notuð, er
það alltaf með fullri vitneskju
þess sem talað er við. Við erum
bundnir mjög ströngum regl-
uni varðandi yfirheyrslur og
gerum ekki neitt til að koma
aftan að fólki í þeim efnum,
beitum engum bellibrögðum
eins og menn sjá til dæmis í
kvikmyndum.”
— Farið þið á skemmtistaði
og kaffihús í sambandi við
rannsókn mála?
, Já, það kemur oft fyrir að
við þurfum að fara á slíka staði
vegna rannsóknar mála.”
— Hafið þið „kontakt-
menn” ?
,,Ég veit ekki hvort rétt er
að tala um að við eigum
„kontaktmenn”, hins vegar
16 Vikan 5. tbl.