Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 42

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 42
Vídeó-Vikan Umsjón: Hilmar Karlsson Vinsælir leikarar: John Hurt John Hurt er búinn að starfa sem leikari í fjöldamörg ár þótt árin séu ekki svo mörg síðan fólk fór að taka eftir honum. Hann var fyrst upp- götvaöur eftir að hann lék í hinni margverðlaun- uðu sjónvarpskvikmynd The Naked Civil Ser- vant sem var sýnd í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Þótt mörgum virðist koma það á óvart þá eru tuttugu ár síðan John Hurt lék í sinni fyrstu kvikmynd. Á þessum langa ferli hefur hann leikið öll möguleg hlutverk sem hugsast getur. John Hurt er sonur prests, fæddur í Chesterfield 1940. Áhuga sinn á leiklist fékk John Hurt aðeins níu ára þegar hann sá Alec Guinness leika I OliverTwist. Leikferillinn byrjaði 1962 í löngu gleymdri kvikmynd, Wild and the Willing. Fjallaði sú mynd um nokkra háskóla- nema. Þótti hann strax efnilegur. Þrátt fyrir góða dóma sem kvikmyndaleikari lék hann ekki í kvik- mynd næstu fjögur árin. Hann lék næst í óskars- verölaunamyndinni A Man for All Season, sem er ævisaga Thomas Morre. Þar lék hann Richard Rich, metnaðargjarnan ungan mann, á móti ekki minni leikurum en Paul Scofield, Orson Welles og Robert Shaw. Þrátt fyrir stórleik leikaranna I aðalhlutverkunum voru margir sem veittu þess- um unga leikara athygli. Leikstjóri A Man for All Season var Fred Zinneman. Hann hafði boðiö John Hurt hlutverk í myndinni eftir að hafa séð hann á sviði i London, en þar hafði Hurt haldið sig eftir fyrsta kvikmyndahlutverkið. Þrátt fyrir nokkra eftirtekt og góða umfjöllun fyrir leik sinn í A Man for All Season var Hurt ekki ánægöur með þau hlutverk sem honum buðust. Það liðu þrjú ár þar til hann lék aftur í kvikmynd. Var það Before Winter Comes, mynd er skeöi síðustu dagana í heimsstyrjöldinni síðari. Meðleikarar hans voru David Niven og Topol. Þrátt fyrir sæmilegar viðtökur er myndin varla eftirminnileg. Nú fór John Hurt að leika reglulega í kvik- myndum og sjónvarpsmyndum þótt hlutverkin væru ekki alltaf stór. Hans fyrsta aðalhlutverk var i Sinful David, sögulegri kvikmynd þar sem reynt var að feta I fótspor hinnar vinsælu kvik- myndar Tom Jones. I Ten Rillington Place lék John Hurt ungan mann, Evans, sem sakaöur er um morð á eiginkonu sinni og dæmdur þótt saklaus sé. Þessi mynd er byggð á sannsögu- legum heimildum, hinu svokallaða Christie máli. Richard Attenborough lék Christie sem beindi sökinni frá sjálfum sér á unga mapninn. Fyrir þetta hlutverk fékk John Hurt mjög góða dóma. Þá fyrst var farið að sækjast eftir honum í drama- tlsk hlutverk. Heimsathygli hlaut hann svo með áðurnefndri mynd, The Naked Civil Servant. John Hurt hefur sjálfur sagt að hann hafi alls ekki verið viss um hvort heppilegt væri fyrir hann að taka að sér hlutverk kynvillings, en það réð úr- slitum að jafnframt því að handritiö fjallaði um kynvilling var það um ungan mann sem reynir að halda rétti sinum í samfélaginu. Rétt eftir frum- sýningu á The Naked Civil Servant lék hann svo í einum allra besta sjónvarpsmyndaflokki sem gerður hefur verið, I Claudius, sem margir muna eflaust eftir. Lék hann þar hinn brjálaða keisara Caligula á eftirminnilegan hátt. Nú fóru hlutirnir að snúast af alvöru fyrir John Hurt. Kom hver úrvalsmyndin á eftir annarri. Fyrst var það Midnight Express þar sem hann skyggði á aðra leikara með frábærum leik í hlut- verki Max sem er heróínsjúkur fangi I tyrknesku fangelsi. Fékk hann sína fyrstu óskarstilnefningu fyrir þetta hlutverk. Alien er vafalaust ein besta geimhrollvekja sem gerð hefur verið. Hlutverk John Hurt er ekki stórt i þeirri mynd en eftir- minnilegt. Næsta mynd John Hurt er örugglega eftir- minnilegasta kvikmynd hans hingað til og um leið eitthvert eftirminnilegasta hlutverk sem kvik- myndaáhorfendur hafa séð. Elephant Man er byggð á ævi Johns Merrick sem uppi var á síðustu öld og var kallaöur Fílamaðurinn vegna ótrúlega afmyndaðs andlits. Fyrir þetta hlutverk fékk John Hurt öðru sinni tilnefningu til óskars- verðlauna. Síðan þá hefur John Hurt verið mjög eftir- sóttur kvikmyndaleikari og þrátt fyrir mörg tilboð hefur hann valið hlutverk sín vandlega og ekki alltaf tekið auðveldasta kostinn. Má þar nefna Champion, þar sem hann leikur Bob Champion, þekktan knapa sem berst við krabbamein. The Osterman Weekend var síðasta kvikmynd Sam Peckinpah. Þar leikur John Hurt njósnara sem verður fórnardýr kerfisins og leitar hefnda. Árið 1984 þótti rétt að gerð yrði kvikmynd eftir hinni frægu skáldsögu George Orwells, 1984. Fékk John Hurt þar aðalhlutverkið, Winston Smith, og I The Hit leikur John Hurt kaldrifjaðan atvinnumorðingja á eftirminnilegan hátt. i dag er John Hurt án efa einn virtasti leikari heims. Hann hefur komist á tindinn á miklum hæfileikum og vegna þess að hann getur tekið réttar ákvarðanir á réttum tima. Nokkrar myndir sem fáanlegar eru á vídeóleigum með John Hurt: A Man for All Season Midnight Express Alien Elephant Man The Osterman Weekend The Hit Champions 1984 42 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.