Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 46

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 46
Hálfviti ITYNDAHHi ERFÐASKRÁIN Sakamálasaga eftir Agöthu Christie Vandræöi ungfrú Violettu Marsh voru okkur Poirot kærkomin tilbreyting frá venjulegum verkefnum okkar. Poirot haföi fengiö stutt og hnitmiöað bréf frá ungfrúnni þar sem hún baö um viötal viö hann. Poirot svaraöi um hæl og baö hana aö koma klukkan ellefu morguninn eftir. Ungfrú Mars kom stundvlslega. Hún var ung kona, hávaxin, myndarleg og örugg I fasi, smekklega klædd án þess þó aö vera áberandi. Hér var greini- lega á ferö kona sem ætlaði sér aö komast áfram I lífinu. Þar sem mér er ekk- er alltof mikiö gefiö um hinar svokölluöu kvenfrelsiskonur leist mér ekki meira en svo á ungfrú Marsh þótt hún væri lagleg. „Ég á óvenjulegt erindi viö yöur, hr. Poirot," sagöi hún eftir aö henni haföi veriö visaö til sætis. „Það er vlst best aö ég byrji á þvi aö segja yöur alla sög- una." „Fyriralla muni, ungfrú." „Ég er munaöarleysingi. Faðir minn var annar af tveim sonum sjálfseignar- bónda I Devonsklri. Jöröin var heldur kostarýr og eldri bróðirinn, Andrew, flutti þvl til Astraliu. Þar geröi hann þaö gott I lóöabraski og varö fljótlega vell- auöugur. Faöir minn, Roger, haföi engan áhuga á búskap og varö sér þvi úti um litilsháttar menntun og fékk stööu sem skrifstofumaöur hjá litlu fyrirtæki. Hann kvongaöist upp fyrir sig, móöir min var dóttir listamanns. Faöir minn dó þegar ég var 6 ára og móöir mln þegar ég var 14 ára og þá var Andrew frændi eini eftirlifandi ættingi minn. Hann var um þær mundir nýkominn heim frá Astraliu og haföi keypt litla jörö, Crabtreesetriö I heimabyggö sinni I Devon- skiri. Hann reyndist mér ákaflega vel, tók mig að sér og gekk mér I föðurstaö. Þrátt fyrir nafnið er Crabtreesetrið aðeins litill bóndabær. Búskapur var lif og yndi frænda mins og hann geröi ýmsar tilraunir meö tækninýjungar í landbún- aöi. En þótt frændi reyndist mér í alla staöi mjög vel haföi hann vægast sagt gamaldags hugmyndir um stööu kvenna I þjóöfélaginu. Hann var sjálfur aö mestu ómenntaöur þrátt fyrir góöar gáfur og haföi lltið álit á skólalærdómi, en sérstaklega var hann þó mótfallinn menntun kvenna. Hann taldi aö stúlkur ættu að einbeita sér aö heimilisstörfum og vinna viö mjólkina en bóklegt nám þeirra ætti aö vera í lágmarki. Hann reyndi aö ala mig upp eftir þessum að- feröum en ég snerist öndverð gegn þvl. Ég vissi sem var að ég var vel gefin en hins vegar voru húsverk mór mjög á móti skapi. Viö frændi rifumst oft um þetta en þrátt fyrir það þótti okkur mjög vænt hvoru um annað. Vandræöin byrjuöu þegarég ákvaöaöfara I háskóla. Móöir min haföi arfleitt mig aödállt- illi fjárupphæö og ég var ákveöin aö nota hæfileika mina til hins ýtrasta. Ég lenti þvi i heiftarlegu rifrildi viö frænda og hann sagöi mór aö þar sem' hann ætti ekki aöra ættingja á llfi hefði hann hugsað sér að gera mig aö einkaerf- ingja slnum en ef ég héldi þessari vitleysu áfram myndi hann gera mig arf- lausa. Ég hélt ró minni og sagði honum aö hvernig sem allt veltist þá myndi mér ávallt þykja jafnvænt um hann en ég sagði honum líka aö ég yrði aö fá aö lifa mlnu eigin lifi. Hann sagöi aö lokum: „Þér þykir mikiö til um gáfur þln^r, stúlka min. Ég læröi aldrei neitt á bókina en þrátt fyrir þaö er ég tilbúinn til aö tefla gáfum mlnum gegn þlnum einhvern daginn, sjáum bara til." Þetta var fyrir níu árum. Ég dvaldist oft hjá frænda minum um helgar eftir þetta og þaö fór vel á með okkur. Hann stóö þó fast á sinni meiningu og minntist aldrei einu oröi á þaö að ég haföi lokið B.Sc. prófi. Fyrir þrem árum fór heilsu hans að hraka og fyrir mánuði lést hann. Og nú kem ég aö ástæöunni fyrir komu minni á yöar fund, hr. Poirot. Frændi minn lét eftir sig mjög sérstæöa erföaskrá. Samkvæmt henni á ég rétt á aö búa á Crabtreesetri I ár eftir dauða hans og ég hef rétt til aö nýta setrið eins og mér sýnist. Á þessu ári á ég að sýna fram á að ég sé gáfaðri en frændi. Ef hann hefur betur á setriö og allar aörar eigur hans aö renna til ým- issa góðgeröafólaga." „Ég get nú ekki annaö sagt, ungfrú, en mér finnist illa meö yöur fariö í þessari erföaskrá þar sem þér eruð eini ættingi gamla mannsins." „Það held ég ekki, Andrew frændi varaði mig viö og ég valdi mér sjálf hlut- verk i llfinu. Honum var i sjálfsvald sett hvernig hann ráðstafaði eignum sin- um." „Var erföaskráin gerð af lögfræðingi?" „Nei, þetta var prentuð erföaskrá i stöðluöu formi og hjónin sem þjónuðu frænda voru vitni." „Þaö er sjálfsagt hægt aö vefengja svona erföaskrá." „Þaö mun ég alls ekki gera." „Þér litiö sem sagt á þetta sem áskorun af hálfu frænda yöar?" „Já." „Þaö litur lika út fyrir aö svo sé," sagöi Poirot hugsandi. „Einhvers staöar í þessu gamla, stóra húsi hefur frændi yðar annaöhvort faliö peninga eöa þá aöra erfðaskrá og þér eigiö nú að nota hæfileika yöar til aö finna hana." „Hárrétt, hr. Poirot. Ég geri einnig ráð fyrir aö þér hafið meiri hæfileika á þessu sviði en ég." „Þér segiö ekki, ehe, en skemmtilegt. Gráu frumurnar minar eru til þjón- ustu reiöubúnar. Hafið þér reynt aö leita sjálf?" „Ég hef aðeins litiö i kringum mig. Ég ber mikla virðingu fyrir gáfum frænda þannig aöóg held ég reyni ekki aö leita sjálf." Ungfrú Marsh rétti Poirot skjal yfir boröiö. Poirot las það og muldraði við sjálfan sig: „Gert fyrir 3 árum, 25. mars, kl. 11. Humm, það gefur ákveöna visbendingu. Þaö þrengir leitarsvæðiö. Þaö er greinilega önnur erföaskrá sem viö eigum að leita aö. Erfðaskrá sem er gerð u.þ.b. hálfri klukkustund siöar. Hún myndi ógilda þessa erföaskrá. Þetta er skemmtilegt verkefni sem þér færið mér í hendur, ungfrú. Þaö veröur mér mikil ánægja að leysa þaö fyrir yöur. Þótt frændi yöar hafi verið gáfaöur hæfileikamaöur voru gráu frum- urnar i kollinum á honum ekki jafnokar frumnanna í höföinu á Hercule Poi- rot." Það veit guö að sjálfshól Poirots getur stundum verið hreinlega óþol- andi. „Þar sem viö Hastings höfum ekkert sérstakt aö gera þessa stundina munum viö halda til Crabtreeseturs strax í kvöld. Hjónin, sem þjónuðu frænda yöar, eru þar enn, er þaö ekki?" 46 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.