Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 29

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 29
Finnbjörn Finnbjörnsson segir frá fræðum og kenningum Martinusar f™innbjörn heitir maður og er Finnbjörnsson, ísfirskra ætta, starfandi málarameistari í borginni sem auk þess var áður fyrr virkur píanisti í hinum ýmsu danshljómsveitum. En Finnbjörn Finnbjörnsson er meira. Bak við hans látlausa hversdagsmunstur leynist heill heimur, dularfull veröld sem aðeins fáir landar vorir hafa skyggnst inn í. Þetta er veröld hinnar kosmísku skynjunar sem fyrst var uppgötvuð 1921 af hinum ,,andlega" danska vísinda- manni Martinusi sem síðan varð sameiningartákn kosmískt þenkjandi manna. Finnbjörn státar af kössum, skápum og heilu hillusamstæðunum undirlögð- um verkum þessa Martinusar, sem hann kveður gefa svör við öllu — já, öllum spurningum þessarar tilveru. Já, sannarlega óvanalegur bókakostur reykvísks málarameistara sem annars á hið fjölskrúðugasta bókasafn. ,,Eitt fullkomn- asta heimilisbókasafn sem ég hef séð," var dómur síra Eiríks J. Eirikssonar, fyrrum þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Fræði Martinusar — En hvað kom annars til að ungur málarasveinn, lokaður inni á af- skekktasta kjálka Íslands, gat tileinkað sér svo fjarlæga heimsstefnu? Það er Finnbjörn sjálfur sem svarar, háttpruður og stillilegur á heimili sínu við Granda í Reykjavík: „Það var nú í gegnum annan Martinus, mikinn vin okkar barnanna og reyndar allra á isafirði. Það var hann sem kom mér upphaflega i kynni við fræði Martinusar." — Voru þeir frændur, IVIartinusarnir? ,,Nei, nei, ekkert skyldir, en svo merkilegt sem það er þá voru fæðingar- staðir þeirra með þriggja kílómetra millibili á Jótlandi þó þeir vissu ekkert hvor af öðrum fyrr en löngu siðar... Þessi hét Simson, Martinus Simson, og var framan af slöngutemjari í fjölleikahúsi í Kaupmannahöfn en flutti svo til Isa- fjarðar 1915 og vildi hvergi eiga heima annars staðar eftir það. Það var svo upp úr 1930 sem hann kynntist kenningum Martinusar og þeir urðu síðar miklir vinir, nafnarnir. En þú verður að passa þig á að rugla þeim ekki saman... það má ekki." — En hvert er svo inntak þessarar dularfullu speki? Er hún guð- speki eður heimspeki eða bara átrúnaður? Finnbjörn hefur einfalt svar við þessum vangaveltum: „Þetta eru „andleg vísindi" — allsherjar sannleikur, fullkomið svar við hinni ódauðlegu spurningu Pontíusar Pílatusar." En þá er spurt: — Hví svaraði Kristur engu forðum? Þekkti hann ekki sannleikann? „Jú, jú," svarar Finnbjörn, „hann vissi allt eins og aðrir þeir sem öðlast hafa þessa „kosmisku skynjun" — alheimsvitundina. Hann vissi bara að það þýddi ekki að segja neitt, það skildi hann enginn. Maðurinn var það vanþróaður og er enn. Við erum enn I dýraríkinu, segir Martinus. Við erum hálfdýr og hálfmenn. Við verðum ekki fullkomnir menn fyrr en í lok þróunar- skeiðsins þegar allir hafa skynjað kosmosið. Þá verða ekki stríð, ekki hungur, ekki óhamingja því þá verðum við einfaldlega búin að taka út okkar lexiu og skilja að maðurinn er það siðferðisstig sem hann stendur á, eins og Martinus sagði." Steinaríki, jurtariki, menn Málarameistarinn er beðinn um nánari skýringu á þessum innblásnu orðum. „Jú, sjáðu til, maðurinn hefur gengið í gegnum ákveðið skeið, fyrst í steinaríkinu, svo jurtaríkinu, dýraríkinu, sem við erum enn að vinna okkur úr, og svo endum við menn. Það er öll veröldin á hreyfingu, alltaf hreint, allir hlutir eru lífverur, allt bara í veröldinni, kaffibollinn þarna, útvarpstækið, jörðin sem við búum á, við hreyfumst alltaf, deyjum og fæðumst aftur, lærum eitthvað nýtt á hverju æviskeiði, fikrum okkur áfram á þróunarbraut- inni, enda segir Martinus: Dauðinn er ekki til." — En hvað gerist við dauða einstaklings? „Þetta er góð spurning hjá þér. Ja, það fer algerlega eftir ástandi hvers og eins þegar hann yfirgefur likamann. Ef maðurinn hefur verið i uppnámi eða eitthvað ósáttur við sjálfan sig og aðra getur hann þurft að eyða dálitlum tíma I hreinsunareldinum sem er eins konar andlegt sturtubað þarna fyrir handan. En þeir sem deyja gamlir, saddir lifdaga og öllum velviljaðir, þeir þurfa eigin- lega ekkert á eldinum að halda. Þetta er eiginlega alveg eftir karma-lögmál- inu, þú uppskerð eins og þú sáir, hvort sem það er í þessu eða einhverju öðru lífi. Þú getur ekki plantað illgresi og fengið upp hveiti... En svo þarna, eftir hreinsunareldinn, þá snýrðu aftur I steinaríkið eða sæluríkið eins og við köllum það og svo bara í gegnum allt ferlið aftur og endurfæðist sem maður, reynslunni ríkari í hvert skipti því fyrri reynsla gleymist þéraldrei." Askenasy meö tíu þumalputta síðast — En nú man ég ekkert eftir fyrri lífum minum... „Nei, nei, þú þarft þess ekki, þetta er okkur ómeðvitað. Þú forðast ósjálf- rátt I þessu lífi mistökin sem þú gerðir í því siðasta. Afburðamenn núna, á einhverjum afmörkuðum sviðum, hafa til dæmis verið lengi að þjálfa sig." — Þannig að nóbelsskáldin hafa verið misheppnaðir rithöfundar í fyrri lífum? „Einmitt, einmitt, vinur minn. Askenasy var með tíu þumalputta síðast, þaðerenginn vafi. Viðerum alltaf aðbæta okkur á þróunarbrautinni." — En hvað um stórsnillinga eins og Mozart? Getur hann alltaf verið að bæta sig í músikinni? „Nei, nei, stundum ná menn ákveðnum klímaks eða tindi í einhverri ákveð- inni grein og þá snúa þeir sér bara að einhverju allt öðru, eins og bara ef þú færð uppáhaldsgrautinn þinn á hverjum degi endar það með því að þú ferð að æla. Mozart, Beethoven og þessir kallar eru í einhverju allt öðru núna, þeir geta ekki einu sinni heyrt músik nefnda." Karma-lögmálið er málarameistaranum ákaflega hugstætt: „Allt sem þú gerir færðu í hausinn aftur. Þetta er eitt grundvallarviðhorfið hjá Martinusi. Krabbamein, kransæðastífla og þess háttar eru allt saman vandamál sem koma til af fyrra líferni þínu. Þannig er það líka á andlega svið- inu, hatur og ást færðu alltaf til baka og sjáum til dæmis þessa menn sem ekkert aumt mega sjá og eru sífellt að hjálpa til. Þeir hafa nefnilega horft upp á gífurlegar nörmungar á fyrri skeiðum og ráða bara ekki við sig, þeir þola hreinlega ekki að sjá nokkuð aumt, þannig taka þeir út sitt karma. Og hefurðu nokkurn tíma hugleitt þessa hrakfallabálka sem eru eilíflega að misstíga sig og slasa og hina sem renna í gegnum lífið áfallalaust... þarna er bara karma- lögmálið að verki." — En nú er til nokkuð sem heitir óendurgoldin ást. Menn eru hálfsturlaðir af ást til kvenna sem ekki einu sinni dettur i hug að lita við þeim. Hvar er karma-lögmálið þá? Hvi uppskera þeir ekki eins og þeirsá til, þarna? Nú tekur Finnbjörn Finnbjörnsson sér andartaks umþóttunartíma eins og stari hann inn i aðra vídd, uns fullvissan yfirtekur svipmótið aftur. Kannski var þetta kosmiskur glampi. Hverveit? „Jú, þetta gerist oft, eins og við þekkjum, að til dæmis ungur piltur elskar stúlku sem aldrei kemur til með að svara í sömu mynt. En svo endurfæðist þessi sami drengur seinna, á allt öðrum stað, og þá verður hann fyrir því að einhver kona ber mikla ást til hans en nú er það hann sem er áhugalaus. Karmað vinnur oft svona." Þriðja testamentið Af framangreindu er Ijóst nokkuð orðið að hugtakið vafi er nokkuð sem Finnbjörn Finnbjörnsson og aðrir alheimsskynjunarmenn þekkja ekki nema af afspurn. Enda líta þeir á verk Martinusar hins danska sem lokasannleik og kalla þau reyndar lika „Þriðja testamentið". Og Finnbjörn segir: „Martinus er heima I öllu og hefursvörvið öllu." Sannfæringarhitinn verður vart meiri hjá stranglífustu kaþólikkum. Þó sver Finnbjörn allan átrúnað af sér: „Þetta er bara alviska, andleg vísindi eins og ég sagði þér." Vikan 5. tbl. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.