Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 18

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 18
lowe þess með. Hins vegar er það oftast svo að viðkomandi heim- ilar húsleit án undangengins úrskurðar. Okkur er yfirleitt vel tekið hjá fólki, þegar slíks er óskað, enda njóta RLR menn trausts og velvildar. Derrick og miðaldra konur — Svo við snúum okkur að ímynd leynilögreglumanna þá ' eru þeir alltaf tveir og tveir saman eins og Derrick og félagi hans og Poirot og Hastings í sögum Agöthu Christie. Hvað eigið þið sameiginlegt með þessum félögum ykkar? ,,Við eigum það sameigin- legt að við berum sama eða svipaðan starfstitil og þeir og við vinnum að rannsóknum mála og reynum að upplýsa þau. í fljótu bragði sé ég nú ekki annað. Mér sýnist fæst ef nokkuð, sem þessir menn taka sér fyrir hendur, gefa mynd af eða hugmyndir um okkar starf. Jú, reyndar má nefna kannski eitt sem við eigum sameigin- legt með þeim, en það er að við vinnum eins og þeir á hvaða tíma sólarhringsins sem er og þurfum stundum að leggja nótt við dag við rannsókn ákveðinna mála. — Hvað fínnst þér um Derrick? ,,Um Derrick? Ja, það er nú eiginlega frekar að spyrja konur á mínum aldri um hvað þeim finnist um hann,” segir Helgi og brosir breitt, ,,mér skilst að þær séu betur fallnar til þess en ég. Eg get sagt þér að mér leið- ist hann frekar og myndir hans eru ekki í neinu sérstöku upp- áhaldi hjá mér. Hins vegar er afslappandi að horfa á myndir með honum því maður er alltaf öruggur um leikslokin. Það væri tilbreyting í því að fá ein- hvern tíma að sjá mynd þar sem honum mistekst að leysa morðgátuna.” — Er ekki ónotalegt að þurfa að horfa upp á „erlenda starfsbræður” sína leysa hin flóknustu mál á hálftíma? ,, Ekki hef ég nú fundið fyrir því.” — Gerið þið eins og Derrick og félagi hans, að mæta til dæmis í fimmtugsafmæli ein- hvers ókunnugs manns, bara svona, að manni sýnist, til að athuga stemmninguna? , ,Nei. það er af og frá að við gerum slíkt. Eins og ég sagði gera þessir ,,kollegar” okkar margt það sem við könnumst ekki við úr okkar starfi og ég ef- ast stórlega um að það gefi mynd af starfi rannsóknarlög- reglumanna í þeim löndum þar sem myndirnar eiga þó að ger- ast. Toppurinn á ísjakanum ■ — Nú segja margir að það sé rólegt í glæpamálum hér á landi og að þið séuð mest að fást við reiðhjólaþjófnaði og innbrot í geymslur? ..Það þarf auðvitað að sinna ýmsum smærri málum og svo er kannski guði fyrir að þakka að við erum ekki með stór glæpamál til úrlausnar á hverj- um degi. Það er svo alltaf mats- atriði hvað teljast stór glæpa- mál og hvað ekki. Rannsóknar- lögreglan hefur í gegnum árin fengið mörg og erfið mál til rannsóknar en frásagnir af öllu slíku hafa ekki verið á síðurn blaðanna á þann hátt að al- menningur átti sig á umfangi þeirra. Það kann að vera að fólk sjái þessi mál á svipaðan hátt og við sjáum toppinn á ísjakan- um.” — Geta skrif blaða torveld- að rannsókn mála? , Já, það er hugsanlegt. En þau geta einnig aðstoðað við rannsókn mála. Lögreglumál fá mikla umfjöllun í blöðum og öðrum fjölmiðlum, mun meiri heldur en maður áttar sig á í fljótu bragði. Hins vegar vil ég segja íslenskum blaðamönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.