Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 37

Vikan - 30.01.1986, Blaðsíða 37
til Eþíópíu og þar var tekið á móti honum eins og þjóðhöfðingja, meðal annars af hinni þekktu Móður Teresu. Eftir ferðina sagði Geldof að enginn fréttaskýringaþáttur gæti megnað að lýsa þeim hörmungum og þeirri eymd sem hann hefði orðið vitni að. i febrúar og mars héldu Geldof og hljómsveit hans fjörutíu og þrenna tónleika út um allar Bretlandseyjar, hvarvetna fyrir fullu húsi. Þetta var til að fylgja eftir plötunni In the Long Grass en sú plata seldist ekkert þrátt fyrir gott gengi á tónleikum. Geldof fékk það í andlitið að hann hefði verið að reyna að græða á velgengni Band Aid því á þessum tíma var orðið nokkuð augljóst mál að hljómsveitin hans, Boomtown Rats, átti í miklum Ierfiðleikum. Bob Geldof tók þátt I upptöku bandarískra tónlistarmanna á laginu We Are the World og tók þátt í undir- búningi þess og skipulagningu. ,,Bíó- myndir halda í mér lífinu. Ef ég gerði ekki eina á ári ætti ég enga peninga.” Svo mörg voru þau orð Geldofs. I apríl lék hann í myndinni Number One en hans þekktasta mynd fram til þessa er The Wall sem gerð var eftir samnefndri breiðskífu hljómsveitar- innar Pink Floyd, afbragðs ræma. i lok mai voru blöðin farin að skrifa um að nú væri kraftur og áhrifamátt- ur Geldofs senn á enda runninn en hann kom þeim svo sannarlega á óvart þegar hann tilkynnti að hinn þrettánda júlí yrðu haldnir stórkost- legustu tónleikar sem heimurinn hefði nokkurn tima séð, herlegheit- unum yrði sjónvarpað beint frá London og Filadelfiu og öll stærstu nöfnin í bransanum yrðu á staðnum, Paul McCartney myndi troða upp i fyrsta skipti í sex ár, hljómsveitin Who yrði endurlífguð í aðeins þetta eina sinn. Sömu sögu var að segja af hljómsveitinni Status Quo, Auk þeirra kæmu Bowie og Jagger fram og Madonna, Duran Duran, Power Station, Queen og fleiri og fleiri. Talið er að einn og hálfur milljarður manna hafi horft á hljómleikana beint i alls rúma fimmtán tima og alls söfnuðust um fimmtiu og tvær milljónir punda. Til dæmis gaf Maktoum Sheik í Dubai eina milljón, djúpt snortinn af þessum merka atburði eins og margir aörir. Geldof þótti líklegur til að hljóta friðarverðlaun Nóbels, svo fór þó ekki en hann þarf ekki að kvarta því hann hefur á árinu fengið fjölda viður- kenninga fyrir störf sín. I október var Geldof og hljómsveit hans orðinn samningslaus við hljóm- plötufyrirtæki bæði i Englandi og Ameríku og er ekki annað vitað en að svo sé ástatt enn þann dag i dag. Bob Geldof hefur með framtaki sinu gert heiminn að betri stað til að búa I. . FRÁBÆR SKEPNA þ að skeður alltaf öðru hverju að maður fær upp í hendurnar plötur sem koma manni heldur en ekki á óvart. Platan sem ber þetta stutta nafn, Skepnan, hefur að geyma lög úr kvikmyndinni Eins og skepnan deyr sem frumsýnd verður nú i febrúar. Leikstjóri hennar er ungur maður, Hilmar Oddsson, og ef hann er jafngóður kvikmyndagerðar- maður og tónskáld þá hef ég ekki áhyggjur af árangrinum. Á plötunni eru sjö lög og semur Hilmar tvö þeirra i samvinnu við Karl Roth (bæðil og Láru Magnúsdóttur (annað) en hin fimm gerir hann einn. Allir textar eru sömuleiðis eftir Hilmar auk þess sem hann syngur á plötunni og spilar á gitar. Og það eru engir aukvisar Hilmari til aðstoðar á þessari plötu. Um söng sjá auk Hilmars þau Bubbi Morthens, Edda Heiðrún Back- man, Karl Roth og Jóhann Sigurðar- son sem er kannski þekktari sem leik- ari. öllum ferst þeim hlutverk sitt vel úr munni en þó finnst mér stórpopp- arinn Bubbi Morthens standa sig best enda með mesta reynsluna auk þess sem hann fær tvö bestu lög plötunnar til ráðstöfunar. Sérstaklega finnst mér lagið Vakandi-sofandi sérdeilis frábært hjá honum og held ég að Bubbi hafi sjaldan sungið betur. Annað sem gerir lag þetta alveg frá- bært er undursamleg notkun saxó- fóns i þvi, þar er að verki hinn ágæti Rúnar Georgsson. Um hljóðfæraleik á plötunni sjá nokkrir af okkar bestu tónlistarmönn- um, eins og Asgeir Öskarsson trommari, Þorsteinn Magnússon, gít- ar, Friðrik Karlsson, gltar, Pétur Hjaltested, hljómborð, og áðurnefnd- ur Rúnar. Síöastan tel ég svo upp Tómas Tómasson bassaleikara, upp- tökustjóra og útsetjara, en hann er löngu orðinn einn sá besti hér á landi sem slíkur. Þetta er sem sagt plata sem engan svíkur að minum dómi. Vikan 5. tbl. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.